Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Sigldi sjö tonna skipi skakkur

Karlmaður hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að stjórna skipi til hafnar ófær um að stjórna því örugglega vegna áhrifa vana-og fíkniefna, en í blóði hans mældist kannabis. Þá stýrði hann skipinu án þess að hafa til þess gild réttindi.

Innlent
Fréttamynd

Verj­endur ó­á­nægðir með kaffi­skort

Á þriðja tug lögmanna eru saman komnir til þess að verja skjólstæðinga sína í Bankastrætis Club málinu svokallaða í veislusalnum Gullhömrum í dag. Skipuleggjendur aðalmeðferðarinnar virðast hafa gleymt að hella upp á kaffi, verjendum til mikils ama.

Innlent
Fréttamynd

Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara

Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Fá ekki að hlusta hver á annan

Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt.

Innlent
Fréttamynd

Skýrslu­tökur hefjast í veislu­sal

Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina.

Innlent
Fréttamynd

Taldi særðri dóttur sinni trú um að þau ættu í ástar­sam­bandi

Rúmlega fertugur karlmaður og barnaníðingur á suðvesturhorni landsins hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga fimmtán ára dóttur sinni ítrekað. Hann endurnýjaði kynni við dóttur sína vitandi að hann glímdi við barnagirnd. Hann þarf að greiða dóttur sinni sex milljónir króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Braut á bestu vinkonu sinni meðan hún svaf

Ungur karlmaður hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið á bestu vinkonu sinni í lok desember árið 2021. Karlmaðurinn „puttaði“ konuna og sleikti á henni kynfærin á meðan hún lá sofandi í sófanum og varð einskis vör vegna ölvunar og svefndrunga.

Innlent
Fréttamynd

Heimilis­of­beldi ekki talið brot í nánu sam­bandi

Karlmaður hefur verið dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir líkamsárásir í garð þáverandi sambýliskonu sinnar. Dómari taldi háttsemi hans ekki falla undir nýlegt lagaákvæði um brot í nánu sambandi.

Innlent
Fréttamynd

Sendu hjarta­hlý skila­boð eftir meinta skipu­lagningu hryðju­verka

Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt.

Innlent
Fréttamynd

Segir at­burða­rásina hafa þróast út í múg­æsingu

Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum.

Innlent
Fréttamynd

Rændi unga bræður á leið út í sjoppu

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. þessa mánaðar vegna gruns um að hann hafi framið átta refsiverð brot frá 27. júní síðastliðnum. Meðal brotanna er rán fimm þúsund króna af ungum bræðrum sem voru á leið út í sjoppu að kaupa sér nammi. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég er að gera það sama og áður“

„Starfsemin er enn þá í gangi á Íslandi. Þetta er það sem ég hef valið mér að gera,“ segir Catalina Ncogo sem var umtalaðasta kona landsins árið 2009 og hristi rækilega upp í íslensku samfélagi.

Innlent
Fréttamynd

Fékk skil­orðs­bundinn dóm fyrir mann­dráp af gá­leysi

Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi á Hvalfjarðarvegi í Kjós í nóvember 2021. Karlmaðurinn var ökumaður bíls sem fór út af veginum. Þrítugur karlmaður, farþegi í bílnum, lést í slysinu. Amfetamín mældist í blóði ökumannsins.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir hundruð milljóna króna skatta­laga­brot

Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi og stjórnandi Sæmarks, hefur verið ákærður í einu stærsta skattalagabroti Íslandssögunnar. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa skotið rúmum milljarði króna undan skatti með því að nota aflandsfélög. Tveir aðrir sæta einnig ákæru í málinu.

Innlent