Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar 31. janúar 2026 08:03 Í grein sem birtist í Morgunblaðinu á dögunum spyr Sigurður Kári Kristjánsson hver gangi í tollabandalag í varnarskyni. Þar beinir hann spjótum sínum að Evrópusinnum, sem sumir hverjir hafa gert varnarmál að umtalsefni í ljósi gjörbreyttra aðstæðna í alþjóðamálum. Sigurður Kári hendir gaman að og heldur fram að það þurfi „býsna fjörugt ímyndunarafl til að láta sér koma til hugar að aðild þjóðar að tollabandalagi tryggi varnar- og öryggishagsmuni hennar.” Með því gefur hann ekki bara í skyn, hvort sem það er í gríni eða alvöru, að helstu rök Evrópusinna hverfist um öryggis- og varnarmál, heldur dregur líka upp ómerkilega mynd af ESB sem einberu tollabandalagi. En ef svo væri er nú ekki víst að Evrópumálin væru jafn umdeild og raun ber vitni. Allt á þetta að vera á léttum nótum en með alvarlegum undirtón – að smætta andstæðinginn og smætta viðfangsefnið. Þetta er klassískt dæmi um strámannsrök, sem felast í því að afbaka málflutning og afstöðu mótherja og búa til ímyndaðan andstæðing sem auðvelt er að fella. Auðvitað er fráleitt að horfa á Evrópumálin frá svona þröngu sjónarhorni – beinlínis hlægilegt. . Spurningin um aðild að ESB snertir með einum eða öðrum hætti getu okkar sem samfélags til þess að sinna sómasamlega flestum þeim málaflokkum sem stjórnmálin láta sig varða. Og til þess að taka spurninguna alvarlega þarf líka að ræða hana á þeim forsendum. Þetta er stórt og margslungið viðfangsefni. Tvær hliðar á sama peningnum En það væri líka vanhugsað að greina viðskipti með öllu frá varnarmálum. Til marks um hve milliríkjaviðskipti og varnarmál eru nátengd má lesa 2. grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins. Þar segir að aðildarríkin skuli „gera sér far um að komast hjá árekstrum í efnahagslegum milliríkjaviðskiptum sínum og hvetja til efnahagslegrar samvinnu sín á milli, hvort heldur er við einstaka samningsaðila eða alla.“ Viðskipti og varnarsamstarf haldast með öðrum orðum í hendur. Það hefur löngum verið viðtekin skoðun að frjáls viðskipti skapi hagsæld og að hagsæld leiði til friðsældar. Svarið við spurningu Sigurðar Kára um það hvenær aðild að tollabandalagi teljist til brýnna öryggishagsmuna er: Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd – jafnvel í samskiptum vinaþjóða. Þegar viðskiptaaflsmunum er beitt til þess að hafa áhrif á utanríkisstefnu eða innanríkismál sjálfstæðra ríkja þá er þörf á að ganga í viðskiptabandalag. Fyrir smáríki sem eiga mikið undir alþjóðaviðskiptum er það brýn nauðsyn. Til dæmis þegar tollum er beitt til þess að grafa undan fullveldisrétti þjóða yfir landsvæði. Þegar tollum er beitt til þess að sundra samstöðu ríkja um að verja fullveldi vinaþjóða. Þegar tollum er beitt til þess að hafa áhrif á hvaða þjóðir eigi í viðskiptum sín á milli. Almennt séð þegar tollum er beitt til þess að grafa undan sjálfstæðri utanríkisstefnu þjóða. En líka þegar tollum er beitt til þess að hafa áhrif á dómaframkvæmd í fullvalda ríkjum. Eða þegar tollum er hótað til að hafa áhrif á þróun samkeppnisreglna, reglna um persónuvernd o.s.frv. Almennt séð þegar tollum er beitt til þess að hafa áhrif á sjálfstæði þjóða um innanríkismál. Allir sem standa frammi fyrir hótunum um tollastríð, eða hafa orðið fyrir árásum af þeim toga, hljóta að velta því alvarlega fyrir sér hvort bandalög með líkt þenkjandi þjóðum geti eflt viðskiptalegar varnir þeirra og efnahagslegt sjálfstæði sem aftur er grundvöllur fullveldis og pólitísks sjálfstæðis. Allir. Þessir