Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 101-104 | Keflvíkingar stálu stigunum í lokin Keflavík hafði sigur gegn Þór í Þorlákshöfn í virkilega skemmtilegum körfuboltaleik. Körfubolti 16. október 2015 21:45
Körfuboltakvöld: Helena hefur allt Strákarnir í Dominos körfuboltakvöldinu á Stöð 2 Sport skoðuðu frammistöðu Helenu Sverrisdóttur og Margrétar Köru Sturludóttur í Dominos-deild kvenna í gær. Körfubolti 15. október 2015 08:00
Valur vann fjögurra stiga sigur á Keflavík Karisma Chapman átti stórleik fyrir Val og skoraði 36 stig. Körfubolti 14. október 2015 21:08
Bein útsending: Dominos-Körfuboltakvöld | Hitað upp fyrir veturinn Lesendur Vísis geta horft á fyrsta þátt Dominos-Körfuboltakvölds Stöðvar 2 Sports í beinni á Vísi. Körfubolti 14. október 2015 20:45
Systur og fyrrum liðsfélagar mætast í beinni í kvöld Dominos-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld en sex af sjö liðum deildarinnar spila þá sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu 2015-16. Körfubolti 14. október 2015 15:00
Gunnhildur aftur með og Snæfell burstaði Grindavík | Myndir Íslandsmeistarar Snæfells eru meistarar meistaranna annað árið í röð eftir sannfærandi 34 stiga sigur á Grindavík, 79-45, í Meistarakeppni kvenna í Stykkishólmi í kvöld. Körfubolti 11. október 2015 21:29
Alltaf verið í leiðtogahlutverki Helena Sverrisdóttir vann sinn fyrsta titil sem spilandi þjálfari Hauka er liðið vann Lengjubikar kvenna eftir stórsigur á Keflavík í úrslitaleik. Körfubolti 5. október 2015 06:30
Haukakonur Lengjubikarmeistarar eftir sigur á Keflavík Haukakonur urðu í dag Lengjubikarmeistarar 2015 eftir að hafa lagt Keflavík að velli í úrslitum á Selfossi 70-47. Náðu þær forskotinu strax í fyrsta leikhluta og voru komnar með átján stiga forskot í hálfleik. Körfubolti 3. október 2015 16:45
Keflavíkurkonur með yfir 80 prósent mætingu í úrslitaleikina Kvennalið Keflavíkur og Hauka tryggðu sér í gær sæti í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í körfubolta og mætast í úrslitaleiknum í Iðu á Selfossi á morgun. Körfubolti 2. október 2015 14:15
Haukakonur gerðu út um leikinn í öðrum leikhluta Hin 17 ára gamla Sylvía Rún Hálfdánardóttir stal senunni í öruggum sigri Hauka á Grindavík í undanúrslitum Fyrirtækjabikarsins í körfubolta. Körfubolti 1. október 2015 22:30
Góður fjórði leikhluti Keflvíkinga gerði útslagið Góður fjórði leikhluti gerði útslagið í 80-76 sigri Keflavíkur á Val í undanúrslitum Fyrirtækjabikars kvenna í kvöld en Keflavík sneri leiknum sér í hag í lokaleikhlutanum. Körfubolti 1. október 2015 20:15
Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport: Leikur í beinni og uppgjörsþáttur eftir hverja umferð Umfjöllun um Dominos-deildirnar í körfubolta stóraukin á Stöð 2 Sport í vetur. Körfubolti 30. september 2015 13:30
KKÍ hætti við að halda Lengjubikarsúrslitin á Króknum Úrslitaleikir Lengjubikarsins í körfubolta fara ekki fram á Sauðárkróki eins og áður hafði verið tilkynnt. KKÍ hefur fært keppni hinna fjögurra fræknu á suðvesturhornið þaðan sem öll átta liðin koma. Körfubolti 30. september 2015 12:30
Valskonur slátruðu Fjölni | Úrslit kvöldsins Valskonur slátruðu Fjölni í Fyrirtækjabikar kvenna í körfuknattleik í kvöld en heldur meiri spenna var í leik Grindavíkur og Snæfells. Körfubolti 28. september 2015 22:15
Ægir með 24 stig í sigri KR Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í körfubolta í kvöld. Körfubolti 24. september 2015 22:26
Liðsfélagarnir sungu afmælissöng fyrir hana rétt fyrir leik | Myndband Það stefnir í skemmtilegan vetur hjá kvennaliði Hauka og stelpurnar ætla að gera sitt í því að skemmta sér og öðrum. Körfubolti 22. september 2015 22:15
