Keyrt á hóp fólks í Liverpool
Karlmaður var handtekinn í Liverpool í Bretlandi eftir að keyrt var á hóp fólks sem tók þátt í skrúðgöngu, í tilefni þess að Liverpool varð Englandsmeistari í knattspyrnu. Fregnir af slysinu eru óljósar en mörg þúsund tóku þátt í göngunni. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út rétt eftir klukkan sex að staðartíma og er mikið viðbragð á staðnum.