Vatnsskortur á Gasa
Ákvörðun ísraelskra stjórnvalda um að loka á aðgang íbúa Gasastrandar að rafmagni hefur skert aðgang að vatni. Lokað var á rafmagn á sunnudag og vikuna þar á undan var flæði neyðaraðstoðar stöðvað. Aðgerðum virðist ætlað að þrýsta á leiðtoga Hamas að framlengja fyrsta fasa vopnahlés, sem samþykkt var í janúar, en þeim fasa lauk fyrir tveimur vikum.