varnarhagsmunir snúast ekki um hugsanlegar ógnir af hernaðarlegum toga sem gætu raungerst í fjarlægri framtíð. Þetta er spurning um veruleika sem blasir við okkur og varðar hagsmuni okkar allra frá degi til dags. Þetta er spurning um brauð og smjör fremur en byssur og skotfæri. Þetta er spurning um að standa vörð um lífskjör og hagsæld venjulegs fólks. Forsjálni eða fortíðarþrá Forsætisráðherra Kanada, Mark Carney, lýsti þessum nýja veruleika í Davos fyrir skemmstu og talaði um rof hinnar gömlu heimsmyndar, sem einkenndist um áratugaskeið af viðleitni til þess að efla friðsamlega samvinnu þjóða með viðskiptum á grundvelli laga og reglu. Fyrrverandi forseti Íslands sagði á sömu lund í sjónvarpsviðtali nýverið að stjórnkerfi Bandaríkjanna, hins leiðandi afls í þessari veröld sem var, hafi fengið nýtt stýriforrit. Þar séu ekki sömu gildin höfð að leiðarljósi og áður. Þau skipti hreinlega ekki máli lengur. Hann talaði með afgerandi hætti um það að við þyrftum öll að horfast í augu við þennan nýja veruleika. Við slíkar aðstæður hlýtur sú krafa að hvíla á þeim, sem hvað ötulast hafa talað fyrir viðskiptafrelsi og af hvað mestri ákefð gegn pólitískum afskiptum af efnahagslífinu, að gera grein fyrir því með sannfærandi hætti hvernig þau sjá fyrir sér að tryggja þessar grunnforsendur hagsældar á næstu árum og til framtíðar – eða útskýra hvers vegna þessi markmið og gildi eigi ekki lengur við. Það ber raunar vott um átakanlegan skort á ímyndunarafli að bregðast við þeim umskiptum sem nú eiga sér stað í heiminum með því einu að horfa til afreka okkar á lýðveldistímanum – til þeirra aðferða sem reyndust okkur heilladrjúgar frá síðari heimstyrjöld – í veröld sem var en er ekki lengur. Höfundur situr í stjórn Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist í Morgunblaðinu á dögunum spyr Sigurður Kári Kristjánsson hver gangi í tollabandalag í varnarskyni. Þar beinir hann spjótum sínum að Evrópusinnum, sem sumir hverjir hafa gert varnarmál að umtalsefni í ljósi gjörbreyttra aðstæðna í alþjóðamálum. Sigurður Kári hendir gaman að og heldur fram að það þurfi „býsna fjörugt ímyndunarafl til að láta sér koma til hugar að aðild þjóðar að tollabandalagi tryggi varnar- og öryggishagsmuni hennar.” Með því gefur hann ekki bara í skyn, hvort sem það er í gríni eða alvöru, að helstu rök Evrópusinna hverfist um öryggis- og varnarmál, heldur dregur líka upp ómerkilega mynd af ESB sem einberu tollabandalagi. En ef svo væri er nú ekki víst að Evrópumálin væru jafn umdeild og raun ber vitni. Allt á þetta að vera á léttum nótum en með alvarlegum undirtón – að smætta andstæðinginn og smætta viðfangsefnið. Þetta er klassískt dæmi um strámannsrök, sem felast í því að afbaka málflutning og afstöðu mótherja og búa til ímyndaðan andstæðing sem auðvelt er að fella. Auðvitað er fráleitt að horfa á Evrópumálin frá svona þröngu sjónarhorni – beinlínis hlægilegt. . Spurningin um aðild að ESB snertir með einum eða öðrum hætti getu okkar sem samfélags til þess að sinna sómasamlega flestum þeim málaflokkum sem stjórnmálin láta sig varða. Og til þess að taka spurninguna alvarlega þarf líka að ræða hana á þeim forsendum. Þetta er stórt og margslungið viðfangsefni. Tvær hliðar á sama peningnum En það væri líka vanhugsað að greina viðskipti með öllu frá varnarmálum. Til marks um hve milliríkjaviðskipti og varnarmál eru nátengd má lesa 2. grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins. Þar segir að aðildarríkin skuli „gera sér far um að komast hjá árekstrum í efnahagslegum milliríkjaviðskiptum sínum og hvetja til efnahagslegrar samvinnu sín á milli, hvort heldur er við einstaka samningsaðila eða alla.