Maðurinn í Liverpool handtekinn
Maðurinn sem sakaður er um að hafa ekið inn í þvögu fólks í Liverpool í Englandi í gær, hefur verið formlega handtekinn. Hann er sakaður um morðtilraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Rúmlega fimmtíu voru flutt á sjúkrahús eftir atvikið í gær en ellefu eru þar enn.