Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Litla liðið með Man City tenginguna berst við topp­liðin á Spáni

Þegar toppbaráttan í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, er skoðuð þá er eitt lið sem sker sig örlítið úr. Við erum með Real og Atlético frá Madríd ásamt Barcelona og Girona frá Katalóníu. Það er síðastnefnda liðið sem sker sig allverulega frá hinum enda langt frá því að vera eitthvað stórlið.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus á toppinn

Juventus er komið á kunnuglegar slóðir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir 1-0 sigur á ríkjandi meisturum Napoli er Juventus nefnilega komið á topp deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Líkir Rice við Roy Keane

Að mati Jamies Carragher, fyrrverandi leikmanns Liverpool, hefur Arsenal-maðurinn Declan Rice verið áhrifamesti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur. Hann líkti honum jafnframt við mikla Manchester United-goðsögn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vand­ræði Tottenham halda á­fram

Eftir frábæra byrjun á tímabilinu þar sem Tottenham tapaði ekki leik í fyrstu tíu umferðunum í ensku úrvalsdeildinni er liðið nú án sigurs í síðustu fimm leikjum eftir 1-2 tap gegn West Ham í Lundúnaslag í kvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vilja Pogba(nn) í fjögur ár

Saksóknari í íþróttamálum á Ítalíu hefur farið fram á að Paul Pogba, leikmaður Juventus, verði dæmdur í fjögurra ára keppnisbann fyrir lyfjamisferli. Ítalskir fjölmiðlar greina frá þessu.

Fótbolti