Artúr bjargar jólunum

Artúr bjargar jólunum er stórskemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna sem afhjúpar loksins leyndarmálið sem öll börn hafa velt fyrir sér; hvernig í ósköpunum fara jólasveinarnir að því að afhenda allar þessar gjafir á einni nóttu? Skýringin felst í úthugsuðu skipulagi og hátæknivæddri starfsemi, sem er vel falin fyrir okkur hinum. Þar er í aðalhlutverki fjölskylda sem fer sífellt á kostum í góðlátlegum deilum og valdabaráttu milli ólíkra kynslóða. Það er sonurinn Artúr sem fær óvænt upp í hendurnar óendanlega mikilvægt verkefni sem verður að klára áður en jólin renna upp. Artúr greyið er aðallega þekktur fyrir klaufaskap en þarf nú að sýna hvað í honum býr. Artúr bjargar jólunum er sýnd með íslensku og ensku tali, í þrívídd og tvívídd.

Kvikmyndin inniheldur jólalagið "Santa Claus is Coming To Town" með Justin Bieber, af nýju plötunni hans "Under the Mistletoe". Á undan myndinni fá gestir að sjá nýtt myndband við lagið og á þrívíddarútgáfu myndarinnar er myndbandið einnig í þrívídd.

Aðahlutverk í íslenskri talsetningu: Ævar Þór Benediktsson, Arnar Jónsson, Harald G. Haraldsson, Hanna María Karlsdóttir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Sveinn Þórir Geirsson, Víðir Guðmundsson og Agnes Líf Ásmundsdóttir.

10134
02:31

Næst í spilun: Erlendar kvikmyndir

Vinsælt í flokknum Erlendar kvikmyndir