Gróðursetja tvö hundruð tré fyrir hvert skorað mark Forráðamenn portúgölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hafa ákveðið að fyrir hvert mark, sem skorað verður í leikjum helgarinnar í sjöttu umferð deildarinnar, muni deildin gróðursetja tvö hundruð tré. Fótbolti 20. september 2024 23:02
Ferguson saknar fótboltans Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United og goðsögn í sögu félagsins sem og knattspyrnusögunnar, segist stundum sakna þess að starfa í kringum knattspyrnu. Enski boltinn 20. september 2024 22:17
Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - Þróttur 1-1 | Eitt stig á hvort lið í fremur rólegum leik Víkingur og Þróttur skildu jöfn 1-1 þegar liðin áttust við í keppni sex efstu liðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta á Heimavelli hamingjunnar í kvöld. Íslenski boltinn 20. september 2024 19:52
„Ætlum að taka bikarinn norður, það er bara staðan“ KA reynir annað árið í röð að fella bikarveldi Víkings á Laugardalsvelli. Félögin mætast í bikarúrslitum karla í fótbolta á morgun. Íslenski boltinn 20. september 2024 19:02
„Held að þetta verði mjög erfiður leikur“ „Allir í liðinu eru mjög spenntir fyrir leiknum og vilja halda áfram góðri leiktíð,“ segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, um bikarúrslitaleik morgundagsins í fótbolta þar sem Víkingur mætir KA. Íslenski boltinn 20. september 2024 16:47
Alisson tæpur fyrir leikinn gegn Bournemouth Ekki er víst að markvörður Liverpool, Alisson, geti spilað með liðinu þegar það fær Bournemouth í heimsókn í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Enski boltinn 20. september 2024 16:01
Var kennari og þjálfaði karlalið þegar hann stýrði kvennalandsliðinu Jörundur Áki Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna og nú yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, mætti í heimsókn til Helenu Ólafsdóttur þar sem hitað var upp fyrir 3. umferð efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta. Fótbolti 20. september 2024 15:16
Segir Arsenal sífellt betra en vill engar ásakanir um sálfræðistríð Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill ekki vera sakaður um neinn sálfræðihernað (e. mind games) en segir að Arsenal sé sífellt að verða betra lið undir stjórn Mikels Arteta. Liðin mætast í sannkölluðum stórleik í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Enski boltinn 20. september 2024 14:31
Alexander-Arnold reynir að kaupa Nantes Enski landsliðsmaðurinn Trent Alexander-Arnold, sem leikur með Liverpool, freistar þess nú að kaupa franska úrvalsdeildarliðið Nantes. Enski boltinn 20. september 2024 11:59
Segir að Saliba og Gabriel séu besta miðvarðapar í Evrópu Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að Arsenal-mennirnir William Saliba og Gabriel myndi besta miðvarðapar Evrópu. Fótbolti 20. september 2024 10:31
Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags. Fótbolti 20. september 2024 09:51
Viðurkennir að hafa sleppt því að spjalda Messi til að fá treyjuna hans Lionel Messi er víða í uppáhaldi, meðal annars hjá dómurum. Einn þeirra viðurkennir að hafa sleppt því að gefa argentínska snillingnum spjald til að geta fengið treyjuna hans. Fótbolti 20. september 2024 09:31
Sjáðu ótrúlega vörslu Raya og öll mörkin úr Meistaradeildinni Alls voru sextán mörk skoruð þegar 1. umferð Meistaradeildar Evrópu lauk í gær. Hetja kvöldsins var hins vegar markvörður Arsenal. Fótbolti 20. september 2024 08:31
Segir Leipzig hinn fullkomna áfangastað fyrir unga og efnilega leikmenn Það má með sanni segja að RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni sé besti áfangastaður ungra og efnilegra knattspyrnumanna í Evrópu. Á undanförnum árum hefur liðið selt fjöldann allan af leikmönnum fyrir gríðarlega háar fjárhæðir. Fótbolti 20. september 2024 07:01