“ Viðskipti og varnarsamstarf haldast með öðrum orðum í hendur. Það hefur löngum verið viðtekin skoðun að frjáls viðskipti skapi hagsæld og að hagsæld leiði til friðsældar. Svarið við spurningu Sigurðar Kára um það hvenær aðild að tollabandalagi teljist til brýnna öryggishagsmuna er: Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd – jafnvel í samskiptum vinaþjóða. Þegar viðskiptaaflsmunum er beitt til þess að hafa áhrif á utanríkisstefnu eða innanríkismál sjálfstæðra ríkja þá er þörf á að ganga í viðskiptabandalag. Fyrir smáríki sem eiga mikið undir alþjóðaviðskiptum er það brýn nauðsyn. Til dæmis þegar tollum er beitt til þess að grafa undan fullveldisrétti þjóða yfir landsvæði. Þegar tollum er beitt til þess að sundra samstöðu ríkja um að verja fullveldi vinaþjóða. Þegar tollum er beitt til þess að hafa áhrif á hvaða þjóðir eigi í viðskiptum sín á milli. Almennt séð þegar tollum er beitt til þess að grafa undan sjálfstæðri utanríkisstefnu þjóða. En líka þegar tollum er beitt til þess að hafa áhrif á dómaframkvæmd í fullvalda ríkjum. Eða þegar tollum er hótað til að hafa áhrif á þróun samkeppnisreglna, reglna um persónuvernd o.s.frv. Almennt séð þegar tollum er beitt til þess að hafa áhrif á sjálfstæði þjóða um innanríkismál. Allir sem standa frammi fyrir hótunum um tollastríð, eða hafa orðið fyrir árásum af þeim toga, hljóta að velta því alvarlega fyrir sér hvort bandalög með líkt þenkjandi þjóðum geti eflt viðskiptalegar varnir þeirra og efnahagslegt sjálfstæði sem aftur er grundvöllur fullveldis og pólitísks sjálfstæðis. Allir. Þessir varnarhagsmunir snúast ekki um hugsanlegar ógnir af hernaðarlegum toga sem gætu raungerst í fjarlægri framtíð. Þetta er spurning um veruleika sem blasir við okkur og varðar hagsmuni okkar allra frá degi til dags. Þetta er spurning um brauð og smjör fremur en byssur og skotfæri. Þetta er spurning um að standa vörð um lífskjör og hagsæld venjulegs fólks. Forsjálni eða fortíðarþrá Forsætisráðherra Kanada, Mark Carney, lýsti þessum nýja veruleika í Davos fyrir skemmstu og talaði um rof hinnar gömlu heimsmyndar, sem einkenndist um áratugaskeið af viðleitni til þess að efla friðsamlega samvinnu þjóða með viðskiptum á grundvelli laga og reglu. Fyrrverandi forseti Íslands sagði á sömu lund í sjónvarpsviðtali nýverið að stjórnkerfi Bandaríkjanna, hins leiðandi afls í þessari veröld sem var, hafi fengið nýtt stýriforrit. Þar séu ekki sömu gildin höfð að leiðarljósi og áður. Þau skipti hreinlega ekki máli lengur. Hann talaði með afgerandi hætti um það að við þyrftum öll að horfast í augu við þennan nýja veruleika. Við slíkar aðstæður hlýtur sú krafa að hvíla á þeim, sem hvað ötulast hafa talað fyrir viðskiptafrelsi og af hvað mestri ákefð gegn pólitískum afskiptum af efnahagslífinu, að gera grein fyrir því með sannfærandi hætti hvernig þau sjá fyrir sér að tryggja þessar grunnforsendur hagsældar á næstu árum og til framtíðar – eða útskýra hvers vegna þessi markmið og gildi eigi ekki lengur við. Það ber raunar vott um átakanlegan skort á ímyndunarafli að bregðast við þeim umskiptum sem nú eiga sér stað í heiminum með því einu að horfa til afreka okkar á lýðveldistímanum – til þeirra aðferða sem reyndust okkur heilladrjúgar frá síðari heimstyrjöld – í veröld sem var en er ekki lengur. Höfundur situr í stjórn Evrópuhreyfingarinnar.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun