Mistök markvarðar Mainz tryggði Leverkusen sigur Bayer Leverkusen vann 2-1 sigur á Mainz í eina leik kvöldsins í þýsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Markvörður gestanna gerðist sekur um slæm mistök sem þýða að Leverkusen er nú með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar. Fótbolti 23. febrúar 2024 21:46
Fyrrverandi þjálfari kínverska landsliðsins í lífstíðarfangelsi Hinn kínverski Li Tie hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í heimalandi sínu fyrir að hagræða úrslitum knattspyrnuleikja þar í landi sem og múta fólki til að komast í þjálfarastól kínverska landsliðsins. Hann lék með Everton á Englandi frá 2002 til 2006. Fótbolti 23. febrúar 2024 20:32
Gengur hvorki né rekur hjá Lyngby án Freys Íslendingalið Lyngby tapaði 1-0 fyrir Randers í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld. Þetta er annað tap liðsins í röð eftir að deildin hófst aftur eftir jólafrí. Fótbolti 23. febrúar 2024 20:06
Salah, De Bruyne og Casemiro næstir á óskalista Sádi-Arabíu Það er nóg um digra sjóði í Sádi-Arabíu og ætlar PIF, fjárfestingasjóður ríkisins, að halda áfram að sækja stór nöfn til Evrópu þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar. Eru þeir Kevin de Bruyne, Mohamed Salah og Casemiro efstir á óskalistanum að svo stöddu. Fótbolti 23. febrúar 2024 19:15
Dæmdur í árs fangelsi fyrir að höfuðkúpubrjóta mann Ilias Chair, landsliðsmaður Marokkó og leikmaður QPR í ensku B-deildinni, hefur verið dæmdur í árs fangelsi af dómstól í Belgíu fyrir stórfellda líkamsárás. Höfuðkúpubraut hann mann með grjóti. Enski boltinn 23. febrúar 2024 18:26
„Lítil atriði sem við getum bætt og munum bæta“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var nokkuð jákvæður eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Serbíu í fyrri leik liðanna í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar. Fótbolti 23. febrúar 2024 17:27
„Þetta var svolítið mikið bara eitthvað“ Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki nógu sátt með spilamennsku íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Serbum í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Fótbolti 23. febrúar 2024 17:15
Umfjöllun: Serbía - Ísland 1-1 | Stelpurnar okkar náðu ekki að nýta liðsmuninn Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Fótbolti 23. febrúar 2024 16:57
Tímaspursmál með Rúnar Má: „Þú ert að segja mér fréttir“ Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA í Bestu deild karla, segir leikmannahóp liðsins kláran fyrir komandi tímabil. Rúnar Már Sigurjónsson er að líkindum á leið til félagsins þegar heilsa hans leyfir. Íslenski boltinn 23. febrúar 2024 16:30
Segir Eið ef til vill þann fyrsta til að spila 8,5 stöðuna á Englandi Eiður Smári Guðjohnsen gæti hafa rutt brautina fyrir leikmenn sem eru að spila „nýja“ stöðu í toppliðunum á Englandi. Enski boltinn 23. febrúar 2024 14:40
Sveindís Jane byrjar í endurkomunni Það er meiri sóknarbragur yfir byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta en oft áður en liðið fyrir Serbíuleikinn hefur verið gert opinbert. Fótbolti 23. febrúar 2024 13:57
Fresta Valencia leiknum vegna stórbrunans Leikur Valencia í spænsku deildinni fer ekki fram um helgina en liðið átti útileik á móti Granada í La Liga. Fótbolti 23. febrúar 2024 13:32
Höjlund frá keppni í nokkrar vikur Rasmus Höjlund hefur raðað inn mörkum í síðustu leikjum Manchester United en hann skorar ekki mörk á næstunni. Enski boltinn 23. febrúar 2024 13:05
Henderson snýr aftur til Englands í Sambandsdeildinni Ajax og Aston Villa mætast í stærsta einvígi sextán liða úrslita Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla. Dregið var í dag. Fótbolti 23. febrúar 2024 12:38
Liverpool til Tékklands í Evrópudeildinni Liverpool lenti á móti tékknesku meisturum þegar dregið var í dag í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Fótbolti 23. febrúar 2024 11:22
