Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, hefur ekki verið flughæf síðan fyrir helgi vegna smávægilegrar bilunar í skjá á flugstjórnarklefanum. Stefnt er að því að viðgerð ljúki á morgun. Innlent 14. janúar 2025 18:15
Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. Innlent 14. janúar 2025 08:56
Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins. Skoðun 14. janúar 2025 07:00
Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Forstjóri flugfélagsins Play furðar sig á því að Sjúkratryggingar Íslands hafi ekki virkjað rammasamning við félagið, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis. Sjúklingar sem vilja heldur fljúga með Play þurfa að leggja út fyrir sínum miðum, sem þarf ekki að gera ef flogið er með Icelandair. Viðskipti innlent 13. janúar 2025 16:34
Með eitt og hálft kíló falið innvortis Fjórmenningar hafa verið ákærðir fyrir innflutning fíkniefna hingað til lands. Málið varðar rétt tæp 3,3 kíló af kókaíni sem voru, samkvæmt ákæru, mest megnis falin innvortis í sakborningunum, sem allir eru erlendir ríkisborgarar. Innlent 13. janúar 2025 15:45
Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Flugrekstrarstjóri segir alvarlegt ef aðeins ein flugbraut verður opin á Reykjavíkurvelli vegna trjáa í Öskjuhlíð. Við ákveðið veðurskilyrði geti völlurinn orðið ónothæfur. Framkvæmdir við brúarsmíði geti ógnað einu brautinni sem eftir standi. Ríki og borg verði að finna lausn. Innlent 12. janúar 2025 20:00
Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Íbúar í Kúlúsúk og nágrenni segjast upplifa sig svikna af Icelandair í kjölfar ákvörðunar félagsins að hætta við flugferðir í janúar- og febrúarmánuðum. Innlent 11. janúar 2025 18:57
Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. Innlent 10. janúar 2025 19:09
Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Sparnaðarráð til handa nýrri ríkisstjórn halda áfram að hrúgast inn í samráðsgátt stjórnvald og telja nú vel á þriðja þúsund. Meðal þeirra sem ráðleggja ríkisstjórninni er flugfélagið Play, sem telur ríkið geta sparað sér verulega fjármuni með því að skipta heldur við Play en Icelandair. Viðskipti innlent 10. janúar 2025 11:40
Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Rúmlega tvö hundruð þúsund flugvélar flugu í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið á síðasta ári. Um er að ræða metár hjá flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Viðskipti innlent 9. janúar 2025 11:07
Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Icelandair sló farþegamet árið 2024 en flogið var með tæplega fimm milljónir farþega. Metsætanýting var í desember en átján prósenta munur var á milli ára. Viðskipti innlent 6. janúar 2025 19:11
Isavia - þar sem sögur fara á flug Isavia, sem er opinbert fyrirtæki í eigu almennings, birti sem kunnugt er langa og rándýra auglýsingu fyrir áramótaskaup Ríkissjónvarpsins á gamlárskvöld. Skoðun 6. janúar 2025 13:30
Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Forgangsröðun Isavia virðist á sumum sviðum vera nokkuð skökk. Skoðun 6. janúar 2025 07:00
Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. Innlent 4. janúar 2025 22:11
Lentu með veikan farþega í Keflavík Lenda þurfti flugvél bandaríska flugfélagsins American Airlines, sem var á leið frá London til Charlotte í Bandaríkjunum, á Keflavíkurflugvelli í dag. Ástæðan voru veikindi farþega um borð. Innlent 4. janúar 2025 21:39
Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Skúli Gunnar Sigfússon, fjárfestir og einn hluthafa í Isavia ohf. líkt og allir Íslendinga eins og hann titlar sig að gefnu tilefni, ritar grein á Vísi þar sem hann furðar sig á óráðsíu Isavia ohf. Deildarstjóri hafnar því að almannafé fari í auglýsinguna sem fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli fjármagni. Innlent 3. janúar 2025 16:48
Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Við sáum áþreifanlegt dæmi á gamlárskvöld um það hvernig skilin eru oft á milli hins opinbera og einkageirans. Í þeim aðstæðum sem hér hafa verið þar sem vextir eru háir og hægst hefur á hagkerfinu hafa fyrirtæki á einkamarkaði þurft að huga vel að rekstri og þá sérstaklega kostnaði. Skoðun 3. janúar 2025 12:02
Vigdís frá Play til Nettó Vigdís Guðjohnsen hefur tekið við stöðu markaðsstjóra Nettó. Vigdís hefur samkvæmt tilkynningu sérhæft sig í markaðssetningu samfélagsábyrgðar. Viðskipti innlent 3. janúar 2025 08:37
Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Nokkur rekistefna varð í flugvél Play sem var á leið til Tenerife í dag en vísa varð þremur ungum mönnum frá borði. Flugstjóri mat ástand mannanna þannig að þeir væru ógn við öryggi vélarinnar. Innlent 2. janúar 2025 15:02
Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Um sex mínútum áður en flugvél Jeju Air skall á vegg við enda flugbrautar á flugvellinum í Muan í Suður-Kóreu, vöruðu flugumferðarstjórar við mögulegri hættu á fuglaferðum. Tveimur mínútum eftir að viðvörunin, sem þykir nokkuð hefðbundin á þessu svæði, var send lýsti flugstjórinn yfir neyðarástandi, fuglar hefðu skollið á flugvélinni og sagðist hann setja stefnuna aftur á flugvöllinn. Erlent 30. desember 2024 21:42
Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Farþegar með flugi KLM frá Osló til Amsterdam heyrðu mikinn hvell við flugtak frá Gardemoen-flugvelli í fyrradag en vélin nauðlenti skömmu síðar á flugvellinum í Sandefjord. Hluti úr vélinni fannst á flugbrautinni á Gardemoen eftir atvikið sem nú er til rannsóknar. Vélin er sömu gerðar og sú sem fórst í Suður-Kóreu um helgina. Erlent 30. desember 2024 12:05
Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Starfandi forseti Suður-Kóreu, Choi Sang-mok, hefur fyrirskipað að allur flugfloti landsins verði skoðaður með tilliti til öryggis. 179 létust í flugslysi í Suður-Kóreu í gær þegar lendingarbúnaður vélarinnar bilaði. Alls voru 181 um borð í vélinni. Tveimur flugþjónum var bjargað úr brakinu en þau fundust nærri stéli vélarinnar. Flugslysið er mannskæðasta innanlandsflugslys í sögu landsins. Erlent 30. desember 2024 06:56
Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg vegna mannskæðs flugslyss sem varð í landinu í dag. Fánar verða dregnir í hálfa stöng og opinberir starfsmenn munu bera svartar slaufur. Erlent 29. desember 2024 17:38
Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. Erlent 29. desember 2024 02:06
Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Vladímír Pútín hefur beðið Ilham Aliyev, forseta Azerbaísjan, afsökunar á „hörmulegu atviki“ sem varðar brotlendingu aserskrar farþegaflugvélar í Kasakstan. Pútín hefur þó ekki viðurkennt sekt Rússa í málinu. Erlent 28. desember 2024 13:51
Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Rússnesk yfirvöld vara við því að dregnar séu ályktanir um asersku farþegaflugvélina sem hrapaði í Kasakstan á jóladag. Í frétt BBC segir að einhverjir flugsérfræðingar hafi lagt til að flugvélin hafi verið skotin niður af rússneskum loftvörnum og í aserskum miðlum hefur verið sagt að rússneskt flugskeyti hafi skotið hana niður. Erlent 27. desember 2024 07:09
Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Ráðamenn Icelandair hyggjast á næstu misserum taka ákvörðun um það hvort stefnt verði á að hafa eingöngu Airbus-þotur í flugflotanum og eins hvort breiðþotur verði hluti af framtíðarflota félagsins. Innlent 26. desember 2024 21:00
Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Fjölmargar kenningar hafa farið á flug síðan asersk farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan í gær jóladag. Rússnesk og kasöksk yfirvöld hafa reynt að lægja öldurnar en fátt er vitað með vissu um tildrög slyssins. Erlent 26. desember 2024 16:36
Um helmingur farþega komst lífs af 69 farþegar voru innanborðs í farþegaflugvél sem hrapaði í vestur-Kasakstan í morgun. Samkvæmt yfirvöldum létu 38 manns lífið í slysinu en 31 komst lífs af. Erlent 25. desember 2024 18:07
Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Ein flugvél er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli og aðrar eru að gera sig klárar, flugferðir frá vellinum hafa legið niðri síðan í morgun vegna veðurs. Innlent 25. desember 2024 16:57