Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Sýknuð af 2,3 milljarða kröfu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Þórð Má Jóhannesson og Sólveigu Pétursdóttur af 2,3 milljarða króna skaðabótakröfu félagsins Lyfjablóms ehf vegna stjórnarhátta í fasteignarfélaginu Gnúpi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aðstoðuðu körfuboltakempu við að bjarga bát og fá björgunarlaun

Ferðaþjónustufyrirtækið Drangeyjarferðir ehf. þarf að greiða Útgerðarfélagi Skagfirðinga 2,5 milljónir í björgunarlaun eftir að bátnum Hafsól SK-96 var bjargað frá altjóni við Drangey á síðasta ári. Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði körfuknattleiksliðs Tindastóls og starfsmaður Drangeyjarferða, lék lykilhlutverk í björgun bátsins ásamt áhöfn útgerðarfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtugar hollenskar konur neita sök í kókaínmáli

Tvær rúmlega fimmtugar hollenskar konur neita sök í máli héraðssaksóknara á hendur þeim fyrir innflutning á rúmlega kílói af kókaíni til landsins þann 29. ágúst síðastliðinn. Konurnar eru par og voru með stóran hluta efnisins innvortis.

Innlent