Play bætir við áfangastað í Norður-Ameríku Íslenska flugfélagið Play hefur opnað fyrir miðasölu á flugi til Orlando í Bandaríkjunum. Fyrsta flug félagsins til Orlando verður 30. september næstkomandi en þangað verður flogið þrisvar í viku. Viðskipti innlent 23. febrúar 2022 08:10
PLAY ræsir miðasölu til Orlando, sjá mikið svigrúm til verðlækkana PLAY hefur hafið miðasölu á flugi til Orlando í Flórída sem verður fjórði áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir flugfélagið geta boðið mun hagstæðari fargjöld til Orlando en tíðkast hafa hingað til. Innherji 23. febrúar 2022 08:00
Áslaug Arna stekkur fram af fossi Í síðasta þætti af Alex from Iceland fóru þeir Alex Michael Green og félagar með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í klettastökk. Ferðalög 21. febrúar 2022 13:31
Túristar aftur velkomnir til Ástralíu Ástralía hefur opnað á komu erlendra gesta í fyrsta sinn í rúmlega tvö ár en landinu var svo gott sem lokað í kórónuveirufaraldrinum í mars árið 2020. Erlent 21. febrúar 2022 07:09
Leist ekkert á þverhníptar hlíðar Skessuhorns: „Ekki horfa niður“ Ævintýrafólkið Garpur I Elísabetarson og Rakel María Hjaltadóttir fóru í erfiða fjallgöngu á Skessuhorn í Borgarfirði í nýjasta þættinum af okkar eigið Ísland. Lífið 19. febrúar 2022 07:01
Garpur og Rakel fóru á rómantískt stefnumót í íshelli á Sólheimajökli „Það eru margir sem mikla það fyrir sér að fara upp á jökul,“ segir Garpur I. Elísabetarson í fyrsta þættinum af Okkar eigið Ísland. Í þáttunum skoða Garpur og Rakel María Hjaltadóttir ýmsa skemmtilega staði á Íslandi og byrja þau á Sólheimajökli. Ferðalög 12. febrúar 2022 10:20
Fyrstu sautján stefnumótin á fjöllum og gera nú eigin ferðaþætti Garpur Elísabetarson og Rakel María Hjaltadóttir fara um helgina af stað með nýja þætti á Lífinu á Vísi. Þættirnir kallast Okkar eigið Ísland. Lífið 11. febrúar 2022 15:40
Fóru yfir daginn í heitum potti aftan á pallbíl Í síðasta þætti af Alex from Iceland fóru þeir Alex Michael Green, Stefán Þór og Davíð Goði saman í Hvítá til að læra á kajak. Ferðalög 11. febrúar 2022 14:30
„Ég er mjög stressaður“ „Ég er svo mikil gunga, ég vil helst vera að chilla og horfa á bíómynd,“ segir Villi Netó. Skemmtikrafturinn viðurkenndi að hann væri stressaður áður en hann lagði af stað í buggy-ævintýri í nýjasta þættinum af Alex from Iceland á Stöð 2+. Ferðalög 4. febrúar 2022 20:00
Óttast að ferðaþjónustunni blæði út Stjórnendur í ferðaþjónustu segja hætt við að ferðaþjónustunni blæði út ef ekki verði gripið til ráðstafana. Vetrarmánuðirnir hafi verið erfiðir og hætta sé fyrir hendi að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum í sumar. Viðskipti innlent 30. janúar 2022 00:01
Bríet samdi lag um Tenerife Söngkonan Bríet og gítarleikarinn Rubin Pollock frumfluttu splunkunýtt lag um eyjuna Tenerife í þættinum FM95BLÖ í gær. Lífið 29. janúar 2022 20:08
Donna lærði að sörfa þrátt fyrir að kunna ekki að synda „Kostirnir við þetta voru þeir að þetta var mjög gaman. Gallarnir voru þeir að ég dó nærum því,“ segir leikkonan og samfélagsmiðlastjarnan Donna Cruz sem var fyrsti gesturinn í nýju þáttum Alex From Iceland sem hófu göngu sína á Stöð 2+ í gær. Ferðalög 28. janúar 2022 14:31
Engar sýnatökur fyrir fullbólusetta ferðalanga Frá 11. febrúar munu fullbólusettir einstaklingar ekki þurfa að fara í sýnatöku við komuna til Englands. Fyrr í mánuðinum var ákveðið að hverfa frá kröfu um sýnatöku fyrir komuna til landsins. Samgönguráðherra Bretlands segir breytinguna stórt skref. Erlent 24. janúar 2022 19:00
Bólusetningarvottorð grunnbólusettra aðeins tekin gild í níu mánuði Nýjar reglur um bólusetningarvottorð taka gildi eftir rúma viku en þá verða bólusetningarvottorð grunnbólusettra aðeins tekin gild í um níu mánuði frá seinni skammti. Þeir sem hafa fengið örvunarskammt fá ótímabundið bólusetningarvottorð. Innlent 24. janúar 2022 17:29
Slagorð ferðarinnar er „ekkert kjaftæði!“ Það er óhætt að segja að stemmningin hafi verið mjög góð í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli í morgun þegar spenntir stuðningsmenn íslenska landsliðsins nálguðust draumaferðina sína. Karlalandsliðið í handbolta leikur gegn Dönum í milliriðli EM í kvöld og 77 stuðningsmenn fóru með flugvél utan nú um klukkan ellefu. Sport 20. janúar 2022 11:30
