Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Æfur Moyes vill afsökunarbeiðni frá VAR

    David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, var æfur eftir tapið fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær og krafðist þess að fá afsökunarbeiðni frá dómarayfirvöldum vegna þess að Hamrarnir fengu ekki vítaspyrnu í leiknum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Erling braut fjörutíu marka múrinn

    Erling Haaland hefur komið með beinum hætti að fjörutíu mörkum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili, það er með því að skora sjálfur eða leggja upp mark fyrir félaga sína.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tóku þeir Arsenal-liðið á taugum fyrir leik?

    Úrslitaleikur eða ekki úrslitaleikur. Það virtist vera spurningin en bara hjá einum manni. Manchester City rúllaði upp Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær og hefur nú allt í sínum höndum til að vinna enska titilinn þriðja árið í röð og í fimmta sinn á sex árum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Skilinn eftir heima eftir frekjukast

    Jonjo Shelvey, leikmaður Nottingham Forest, var settur út úr leikmannahópi nýliðanna fyrir leikinn gegn Liverpool eftir að honum var tjáð að hann yrði ekki í byrjunarliðinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Nagels­mann boðið að taka við Totten­ham

    Samkvæmt þýskum fjölmiðlum var Julian Nagelsmann, fyrrverandi þjálfara Bayern München, boðið að taka við Tottenham Hotspur eftir afhroðið gegn Newcastle United um liðna helgi. Nagelsmann afþakkaði boðið en virðist vera tilbúinn að ræða betur við félagið í sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tróð sér inn á blaða­manna­fund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leik­manna

    Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins.

    Enski boltinn