Enginn skorað jafn mikið fyrir eitt lið og Kane í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Harry Kane, framherji Tottenham og enska landsliðsins, varð í gær sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk fyrir eitt og sama liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 21. ágúst 2022 07:00
Klopp segir að Liverpool eigi að fá stigin verði stórleiknum frestað Stuðningsmenn Manchester United hafa boðað til mótmæla fyrir utan heimavöll liðsins, Old Trafford, fyrir stórleik United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi mánudag. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að sitt lið ætti að fá þrjú stig ef fresta þarf leiknum vegna mótmælanna. Enski boltinn 20. ágúst 2022 23:30
Arsenal á toppinn eftir öruggan sigur Arsenal vann afar sannfærandi 0-3 útisigur er liðið heimsótti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sigurinn lyftir liðinu í það minnsta tímabundið á topp deildarinnar. Enski boltinn 20. ágúst 2022 18:26
Zaha í stuði gegn lærisveinum Gerrards | Dramatík víða á Englandi Fjórir leikir voru á dagskrá um miðjan dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í þremur þeirra voru mörk á lokakaflanum sem skiptu sköpum. Enski boltinn 20. ágúst 2022 16:25
Mikil vonbrigði hjá bæði Jóhanni Berg og Jóni Daða Jóhann Berg Guðmundsson var í fyrsta sinn í leikmannahópi Burnley, en kom þó ekki við sögu, er liðið gerði vonbrigða jafntefli í ensku B-deildinni í fótbolta í dag. Jón Daði Böðvarsson og félagar í Bolton þurftu að þola tap. Enski boltinn 20. ágúst 2022 16:15
Á förum frá Arsenal | Hvert mark kostaði 4,5 milljónir Nicolas Pépé er sagður á leið til Nice í Frakklandi á láni frá Arsenal. Óhætt er að segja að Fílabeinsstrendingurinn hafi ekki slegið í gegn í Lundúnum. Enski boltinn 20. ágúst 2022 14:31
250. mark Kane tryggði Tottenham sigur Harry Kane skoraði sitt 250. mark fyrir Tottenham er hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Wolverhampton Wanderers í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á Tottenham-vellinum í Lundúnum. Tottenham mætti áræðið til leiks eftir hlé í kjölfar slaks fyrri hálfleiks. Enski boltinn 20. ágúst 2022 13:25
„Hann býr heima hjá mér meðan kærastan er í burtu“ Portúgalinn João Cancelo, leikmaður Manchester City, segir þá Bernardo Silva vera tengda sterkum böndum. Silva er landi hans og liðsfélagi hjá Englandsmeisturunum. Enski boltinn 20. ágúst 2022 11:30
Antony skrópaði á æfingu | United undirbýr 100 milljóna tilboð Brasilíski kantmaðurinn Antony, sem leikur með Ajax í Hollandi, vill endurnýja kynnin við Erik ten Hag, þjálfara Manchester United. Hollenskir miðlar segja hann hafa skrópað á æfingu í gær eftir að félagið hafnaði 80 milljón evra boði frá United í kappann. Enski boltinn 20. ágúst 2022 10:30
Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. Enski boltinn 20. ágúst 2022 10:01
Klopp ætlaði að hringja inn í útvarpsþátt til að láta fyrrum leikmann heyra það Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool, segist hafa verið nálægt því að hringja inn í útvarpsþátt í vikunni eftir að hann heyrði ummæli Gabriel Agbonlahor um Manchester United. Agbonlahor fór þá ófögrum orðum um erkifjendur Liverpool í Manchester United. Enski boltinn 19. ágúst 2022 23:31
Tuchel dæmdur í bann en Conte sleppur með sekt Mikill hiti var í leik Chelsea og Tottenham í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildarinnar um seinustu helgi. Eftir að leikurinn var flautaður af lenti þjálfurum liðanna, þeim Thomas Tuchel og Antonio Conte, saman með þeim afleiðingum að báðir fengu að líta rauða spjaldið. Enski boltinn 19. ágúst 2022 20:31
United og Real Madrid komast að samkomulagi um Casemiro Manchester United hefur komist að samkomulagi við Real Madrid um kaupverðið á brasilíska miðjumanninum Casemiro. United mun greiða rétt tæplega 60 milljónir punda fyrir leikmanninn. Enski boltinn 19. ágúst 2022 18:30
Dagný í tíuna líkt og uppáhaldsleikmaður hennar þegar hún var yngri Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað í treyju númer 32 síðan hún gekk í raðir enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United. Hún hefur ákveðið að breyta til og mun spila í tíunni í vetur en hennar uppáhaldsleikmaður er hún var yngri lék alltaf í treyju númer 10. Enski boltinn 19. ágúst 2022 16:31
