Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

U21-strákarnir í riðli með Frökkum

Dregið hefur verið í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts U21-landsliða í fótbolta karla sem hefst í næsta mánuði. Ísland lenti meðal annars með sterku liði Frakka í riðli.

Fótbolti
Fréttamynd

Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum

Nýliðar Fram í Bestu deild kvenna eru að styrkja liðið sitt fyrir fyrsta tímabilið í efstu deild síðan 1988. Nýjasti leikmaðurinn kemur frá FH og er boðin velkomin í Dal draumanna á miðlum Fram.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arteta von­svikinn

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er vonsvikinn með þá staðreynd að félaginu hafi ekki tekist að bæta nýjum leikmanni við leikmannahóp sinn í nýafstöðnum félagsskiptaglugga.

Enski boltinn
Fréttamynd

Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og ras­isma

Manchester City hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að félaginu sé „ofboðið“ vegna þess níðs sem markamaskínan Khadija Shaw mátti þola eftir að City tapaði gegn Arsenal á sunnudaginn í ensku ofurdeildinni í fótbolta.

Enski boltinn
Fréttamynd

Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó

Vistaskipti João Félix voru ein af þeim síðustu til að vera staðfest þegar félagaskiptagluggi stærstu knattspyrnudeilda Evrópu lokaðist á miðnætti. Portúgalinn Félix hefur ekki verið í myndinni hjá Chelsea og er nú kominn til AC Milan.

Fótbolti
Fréttamynd

Kurr í í­þrótta­hreyfingunni vegna krafna Skattsins

Lögmaður og fyrrverandi körfuknattleiksmaður segir nýjar leiðbeiningar Ríkisskattstjóra sem koma fram í bréfi til íþróttafélaga hafa valdið talsverðu kurri innan íþróttahreyfingarinnar. Hann telur auknar kröfur meðal annars geta leitt til þess að fólk veigri sér við því að gerast sjálfboðaliðar hjá sínum félögum.

Innlent
Fréttamynd

Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Kati­e

Þjálfarar kvenna­liðs Vals í fót­bolta vissu allan tímann stöðuna á viðræðum félagsins við Kati­e Cousins einn allra besta leik­mann Vals og Bestu deildarinnar á síðasta tíma­bili. Samningar náðust ekki milli Vals og Kati­e sem er á leið í Þrótt Reykja­vík.

Íslenski boltinn