Nú geturðu fengið Haaland ís í Noregi Erling Haaland, framherji Manchester City og norska landsliðsins, hefur haslað sér völl á nýjum vettvangi, nefnilega í ísbransanum. Enski boltinn 23. febrúar 2024 11:00
Horfir á eigin klúður áður en hann fer að sofa Nicolas Jackson, framherji Chelsea, er með nokkuð sérstaka rútínu fyrir svefninn. Hann horfir nefnilega á eigin klúður áður en hann leggst til hvílu. Enski boltinn 23. febrúar 2024 10:00
Frambjóðendur um Ísraelsleikinn: „Undir UEFA komið að taka þessa ákvörðun“ Frambjóðendur til formanns KSÍ eru á því að Ísland eigi að spila leikinn gegn Ísrael í umspili um sæti á EM í Þýskalandi í næsta mánuði. Fótbolti 23. febrúar 2024 09:01
Ferguson rifbeinsbrotnaði í fagnaðarlátum Þrátt fyrir að vera löngu hættur að þjálfa heldur Sir Alex Ferguson áfram að fagna sigrum. Það er þó ekki alltaf sársaukalaust. Enski boltinn 23. febrúar 2024 08:30
Segir að Ferdinand sé Van Dijk fátæka mannsins Jamie Carragher skaut hressilega á fyrrverandi samherja sinn í enska landsliðinu, Rio Ferdinand, í fyrradag. Enski boltinn 23. febrúar 2024 07:32
Þjálfarinn sá fjórtán ára Rooney á leið á skrallið með áfengi og sígarettur Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og um tíma markahæsti leikmaður enska landsliðsins, fór yfir víðan völl í viðtalsþættinum Stick to Football á dögunum. Enski boltinn 23. febrúar 2024 07:00
Svilar hetjan þegar Roma komst áfram eftir vítaspyrnukeppni Rómverjar skriðu áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu þökk sé sigri á Feyenoord í vítaspyrnukeppni. Þá sparkaði Sparta Prag tyrkneska liðinu Galatasaray úr keppni með 4-1 sigri. Fótbolti 22. febrúar 2024 23:25
Stefnir í frábært sumar hjá Inter og Sommer á sinn þátt í því Yann Sommer hefur verið hreint út sagt magnaður í marki Inter á leiktíðinni. Liðið trónir á toppi Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, og fær varla á sig mark ásamt því að vera í fínum málum í einvígi sínu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 22. febrúar 2024 23:00
Kom inn af bekknum fyrir Kristian Nökkva og skaut Ajax áfram Ajax komst naumlega áfram í Sambandsdeild Evrópu þegar liðið lagði Bodø/Glimt í framlengdum leik í Noregi. Fótbolti 22. febrúar 2024 20:50
Benfica naumlega áfram Benfica komst í kvöld í næstu umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Toulouse. AC Milan komst sömuleiðis áfram þrátt fyrir 3-2 tap gegn Rennes í Frakklandi. Fótbolti 22. febrúar 2024 20:10
Aron Jó framlengir á Hlíðarenda Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur framlengt samning sinn við Val og mun því spila með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu næstu árin. Íslenski boltinn 22. febrúar 2024 18:16
Búinn að missa af tvö hundruð leikjum með Man. United Manchester United óttast það að tímabili sé búið hjá enska varnarmanninum Luke Shaw. Enski boltinn 22. febrúar 2024 17:30
Kroos snýr aftur í landsliðið Toni Kroos, leikmaður Real Madrid, hefur ákveðið að gefa kost á sér í þýska landsliðið á nýjan leik. Hann varð við ósk landsliðsþjálfarans Julians Nagelsmann. Fótbolti 22. febrúar 2024 17:01
Guðni og Vignir með svipað fylgi | Gæti þurft að kjósa tvisvar Formannsframbjóðendur KSÍ voru í Pallborði dagsins á Vísi og í þættinum var birt niðurstaða könnunar íþróttadeildar meðal aðildarfélaga KSÍ. Það er að segja þeirra sem munu kjósa á ársþinginu á laugardag. Íslenski boltinn 22. febrúar 2024 14:47
Guðni: Hefði ég átt að fara í þetta viðtal? Nei Guðni Bergsson, frambjóðandi í formannskosningu Knattspyrnusambands Íslands, svaraði í dag fyrir gagnrýni á störf sín þegar hann var áður formaður KSÍ. Guðni segir að málin sem urðu til þess að hann hafi sagt af sér hafi tekið mikið á sig og sína. Segist hafa tekið ábyrgð með því að hætta sem formaður og að hann sé nú reynslunni ríkari. Íslenski boltinn 22. febrúar 2024 14:42