Klopp: Auðveldari aðstæður fyrir mig en fyrir Ten Hag Jürgen Klopp mætir Erik ten Hag í fyrsta sinn í enska boltanum á mánudaginn þegar Liverpool heimsækir Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 19. ágúst 2022 13:30
Luis Suárez varar Darwin Nunez við: Þetta á eftir að verða verra Luis Suárez var frábær í búningi Liverpool en það gekk einnig mikið á hjá honum þann tíma sem hann spilaði á Anfield. Nú var landi hans Darwin Nunez fljótur að koma sér í vandræði. Enski boltinn 19. ágúst 2022 10:30
Ólíklegt að Man. Utd nái að klára Casemiro fyrir Liverpool leikinn Það virðist fátt ætla að koma í veg fyrr það að brasilíski miðjumaðurinn Casemiro taki tilboði enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United og að Real Madrid sé tilbúið að selja hann. Enski boltinn 19. ágúst 2022 08:46
Leicester neitar að selja sína bestu menn þrátt fyrir gylliboð Chelsea og Newcastle Tveir af betri leikmönnum enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City hafa verið orðaðir við Chelsea annars vegar og Newcastle United hins vegar. Leicester neitar hins vegar að selja þó félögin séu tilbúin að greiða morðfjár fyrir leikmennina. Enski boltinn 19. ágúst 2022 07:32
Mike Dean viðurkennir mistök í stórleik Chelsea og Tottenham Myndbandsdómarinn Mike Dean viðurkennir að hann hafi gert stór mistök í aðdraganda seinna jöfnunarmarks Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Cristian Romero reif Marc Cucurella niður á hárinu. Enski boltinn 19. ágúst 2022 07:01
Real Madrid opnar á möguleikann að Casemiro fari til United Spænska stórveldið Real Madrid virðist vera opið fyrir því að leyfa brasilíska miðjumanninum Casemiro að fara til Manchester United ef félagið er tilbúið að greiða yfir 60 milljónir punda fyrir leikmanninn. Enski boltinn 18. ágúst 2022 23:31
Nottingham Forest gæti borgað 7,4 milljarða fyrir 22 ára leikmann Úlfanna Nýliðar Nottingham Forest hafa samþykkt að borga 44,5 milljónir punda fyrir Morgan Gibbs-White, miðjumaður Wolves. Enski boltinn 18. ágúst 2022 16:30
Arsenal fær sænska landsliðskonu frá Juventus Lina Hurtig verður ekki samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Juventus í vetur þar sem hún hefur ákveðið að söðla um og semja við Arsenal. Enski boltinn 18. ágúst 2022 15:30
Útskýrir áhuga landeiganda á Íslandi á því að eignast Manchester United Manchester United þarf á nýjum eigendum að halda. Því eru flestir sammála um nema kannski núverandi bandarískir eigendur. Nýjustu fréttir af hugsanlegum kaupanda ættu að gleðja stuðningsmenn félagsins en einn af aðalfréttamönnum Sky Sports útskýrði áhuga ríkasta manns Bretlandseyja að félaginu. Enski boltinn 18. ágúst 2022 09:31
Atlético neitaði rúmlega átján milljarða tilboði Man United í Félix Atlético Madríd afþakkaði pent tilboð Manchester United í Portúgalann João Félix. Tilboðið hljóðaði upp á 130 milljónir evra eða rúmlega 18 milljarða íslenskra króna. Atlético keypti leikmanninn af Benfica árið 2019 á 113 milljónir evra. Enski boltinn 18. ágúst 2022 08:01
West Ham kaupir þýskan landsliðsmann af PSG West Ham staðfesti í dag félagaskipti Thilo Kehrer frá franska félaginu PSG. Leikmaðurinn kemur til London fyrir rúmar 10 milljón punda. Enski boltinn 17. ágúst 2022 22:00
Louis Saha krefur The Sun um að hætta að nota nafnið sitt Louis Saha, fyrrum framherji, Manchester United hefur beðið breska blaðið Sun um að hætta að nota nafnið sitt í tengslum við kynferðisafbrotarmál Benjamin Mendy. Fótbolti 17. ágúst 2022 20:45
Ríkasti maður Bretlands vill kaupa Manchester United Sir Jim Ratcliffe hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa Manchester United og losa félagið undir krísunni sem það er í undir Glazer fjölskyldunni. Enski boltinn 17. ágúst 2022 20:00
Stuðningsmenn Man Utd ætla að mótmæla fyrir leikinn gegn Liverpool Boðað hefur verið til mótmæla á meðal stuðningsmanna Manchester United fyrir stórleikinn næsta mánudag gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Mótmælin munu fara fram fyrir utan leikvang liðsins, Old Trafford. Enski boltinn 17. ágúst 2022 19:31
Glazer-fjölskyldan til í að selja hlut í Man. Utd Eigendur Manchester United, hin bandaríska Glazer-fjölskylda, hafa rætt um það að fá inn nýjan hluthafa en vilja þó ekki missa meirihlutastöðu sína. Enski boltinn 17. ágúst 2022 14:57
Man United íhugar að fá Pulisic á láni Forráðamenn Manchester United halda áfram að draga nöfn upp úr hatti og íhuga hvort félagið ætti að reyna sækja þann leikmann sem kemur upp hverju sinni. Enski boltinn 17. ágúst 2022 13:00