Farinn frá Man. City til Atlético fyrir metfé Argentínski sóknarmaðurinn Julián Álvarez var í dag kynntur sem nýr leikmaður spænska knattspyrnufélagsins Atlético Madrid. Fótbolti 12. ágúst 2024 15:00
Sakar Stjörnuna um að falsa skýrslur Stjörnumenn hafa oftar en einu sinni breytt byrjunarliði á leikskýrslu skömmu fyrir leik, eftir að leikskýrsla hefur verið birt á vef KSÍ, og virðast gera það vísvitandi til að rugla í mótherjum sínum að mati blaðamanns Fótbolta.net. Íslenski boltinn 12. ágúst 2024 14:36
Sænskur sóknarmaður sagður á leið til Vals fyrir sjö milljónir króna Albin Skoglund er sagður á leið til landsins í læknisskoðun áður en hann skrifar undir samning við Val, sem talið er að borgi um sjö milljónir króna fyrir leikmanninn. Íslenski boltinn 12. ágúst 2024 14:00
Íslendingar sameinast á ný í Birmingham Enska knattspyrnufélagið Birmingham tilkynnti í dag að tveir Íslendingar væru komnir í herbúðir félagsins nú þegar ný leiktíð er nýhafin hjá liðinu í ensku C-deildinni. Enski boltinn 12. ágúst 2024 11:28
Gummi Hreiðars og John O'Shea verða Heimi til halds og trausts Heimir Hallgrímsson hefur nú staðfest hvaða aðstoðarmenn hann verður með sem aðalþjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta og hann þekkir einn þeirra alveg sérstaklega vel. Fótbolti 12. ágúst 2024 11:13
Liverpool hefur ekki enn boðið Van Dijk nýjan samning Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, er að renna út á samningi eftir þetta tímabil en sá hollenski segist ekki hafa fengið nýtt samningstilboð frá félaginu. Enski boltinn 12. ágúst 2024 11:01
Öskraði ítrekað á Jóhann: „Hættu þessu fokking væli“ Jóhann Berg Guðmundsson fær svo sannarlega að heyra það frá þáverandi knattspyrnustjóra sínum, Vincent Kompany, í nýjum heimildarþáttum um enska liðið Burnley sem sýndir eru á Sky. Kompany hraunar yfir Jóhann á æfingu og segir hann tuða allt of mikið. Enski boltinn 12. ágúst 2024 10:00
Ein af hverjum fimm glímir við átröskun: „Grafalvarlegur geðsjúkdómur og því ber að taka alvarlega“ Niðurstöður rannsóknar sem alþjóðlegu leikmannasamtökin FifPro standa að leiða í ljós að ein af hverjum fimm atvinnukonum í knattspyrnu glímir við átröskun. Næringarfræðingur segir niðurstöðurnar sláandi. Verkefnastjóri Leikmannasamtakanna berst fyrir auknu fjármagni í íþróttahreyfinguna og kallar eftir íþróttasálfræðingum til starfa hjá öllum félögum. Fótbolti 12. ágúst 2024 09:31
Biðst afsökunar á myndbandi sínu með hláturgasinu Tottenham maðurinn Yves Bissouma hefur beðist afsökunar á dómgreindarleysi sínu um helgina. Enski boltinn 12. ágúst 2024 08:19
„Þeim mun líða illa þegar þeir horfa á þetta aftur“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var verulega svekktur með 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld en Halldór var allt annað en sáttur við dómgæsluna í kvöld. Íslenski boltinn 11. ágúst 2024 22:42
Adam Ægir með þrennu í fyrsta leik með Perugia Það má heldur betur segja að Adam Ægir Pálsson hafi fengið fljúgandi start í ítalska boltanum en hann skoraði þrennu og lagði upp mark í sínum fyrsta leik í kvöld. Fótbolti 11. ágúst 2024 22:25
Uppgjörið og viðtöl: Valur-HK 5-1 | Markaveisla í fyrsta sigri Túfa Jónatan Ingi Jónsson gerði þrennu í sannfærandi 5-1 sigri Vals gegn HK í fyrsta heimaleik Túfa sem aðalþjálfari Vals. Íslenski boltinn 11. ágúst 2024 22:03
Betur fór en á horfðist með meiðsli Orra Steins Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er ekki alvarlega meiddur. Þetta staðfesti Jacob Neestrup, þjálfari FCK, í viðtali eftir leik. Fótbolti 11. ágúst 2024 22:00
„Kominn tími til að ég myndi stíga upp“ Valur vann 5-1 sigur gegn HK á heimavelli. Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður Vals, fór á kostum og gerði þrennu. Sport 11. ágúst 2024 21:46
„Þurfum bara að sætta okkur við þetta stig sem við unnum fyrir“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, segist vera sáttur með frammistöðu liðsins gegn KA nú í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli sem Rúnar segir að séu vonbrigði miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Íslenski boltinn 11. ágúst 2024 20:31
Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 2-2 | Stjarnan bjargaði stigi undir lokin Stjarnan tók á móti Breiðabliki í fjörugum leik í Bestu deild karla í kvöld. Að meðaltali eru skoruð þrjú mörk þegar þessi lið mætast og það hækkaði í kvöld en liðið skildu að lokum jöfn, 2-2. Íslenski boltinn 11. ágúst 2024 18:30
„Vel gert hjá dómaranum að leyfa leiknum að fljóta“ Vestri náði í jafntefli gegn Íslandsmeisturum Víkings á heimavelli hamingjunnar 1-1 í 18. umferð Bestu deildarinnar. Vestri jafnaði leikinn á 83. mínútu eftir frekar tíðindalítinn leik. Íslenski boltinn 11. ágúst 2024 18:30
Orri Steinn mögulega alvarlega meiddur Orri Steinn Óskarsson var allt í öllu í dag þegar FCK vann 0-2 útisigur á Sønderjyske. Hann skoraði fyrra mark liðsins og lagði það seinna óbeint upp en fór svo meiddur af velli undir lok leiksins. Fótbolti 11. ágúst 2024 18:14
Kristian Nökkvi með sigurmark Ajax í opnunarleiknum Ajax bar 1-0 sigurorð af Heerenveen í fyrsta leik liðsins á nýju tímabili en eina mark leiksins skoraði Kristian Nökkvi Hlynsson undir lok fyrri hálfleiks. Fótbolti 11. ágúst 2024 17:15
Arnar brjálaður út í dómarana: „Þolinmæði mín er á þrotum“ Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var vægast sagt ósáttur eftir jafntefli sinna manna gegn Vestra í 18. umferð Bestu deildarinnar í dag. Íslenski boltinn 11. ágúst 2024 16:59
Uppgjörið: Fylkir - KA 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í Árbænum Fylkir tók á móti sjóðheitum KA-mönnum í 18. umferð Bestu deildar karla nú í dag. Leikið var í Árbænum og svo fór að lokum að liðin skildu jöfn, 1-1, í frekar bragðdaufum leik. Íslenski boltinn 11. ágúst 2024 16:15
Uppgjörið: Víkingur - Vestri 1-1 | Arnar sá rautt í jafntefli gegn Vestra Víkingur tók á móti Vestra í 18. umferð Bestu deildarinnar í dag. Liðin á sitthvorum enda deildarinnar, Víkingur á toppnum en Vestri í 11. sæti og í bullandi fallbaráttu. Vestri þurfti á sigri að halda til að komast uppúr fallsæti en Víkingur sem eru einnig á fullu í Evrópukeppni þessa dagana þurftu á þremur stigum að halda til að halda í toppsætið. Íslenski boltinn 11. ágúst 2024 15:55
Afmælisbarnið til Esbjerg Danska B-deildarliðið Esbjerg hefur keypt miðjumanninn Breka Baldursson frá Fram. Íslenski boltinn 11. ágúst 2024 15:23
Guðný skoraði sitt fyrsta mark fyrir Kristianstad Íslendingalið Kristianstad laut í lægra haldi fyrir Norrköping, 1-3, í eina leik dagsins í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fótbolti 11. ágúst 2024 14:58
Fernandes mun gera nýjan samning við United Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, hefur samþykkt að skrifa undir nýjan samning við félagið. Enski boltinn 11. ágúst 2024 12:16
Ten Hag styður Rashford eftir klúðrin gegn City Knattspyrnustjóri Manchester United, Erik ten Hag, handviss um að Marcus Rashford nái sér aftur á strik eftir erfiða mánuði. Enski boltinn 11. ágúst 2024 10:30
Belgískur miðjumaður í FH FH hefur fengið belgíska miðjumanninn Robby Wakaka frá Gent. Hann samdi við FH út tímabilið með möguleika á framlengingu. Íslenski boltinn 11. ágúst 2024 09:30
Kane neitaði að lyfta bikarnum gegn Tottenham Þrátt fyrir að vera einn markheppnasti leikmaður í sögu enska boltans hefur framherjinn Harry Kane aldrei náð að lyfta bikar á loft. Hann fékk að vísu tækifæri til þess í gær en afþakkaði. Fótbolti 11. ágúst 2024 09:01
De Ligt og Mazraoui til United á morgun Sagan endalausa um félagaskipti Matthijs de Ligt til Manchester United virðist loks ætla að taka enda ef eitthvað er að marka fréttaflutning knattspyrnuvéfréttarinnar Fabrizio Romano. Fótbolti 11. ágúst 2024 08:00
Markadrottning Lengjudeildarinnar á leið til Portúgal Bandaríski framherjinn Emma Hawkins sem raðað hefur inn mörkum fyrir FHL í Lengjudeildinni í sumar er á leið til Damaiense í portúgölsku deildinni. Íslenski boltinn 10. ágúst 2024 20:46