Ekki er allt sem sýnist hjá kvennaliði Grindavíkur Grindavíkurkonur hafa unnið tvo flotta sigra í tveimur fyrstu leikjum sínum í Fyrirtækjabikar KKÍ og athygli hefur vakið að Stefanía Helga Ásmundsdóttir hefur verið stigahæsti leikmaður liðsins í báðum leikjum. Það er hinsvegar ekki allt sem sýnist. Körfubolti 21. september 2015 22:30
Systurnar með svaka tölur í stórum sigrum sinna liða | Úrslit kvöldsins og myndir Systurnar Helena Sverrisdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir leiddu sín lið til sigurs í Fyrirtækjabikar kvenna í kvöld en báðar áttu þær flottan leik með sínum liðum. Körfubolti 21. september 2015 21:34
Árni Þór verður ekki með Hamarsstelpurnar í vetur Árni Þór Hilmarsson verður ekki þjálfari kvennaliðs Hamars í Dominos-deild kvenna í körfubolta í vetur eins og stefnan var en það kemur fram að heimasíðu félagsins að Árni Þór hafi látið af störfum af persónulegum ástæðum. Körfubolti 21. september 2015 16:00
Grindvíkingar í felum fram að móti? Grindvíkingar hafa þegar spilað þrjá leiki í Fyrirtækjabikar karla í körfubolta en engar upplýsingar eru samt til á heimasíðu KKÍ um frammistöðu leikmanna liðsins í þessum þremur leikjum. Körfubolti 18. september 2015 10:30
Bara að vera með góða leikmenn dugar ekki lengur Aðeins sjö lið keppa í Dominos-deild kvenna í vetur og fellur ekkert lið að mótinu loknu. Eftir að KR dróg lið sitt úr keppni höfnuðu tvö lið sæti í deild þeirra bestu. Körfubolti 15. september 2015 06:00
Ekkert lið fellur úr Dominos-deild kvenna í vetur | Aðeins 7 lið skráð til leiks Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kom fram að aðeins sjö lið myndu taka þátt í Dominos-deild kvenna í vetur og að ekkert lið myndi falla úr deildinni í vor. Körfubolti 14. september 2015 10:45
Valur fær tvo leikmenn frá KR Lið Vals í Domino's deild kvenna barst góður liðsstyrkur í gær þegar Bergþóra Holton Tómasdóttir og Dagbjört Dögg Karlsdóttir skrifuðu undir samninga við félagið. Körfubolti 1. september 2015 16:45
Björg fylgir Helgu til Grindavíkur Körfuboltakonan Björg Guðrún Einarsdóttir er gengin í raðir Grindavíkur frá KR og mun leika með Suðurnesjaliðinu í Domino's deild kvenna í vetur. Körfubolti 27. ágúst 2015 12:00
LeLe Hardy spilar í Finnlandi í vetur LeLe Hardy, einn allra sterkasti erlendi leikmaður sem hefur spilað hér á landi, mun leika í Finnlandi í vetur að því er fram kemur á Karfan.is. Körfubolti 26. ágúst 2015 19:15
Björn hættur með KR-konur Björn Einarsson mun ekki þjálfa kvennalið KR í körfubolta á næsta tímabili eins og til stóð. Körfubolti 26. ágúst 2015 08:00
Helga Einarsdóttir til Grindavíkur Helga Einarsdóttir, fyrrum fyrirliði Grindavíkur, hefur ákveðið að skrifa undir samning við Grindavík og spila með liðinu í Dominos-deild kvenna á komandi tímabili. Körfubolti 25. ágúst 2015 17:00
Helga Einarsdóttir: Vantaði metnaðinn hjá öllum KR-ingum Helga Einarsdóttir, fráfarandi fyrirliði kvennaliðs KR í körfubolta, var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag en stjórn körfuknattleiksdeildar KR hefur ákveðið að draga kvennaliðið úr keppni í Dominos-deild kvenna á komandi tímabili. Körfubolti 25. ágúst 2015 17:00
Óvíst hvort annað lið fái sæti KR í efstu deild Eins og fram kom á Vísi í gær þá hefur kvennalið KR ákveðið að draga sig úr keppni í Dominos-deild kvenna í vetur. Körfubolti 25. ágúst 2015 10:00
KR segir sig úr keppni í Dominos-deildinni Kvennalið KR verður ekki með í Dominos-deild kvenna á komandi vetri en stjórn körfuknattleiksdeildar KR ákvað í kvöld að segja sig úr keppni. Körfubolti 24. ágúst 2015 23:09