Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það níunda varð norðan Grindavíkur í ágúst 2024.

Fréttamynd

„Þetta er nánast allt eins og við áttum von á“

Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir atburðarrás morgunsins við Svartsengi hafa verið viðbúna. Helstu vandræðin núna séu gróðureldar sem kviknað hafa út frá hrauninu og slökkviliðið berst við. Hann segir Bláa lónið ekki í hættu. 

Innlent
Fréttamynd

Hraun runnið að Grindavíkurvegi

Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu.

Innlent
Fréttamynd

Land er hætt að síga í Svarts­engi

Aflögunarmælingar undanfarna daga sýna að landsig hafi stöðvast í Svartsengi og því líklegt að flæði kviku frá dýpi inn í kvikusöfnunarsvæðið sé nú sambærilegt því sem er á yfirborði í Sundhnúksgígaröðinni.

Innlent
Fréttamynd

Hraungígur brast í morgun

Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga streymir úr barmi gígs sem brast um klukkan fimm í morgun. Hraunstreymið ógnar engum innviðum eins og stendur en grannt er fylgst með.

Innlent
Fréttamynd

Einn gígur virkur og kvikusöfnun heldur á­fram

Nýleg gögn benda til þess að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður. Gígurinn sem ennþá er virkur er staðsettur rétt við þann gíg sem gaus lengst úr í eldgosinu sem hófst 16. mars og endaði 9. maí. Land heldur áfram að síga ólíkt því sem hefur áður sést í eldgosunum á Sundhnúksgígaröðinni.

Innlent
Fréttamynd

Vinna í sex sólar­hringa til að koma raf­magni á

Allt kapp er nú lagt á að koma rafmagni aftur á í Grindavík en reiknað er með að það verði komið á síðar í vikunni. HS Veitur hóf í gærkvöldi að setja upp varatengingu til bæjarins eftir að skemmdir urðu á loftlínu við Grindavík í síðustu viku þegar að hraunflæði frá áttunda gosinu á svæðinu kveikti í loftlínu við bæinn. Unnið verður á vöktum næstu sex sólarhringa til að ljúka verkinu.

Innlent
Fréttamynd

Fylgjast grannt með nýrri sprungu innan varnar­garðanna

Veðurstofa Íslands fylgist grannt með sprungu sem opnaðist innan varnargarðanna nærri Grindavík á laugardaginn en gufa streymir frá sprungunni vegna mikils hita undir yfirborðinu. Þetta staðfestir náttúruvásérfræðingur Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Stöðugt hraunflæði til tveggja átta

Enn mallar í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Hraun flæðir úr þremur gosopum en tveimur gígum að sögn Bryndísar Ýrar Gísladóttur náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Hún segir stöðuna óbreytta. Hraun renni til tveggja átta. Frá syðri gíg rennur það til suðurs og suðvesturs eins og í síðasta gosi og frá nyrðri gíg rennur það til austurs.

Innlent
Fréttamynd

Bláa lónið opnar aftur á morgun

Bláa Lónið tekur aftur til starfa á morgun eftir að hafa lokað þegar svæðið var rýmt við upphaf eldgossins sem hófst 29. maí 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjunum.

Innlent
Fréttamynd

Rolluhótel sára­bót fyrir að missa gisti­heimilið

Útvegsbóndinn Hermann Ólafsson í Grindavík er kominn með rolluhótel skammt vestan bæjarins þar sem hann hýsir stóran hluta af sauðfé Grindvíkinga. Hann segir þetta sárabót vegna gistiheimilis sem hann neyddist til að loka vegna hamfaranna.

Innlent
Fréttamynd

Eld­gosið í beinni út­sendingu

Hér fyrir neðan má sjá vefmyndavélar Vísis sem eru staðsettar á svæðinu í kringum Sundhnúksgígaröðina. Gos hófst á svæðinu þann 29. maí síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Taka aftur við eignum í Grinda­vík eftir helgi

Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið, í samráði við Almannavarnir og Lögreglustjórann á Suðurnesjum, að halda áfram móttöku fasteigna í Grindavík strax á mánudag. Ákvörðunin er þó með þeim fyrirvara að aðstæður í bænum og við eldstöðvarnar breytist ekki til hins verra.

Innlent
Fréttamynd

Þor­valdur tekur undir goslokaspá Haraldar

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef fram heldur sem horfir virðist spámennska Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og félaga vera á réttu róli. Þeir spá goslokum í Sundhnúkagígaröðinni í júlí og þá gæti verið komið 800 ára hlé á umbrotum að sögn Þorvaldar.

Innlent
Fréttamynd

Við­hald eigna og verðmætabjörgun í Grinda­vík í dag

Mikið hefur dregið úr virkni eldgossins. Hraunrennsli er aðallega á svæðinu í kringum Hagafell. GPS mælingar sýndu að land í Svartsengi seig um fimmtán sentimetra þegar kvika hljóp þaðan í fyrradag áður en eldgosið hófst. Skjálftavirkni er lítil á svæðinu og gosórói helst nokkuð stöðugur.

Innlent
Fréttamynd

Engar breytingar í nótt

Engar verulegar breytingar urðu á eldgosinu á Reykjanesi í nótt. Skjálftavirkni á svæðinu er takmörkuð og gosórói hefur haldist nokkuð stöðugur.

Innlent
Fréttamynd

Mynda­syrpa: Vegurinn endar í hrauninu

Hraun úr eldgosinu við Sundhnúk flæddi yfir vegi á Reykjanesskaga í gær. Nýjar myndir frá Vilhelm Gunnarssyni ljósmyndara Vísis sýna hvernig Grindavíkurvegur endar í hrauninu.

Innlent
Fréttamynd

Fylgjast sér­stak­lega með hrauntjörnum sem gætu brostið fram

Hraun rennur áfram úr eldgosinu sem hófst í gær en hægt. Almannavarnir kanna í dag með drónaflugi hvar mögulega hrauntjarnir gætu verið að myndast og hvert þær gætu runnið. Vel er fylgst með öllum helstu innviðum en skyggni er erfitt vegna veðurs. Lokað er á svæðinu og inn í Grindavík. Vilji fólk sjá gosið er mælt með vefmyndavélum.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Virknin á svipuðum nótum í alla nótt

Virkni í eldgosinu sem hófst nærri Sundhnúki norðan við Grindavík upp úr hádegi í gær hefur verið á svipuðum nótum í alla nótt. Hún er enn mest á nokkrum gosopum en erfitt að fullyrða hvað þau eru mörg vegna lélegs skyggnis.

Innlent