Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Nomadland sópaði til sín BAFTA verð­launum

Kvikmyndin Nomadland er sögð sigurvegari BAFTA verðlaunanna en síðara kvöld verðlaunaafhendinga hátíðarinnar fór fram í kvöld. Kvikmyndin hlaut fern verðlaun, besta kvikmyndin, besta aðalleikkonan, besti leikstjóri og besta kvikmyndun.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Uppgefinn Víðir grætur í heimildarmynd um Covid-19

Víðir Reynisson fellir tár, Þórólfur Guðnason lýsir martröð og Katrín Jakobsdóttir talar um hættuástand í fyrstu stiklunni sem nú hefur verið birt upp úr heimildaþáttaröðinni Stormur sem fjallar um baráttuna við heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Netflix birtir fyrstu myndirnar úr Kötlu

Bandaríska streymisveitan Netflix birtir í dag fyrstu myndirnar úr íslensku þáttaröðinni Kötlu en Katla er fyrsta íslenska þáttaröðin sem framleidd er fyrir streymisveituna. Leikstjórar þáttanna er Baltasar Kormákur, Börkur Sigthorsson og Thora Hilmarsdóttir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Avatar aftur á toppinn

Kvikmyndin Avatar frá árinu 2009 er aftur orðin arðbærasta kvikmynd sögunnar, eftir að hún var nýverið endursýnd í kvikmyndahúsum í Kína. Avengers: Endgame hafði tekið efsta sætið af Avatar sumarið 2019.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fyrsta stiklan úr Vegferð

Vegferð er sex þátta sería sem hefur göngu sína á Stöð 2 á páskadag, þann 4. apríl. Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson fara með aðalhlutverk í þáttunum.

Lífið
Fréttamynd

Harry Shear­er hættur að ljá Dr Hibbert rödd sína

Bandaríski leikarinn Harry Shearer er hættur að ljá lækninum Dr. Julius Hibbert rödd sína í þáttunum um Simpsons-fjölskylduna. Shearer hefur talað fyrir Dr. Hibbert í þáttunum í rúma þrjá áratugi, en aðstandendur þáttanna hafa nú tilkynnt að leikarinn Kevin Michael Richardson muni framvegis tala fyrir lækninn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bachelor-stjórnandi dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni

Chris Harrison, stjórnandi hinna vinsælu raunveruleikasjónvarpsþátta The Bachelor, hefur ákveðið að stíga tímabundið til hliðar. Ástæðan er sú að hann hefur verið harðlega gagnrýndur eftir að hann varði Rachael Kirkconnell, einn keppanda þáttanna, sem sökuð hefur verið um kyþáttafordóma.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Úr fókus, í fókus

Þegar kemur að kvikmynda- og dagskrárgerð á Íslandi þá erum við með þeim fremstu í flokki við að finna góðar og skapandi lausnir.

Skoðun
Fréttamynd

Gera kvikmynd úr bók Arnaldar

Íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm og hið þýska Splendid Film vinna nú að kvikmyndinni Operation Napoleon. Myndin er byggð á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, Napóleonsskjölunum, sem kom út árið 1999.

Bíó og sjónvarp