Guðni forseti á meðal 77 ferðalanga á leið á Danaleikinn Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er á meðal 77 stuðningsmanna Íslands sem eru á leið í loftið með flugi til Búdapest í dag. Fram undan er landsleikur gegn Dönum í kvöld en um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli EM í handbolta. Innlent 20. janúar 2022 10:56
Forsvarsmenn verslunar og ferðaþjónustu kalla eftir bólusetningarvottorðum Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir óþol atvinnulífsins gagnvart sóttvarnaaðgerðum og örum breytingum þar á orðið mikið. Innlent 20. janúar 2022 06:57
Hyggjast keyra ferð á Danaleik áfram: „Ég var skíthræddur um að það myndi ekki nást“ Heimsferðir og Úrval Útsýn hyggjast „keyra þetta áfram“ og halda áfram sölu á ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta sem fer fram á morgun. Ferðin var ákveðin með skömmum fyrirvara en áhugi er mikill. Innlent 19. janúar 2022 20:02
186 miðar í boði á Danaleikinn en tíminn að renna út Heimsferðir og Úrval Útsýn hafa sett í sölu ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta á morgun. Um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins í handbolta og er eftirvæntingin mikil. Innlent 19. janúar 2022 15:14
Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. Innlent 18. janúar 2022 21:03
Fyrsta sýnishornið úr Alex from Iceland Alex Michael Green er íslenskur ævintýramaður sem elskar ekkert heitar en áskoranir í íslenskri náttúru. Þann 27. janúar fer hann af stað með nýja þætti á Stöð 2+ efnisveitunni. Ferðalög 18. janúar 2022 15:30
„Súrrealískur“ Íslendingafans á Tenerife Heimsferðir hafa nær aldrei selt fleiri jólaferðir til Tenerife og í fyrra en eyjan er jafnframt vinsælasti áfangastaður Play þessa stundina. Íslendingur á Tenerife lýsir staðnum sem algjörri Íslendinganýlendu. Lífið 17. janúar 2022 20:27
Bæta fjórum áfangastöðum við leiðakerfið Icelandair hefur birt upplýsingar um sumaráætlun sína og hafa fjórir áfangastaðir bæst við leiðakerfið – Róm á Ítalíu, Nice í Frakklandi, Alicante á Spáni og Montreal í Kanada. Viðskipti innlent 12. janúar 2022 09:23
Fékk að skipuleggja bónorð við Fjallsárlón Ævintýramaðurinn Teitur Þorkelsson fékk á dögunum það skemmtilega verkefni að aðstoða ungan mann við að skipuleggja bónorð á ferðalagi sínu um Ísland. Lífið 11. janúar 2022 16:30
Ferðaþjónustuaðilar frekar bjartsýnir Þeir sem reka ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi virðast frekar bjartsýnir fyrir árið sem nú er nýhafið ef marka má nýja könnun. Þar segist forsvarsfólk ferðaþjónustufyrirtækja telja að samkeppnisstaða Íslands sem áfangastaðar muni styrkjast, eða standa í stað á milli ára. Innlent 11. janúar 2022 07:50
Stökkið: „Ferlið að fá atvinnuleyfi hefur tekið sex mánuði“ Frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason er um þessar mundir búsettur í London en það er staður sem hann hefur dreymt um að búa á síðan hann man eftir sér. Ferðalög 9. janúar 2022 07:00
Texasbúi réttur eigandi lénsins Iceland Express Fyrirtækið Sólvellir, sem tengt er Ferðaskrifstofu Íslands, kvartaði nýlega til Neytendastofu yfir notkun erlends aðila á léninu icelandexpress.is. Sólvellir á sjálft vörumerkið Iceland Express og bar fyrir sig að erlendi aðilinn hefði engin tengsl við merkið. Viðskipti innlent 30. desember 2021 17:44
Vilja útgöngubann á Tenerife á gamlárskvöld Lagt hefur verið til að útgöngubann taki gildi á Tenerife á Spáni eftir miðnætti á gamlárskvöld vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar. Nái tillagan fram að ganga er gert ráð fyrir að bannið taki gildi eftir miðnætti á gamlárskvöld og þann 5. janúar. Erlent 28. desember 2021 22:29
Þórólfur vill endurvekja sóttkví við komuna til landsins Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að allir farþegar á leið til landsins verði krafðir um neikvætt PCR-próf, sem ekki er eldra en tveggja sólarhringa gamalt, við byrðingu erlendis. Þá skulu allir farþegar með íslenska kennitölu fara í PCR-próf á heilsugæslunni innan tveggja sólarhringa eftir komu og sæta sóttkví þar til neikvæð niðurstaða liggur fyrir. Innlent 21. desember 2021 13:30
Túristarnir borða heima hjá íslenskum fjölskyldum Helga Kristín Friðjónsdóttir var með heimþrá til Íslands þegar að hún fékk hugmynd að fyrirtæki sem hún hefur starfrækt frá árinu 2015 og er að auka við sig. Atvinnulíf 20. desember 2021 07:00