

Eurovision
Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Bashar keppir með hjálp Hatarastrákanna
Palestínski söngvarinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppninni með lagi sem var meðal annars samið af liðsmönnum úr hljómsveitinni Hatara sem keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2019.

„Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“
Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision.

Deilan um þátttöku Íslands í Eurovision harðnar
Á Ísland að sniðganga Eurovision? Kiknar RÚV undan þrýstingi og hættir við þátttöku? Breytist allt með þátttöku Palestínumanns í Söngvakeppninni? Kristín Ólafsdóttir fer yfir Eurovision-deiluna með góðum gestum í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14.

„Heilaþvotturinn“ náð lengra í alþjóðlegu grúppunum
Eurovision-senan á Íslandi hefur logað síðustu vikur vegna þátttöku Ísraels í keppninni í maí. Umdeild tilkynning Ríkisútvarpsins í vikunni blés nýju lífi í umrótið. Við tókum púlsinn á gallhörðum Eurovision-aðdáanda í Íslandi í dag og fórum yfir pólitíkina sem löngum hefur gegnsýrt hina „ópólitísku“ söngvakeppni.

Ísland í annað sæti í Eurovision veðbönkum
Íslandi er nú spáð öðru sæti í Eurovision söngvakeppninni af veðbönkum. Ísland heldur því áfram að skjótast upp í veðbönkum en fyrir örfáum dögum var landinu spáð 18. til 20. sæti.

Magnús Jónsson er sá sem dró sig út úr Júróinu
Aðeins einn hefur dregið framlag sitt til baka úr Eurovision eða Sönglagakeppni Ríkisútvarpsins. Sá er Magnús Jónsson sem meðal annars hefur verið kenndur við Gus Gus.

Íslandi nú spáð þriðja sæti í Eurovision
Íslandi er nú spáð þriðja sæti í Eurovision, sem fer fram í Malmö í Svíþjóð 7. til 9. maí næstakomandi. Það er stökk úr 18. sæti frá því í gær og má rekja stökkið til frétta af því að hinn palestínski Bashar Murad taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins.

Ísland tók stökk í Eurovision-veðbönkum
Ísland tók stökk í Eurovision-veðbönkum í gær og er nú spáð sjöunda sæti. Fyrir það hafði Íslandi verið spáð 18. og 20. sæti.

Ákvörðun RÚV „skrípaleikur“ og „fáránleg“
Íslendingar vilja margir hverjir að Ísland taki ekki þátt í Eurovision vegna þátttöku Ísraels í keppninni. Palestínumaður mun taka þátt í undankeppninni hér á landi í næsta mánuði.

Palestínumaðurinn Bashar Murad keppir í Söngvakeppninni
Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins. Murad er landsmönnum kunnugur en hann gaf út lag með hljómsveitinni Hatara, eftir Eurovision ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv árið 2019.

Grunar að palestínskur söngvari keppi í Söngvakeppninni
Tónlistarkonuna Ágústu Evu Erlendsdóttur grunar að palestínskur tónlistarmaður taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Það sé ástæða þess að Ríkisútvarpið ætli ekki að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision fyrr en niðurstöður Söngvakeppninnar liggja fyrir. Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad hefur verið nefndur sem keppandi.

Viðbrögð við Júró-útspili RÚV: „Galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann
Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að bíða þar til eftir Söngvakeppni sjónvarpsins um að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision í Svíþjóð hefur fallið misvel í kramið hjá landsmönnum. Margir segja þetta útspil galið og vinsælla væri ef Söngvakeppnin væri haldin án möguleika á að fara til Svíþjóðar.

Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar
Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera.

„Þetta er hálft skref í rétta átt“
Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls.

Ákveða sig eftir Söngvakeppnina
Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí.

„Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“
Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni.

Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision
Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Malmö í ár. Þetta er ákvörðun skipuleggjenda keppninnar í Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU).

Hatari skorar á skipuleggjendur Eurovision
Hljómsveitarmeðlimir í Hatara skora á skipuleggjendur Eurovision söngvakeppninnar að meina Ísraelsmönnum um þátttöku í keppninni í ár.

„Ég vona að þessir strákar fái extra knús“
Söngkonan María Ólafsdóttir segir það stinga sig að horfa upp á algjör niðurbrot á samfélagsmiðlum á stundum líkt og í kvöld, þar sem karlalandslið Íslands í handbolta tapaði örugglega gegn liði Ungverjalands á EM í handbolta.

Finnskir tónlistarmenn hvetja til sniðgöngu Eurovision
Yfir 1300 tónlistarmenn í Finnlandi hafa skrifað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess er krafist að finnska ríkisútvarpið sniðgangi Eurovision söngvakeppnina í Malmö í ár taki Ísrael þátt í keppninni.

Eurovision-stjörnur á Tenerife um áramótin
Farþegar með flugi Play til Tenerife í morgunsárið höfðu mögulega einhverjir áhyggjur af því að geta ekki dottað í vélinni enda miklir söngfuglar um borð.

FÁSES skorar á Rúv að senda ekki lag í Eurovision
FÁSES skorar á forsvarsmenn Rúv og leggja til að Ísland sendi ekki keppendur í Eurovision á næsta ári, verði Ísrael með í keppninni. Þetta var ákveðið með atkvæðagreiðslu á félagafundi sem haldinn var á dögunum vegna umræðu um sniðgöngu Eurovision.

„Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti“
Izhar Cohen, sem vann Eurovision fyrir hönd Ísrael árið 1978, segir Ísraela vita að Íslendingum sé illa við þá. Íslendingar hafi sýnt það þegar söngvakeppnin fór fram í Tel Aviv og íslenski hópurinn hafi umgengst öfgafulla Palestínumenn og stutt hryðjuverkastarfsemi gegn Ísraelum.

Þrír fjórðu þjóðarinnar vill útiloka Ísrael frá Eurovision
Þrír af hverjum fjórum Íslendingum vilja útiloka Ísrael frá þátttöku í Eurovision í Malmö í Svíþjóð í maí. Þetta er niðurstaða könnunar Prósents.

Af vindvélum og þjóðarmorði
Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi.

Júródansari Little Big er látinn
Rússneski dansarinn Dmitry Krasilov, betur þekktur undir listamannsnafninu Pukhlyash, er látinn. Krsailov var 29 ára gamall og er hvað þekktastur hér á landi fyrir að hafa dansað í atriði rússnesku sveitarinnar Little Big í Eurovision árið 2020.

„Það er ákveðinn tvískinnungur í afstöðu allra“
Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision vegna þátttöku Ísraels. Útvarpsstjóri segir ekki hlutverk RÚV að taka pólitíska afstöðu.

Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið
Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt.

RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision
Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum?

Vildu ekki greiða atkvæði um Eurovision þátttöku Íslands
Stjórnarmeðlimur RÚV kveðst hafa lagt fram tillögu að ályktun vegna Eurovision þess efnis að Ísland taki ekki þátt í keppninni taki Ísrael þátt, á fundi stjórnarinnar. Hann segir fundinn hafa hafnað því að taka tillöguna til atkvæða. Varaformaður stjórnar RÚV segir trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar.