
Skoraði 30 stig handarbrotinn
Cedric Isom, leikmaður Þórs í körfubolta, verður frá næstu 4-6 vikurnar að minnsta kosti þar sem hann er með brotið bein í handarbaki.
Cedric Isom, leikmaður Þórs í körfubolta, verður frá næstu 4-6 vikurnar að minnsta kosti þar sem hann er með brotið bein í handarbaki.
Nú er komið jólafrí í Iceland Express deildinni og mótið hálfnað eftir að 11. umferðinni lauk með þremur leikjum í kvöld.
Þrír fyrstu leikirnir í 11. umferð Iceland Express deild karla í körfubolta fóru fram í kvöld.
„Það stóð alls ekki til að fara strax aftur í þjálfun. Þetta kom fljótt upp og ég skellti mér á þetta," sagði Teitur Örlygsson í viðtali við útvarpsþáttinn Skjálfanda á X-inu. Teitur hefur verið ráðinn þjálfari Stjörnunnar.
Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samið við Teit Örlygsson um að taka við þjálfun félagsins. Frá þessu er greint á heimasíðu Garðabæjarliðsins.
Mikið var um frábær tilþrif í Stjörnuleik KKÍ sem fór fram á Ásvöllum í gær. Á vef Körfuknattleikssambandsins má sjá myndbönd úr skotkeppninni og troðkeppninni svo eitthvað sé nefnt.
Troðkóngurinn Jason Dourisseau var kjörinn maður Stjörnuleiksins í dag þegar úrvalslið Iceland Express deildarinnar vann nauman sigur á íslenska landsliðinu 113-111.
Gamla kempan Guðjón Skúlason sýndi og sannaði í dag að hann hefur engu gleymt þegar kemur að langskotunum. Guðjón sigraði með yfirburðum í þriggja stiga skotkeppninni í Stjörnuleiknum.
KR-ingurinn Jason Dourisseau hjá KR varð í dag troðkóngur á Stjörnuleik KKÍ.
Úrvalslið Iceland Express sem munu mæta landsliðum karla og kvenna í Stjörnuleikjum KKÍ 2008 á Ásvöllum á laugardag hafa verið valin.
Friðrik Ragnarsson, þjálfari körfuboltaliðs Grindavíkur, tók upp á því að spila gegn liði sínu í Subway-bikarnum í gær. Friðrik lék með Grindavík B og skoraði 18 stig á lærisveina sína.
Það verður athyglisverð bikarviðureign í kvöld þegar Grindavík leikur á móti Grindavík B í innanbæjarslag. Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, mun leika gegn lærisveinum sínum í leiknum.
"Að sjálfssögðu er þetta leiðinlegt, því auðvitað vill maður reyna að snúa þessu við, en þeir vildu ekki gefa tækifæri til þess," sagði Bragi Magnússon sem var í gærkvöld leystur undan samningi við Stjörnuna.
Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að segja upp samningi við þjálfarann Braga Magnússon þar sem gengi liðsins í vetur hafi ekki verið í samræmi við væntingar.
Margar af bestu þriggja stiga skyttum Íslandssögunnar verða samankomnar á Ásvöllum á laugardaginn til að taka þátt í skotkeppninni í kring um Stjörnuleiki KKÍ.
Það verður mikið um dýrðir á Stjörnuleikjum KKÍ sem fram fara á Ásvöllum í Hafnarfirði á laugardaginn.
Skallagrímsmenn hafa ákveðið að skipta um leikstjórnanda, en Miroslav Andonov hefur alls ekki staðið undir væntingum síðan hann kom til liðisins.
Þrír leikir voru á dagskrá í Iceland Express deild karla í kvöld. ÍR vann fimmta leikinn í röð þegar það skellti Þór á heimavelli sínum 92-77.
Staðan á toppi Iceland Express deildar karla í körfubolta breyttist ekki í kvöld þegar þrír fyrstu leikirnir í tíundu umferð voru spilaðir.
Körfuknattleikssambandið hefur tilkynnt að sigurvegarinn í troðkeppninni í stjörnuleiknum þann 13. desember muni fá 75 þúsund krónur í verðlaun.
Sigurður Ingimundarson og Ágúst Björgvinsson, þjálfarar karla- og kvennalandsliðanna í körfubolta, hafa valið liðin sem mæta úrvalsliðunum í stjörnuleikjum KKÍ sem fram fara á Ásvöllum 13. desember.
Þrír leikir voru í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Grindvíkingar halda áfram að fylgja toppliði KR en Grindavík vann Snæfell 93-81 á heimavelli sínum í kvöld.
Níunda umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta hófst með þremur leikjum í kvöld.
Topplið Hauka og Hamars unnu leiki sína í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag þegar fjórir leikir voru á dagskrá.
Pálmi Þór Sævarsson, fyrirliði Skallagríms, verður frá út janúar að minnsta kosti þar sem hann er með slitna sin undir ilinni.
Í dag var dregið í 16-liða úrslit í Subway bikarnum í körfubolta karla og kvenna.
Nokkrir leikir fóru fram í Subway bikarnum í körfubolta í kvöld. Úrvalsdeildarliðin Stjarnan, Tindastóll og Skallagrímur unnu sína leiki og tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitunum.
KR vann í kvöld útisigur á Snæfelli 79-73 í 32-liða úrslitum Subway bikarsins í körfubolta, en fimm leikir voru á dagskrá í keppninni.
Sex leikir fara fram í 32-liða úrslitum Subway bikarsins í körfubolta í kvöld. Til stendur að leikur Snæfells og KR verði sýndur beint á KR-TV.
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að deildin hafi ekki greitt skatta og launatengd gjöld af launum Damon Bailey er hann var á mála hjá félaginu árið 2005.