Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Sjaldan sést eins grænt gras í febrúar

    Hægt væri að spila í dag á hybrid-grasvelli FH ef marka má formann félagsins. Hvort Kaplakrikavöllur verður klár fyrir fyrsta heimaleik þann 20. apríl þarf tíminn að leiða í ljós en nýi völlurinn er til taks ef svo er ekki.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Blikar horfa út fyrir land­steinana

    Breiðablik er í þann mund að semja við tvo leikmenn frá Skandinavíu sem munu leika með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Annar er Dani sem spilaði síðast í Færeyjum og hinn er norskur framherji sem hefur nær eingöngu spilað í heimalandinu.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Vilja breyta reglum eftir mál Arnars

    Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1993 | Hinir ósnertanlegu

    ÍA varð Íslandsmeistari með gríðarlegum yfirburðum 1993 og vann bikarkeppnina að auki. Skagamenn jöfnuðu stigamet og fjölga þurfti leikjum um níu til að markamet þeirra yrði slegið. ÍA kórónaði svo frábært tímabil með glæstum sigri á Hollandsmeisturum Feyenoord þar sem Ólafur Þórðarson skoraði frægt skallamark.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Tíu bestu liðin (1984-2023): FH 2005 | Skrifað í sögu stórum stöfum

    FH varð Íslandsmeistari annað árið í röð undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. FH-ingar höfðu gríðarlega yfirburði í deildinni, unnu fyrstu fimmtán leiki sína og tryggðu sér titilinn með sigri á sínum helsta andstæðingi. Tryggvi Guðmundsson og Auðun Helgason sneru heim með sannkölluðum glæsibrag og áttu frábært tímabil.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Tíu bestu liðin (1984-2023): Víkingur 2023 | Héldu á­fram að skína

    Víkingur vann tvöfalt í annað sinn á þremur árum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Víkingar höfðu gríðarlega yfirburði í deildinni, unnu fyrstu átta leiki sína, fengu bara tvö mörk á sig í þeim og urðu Íslandsmeistarar þegar fjórar umferðir voru eftir. Þeir fengu ellefu stigum meira en næsta lið. Víkingur varð einnig bikarmeistari fjórða sinn í röð.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1995 | Scania og Ferrari á Skaganum

    ÍA varð Íslandsmeistari fjórða árið í röð og jafnaði stigamet liðsins frá því tveimur árum áður. Skagamenn unnu fyrstu tólf leiki sína og unnu deildina með fjórtán stiga mun. Ólafur Þórðarson var í aðalhlutverki fyrri hluta tímabilsins en seinni hlutann stal Arnar Gunnlaugsson fyrirsögnunum og hirti gullskóinn þrátt fyrir að spila bara sjö deildarleiki.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Tíu bestu liðin (1984-2023): Fram 1988 | Ó­kleifur hamarinn

    Fram varð Íslandsmeistari 1988, í annað sinn á þremur árum, með fáheyrðum yfirburðum og setti stigamet sem stendur enn í tíu liða deild með þriggja stiga reglunni. Fram-vörnin óvinnandi vígi og Birkir Kristinsson hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Framar á vellinum voru Pétur Ormslev og Guðmundur Steinsson aðalmennirnir.

    Íslenski boltinn