Seinna spjaldið var ekki viljandi: „Er bara pirraður og missi hausinn“ Furðulegt mál tók athyglina af frábærri frammistöðu Elmars Kára Enesson Gocic í 3-1 sigri Aftureldingar gegn Fjölni í fyrri umspilsleik liðanna í kvöld. Íslenski boltinn 19. september 2024 22:35
„Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. Fótbolti 19. september 2024 22:02
Atlético lagði sprækt lið Leipzig Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. Fótbolti 19. september 2024 21:29
Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. Fótbolti 19. september 2024 21:00
Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. Fótbolti 19. september 2024 20:55
Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. Fótbolti 19. september 2024 19:02
Uppgjörið: Afturelding - Fjölnir 3-1 | Brenndu víti en tóku tveggja marka forystu Afturelding er í bílstjórasætinu í undanúrslita umspilseinvígi sínu gegn Fjölni eftir 3-1 sigur á heimavelli í fyrri leik liðanna. Seinni leikurinn fer fram á Fjölnisvelli næsta mánudag klukkan 15:45. Íslenski boltinn 19. september 2024 18:32
Úlfur Ágúst orðaður við Messi og félaga á Miami Framherjinn Úlfur Ágúst Björnsson spilar í dag með Duke-háskólanum í Bandaríkjunum ásamt því að vera samningsbundinn FH í Bestu deild karla í fótbolta. Hann er nú orðaður við stórlið Inter Miami þar sem Lionel Messi og fleiri góðir leika listir sínar. Fótbolti 19. september 2024 17:16
Sparkað eftir tapið rosalega gegn Bayern Þjálfarinn Sergej Jakirovic fékk bara að stýra Dinamo Zagreb í einum leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vetur því hann var rekinn eftir 9-2 tapið gegn Bayern München á þriðjudaginn. Fótbolti 19. september 2024 16:33
Trompaðist eftir misheppnaða hælsendingu í dauðafæri: „Nei! Nei! Nei!“ Simone Inzaghi, knattspyrnustjóri Inter, fannst ekkert sniðugt við hælspyrnuna sem Matteo Darmian reyndi þegar hann komst í dauðafæri í leiknum gegn Manchester City. Fótbolti 19. september 2024 15:31
Húbba Búbba kippt af dagskrá: „Það eina sem ég spila í Víkinni er fótbolti“ Auglýsingu um að tvíeykið Húbba Búbba, með KR-inginn Eyþór Aron Wöhler innanborðs, myndi skemmta Víkingum fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardag var snarlega breytt í gær. Eyþór segist gæta þess að láta skemmtanahald ekki trufla fótboltann. Íslenski boltinn 19. september 2024 14:52
Með tvær ferðatöskur af fíkniefnum Knattspyrnumaðurinn Jay Emmanuel-Thomas, fyrrverandi leikmaður Arsenal, var handtekinn og ákærður fyrir að flytja inn fíkniefni til Bretlands. Enski boltinn 19. september 2024 13:31
Haaland neitaði að gefa Acerbi treyjuna sína eftir að hann hafði ítrekað togað í hana Erling Haaland, framherji Manchester City, var ekki á því að gefa Francesco Acerbi, varnarmanni Inter, treyjuna sína eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 19. september 2024 12:31
Næstu mótherjar Íslands mun ofar á heimslista Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er áfram í 71. sæti heimslista FIFA eftir 2-0 sigurinn gegn Svartfjallalandi og 3-1 tapið gegn Tyrklandi í þessum mánuði. Fótbolti 19. september 2024 12:00
Fannst stemningin á Etihad steindauð Peter Schmeichel segir að andrúmsloftið á Etihad hafi ekki hjálpað Manchester City í leiknum gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann sagði að engin stemmning hefði verið hjá stuðningsmönnum City. Fótbolti 19. september 2024 11:32
Eftirsjá Gary Martin: „Mín skoðun, fólk mun ekki vera sammála henni“ Gary Martin segist viss um að markametið í efstu deild hér á landi væri í hans eign hefði hann spilað með KR öll fjórtán ár sín hér á landi. Hann hefur sínar skoðanir á þessu og segir að fólk muni ekki vera sammála sér. Það sé þó allt í lagi. Íslenski boltinn 19. september 2024 11:01