Skemmdarverk og slagsmál á heimavelli hamingjunnar
Stuðningsmenn Bröndby efndu til slagsmála og unnu skemmdarverk á Víkingsvellinum í gærkvöldi. Lögreglan beitti piparúða til að vísa þeim út af vellinum en stuðningsmennirnir héldu áfram að leita að slagsmálum.