Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Gísli Þorgeir: „Þetta var alveg svakalegt“

Gísli Þorgeir Kristjánsson varð viðstaddur skelfilegan atburð á stærstu stundu á ferli hans en pólskur blaðamaður lét lífið á meðan Gísli Þorgeir og liðsfélagar hans hjá Magdeburg voru að spila við Kielce í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla.

Handbolti
Fréttamynd

Sti­ven til liðs við Ben­fi­ca

Handknattleiksmaðurinn Stiven Tober Valencia er genginn í raðir portúgalska liðsins Benfica. Félagið greinir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í dag. Samningur hans við félagið gildir til eins árs.

Handbolti
Fréttamynd

„Hélt að þetta væri búið, að draumurinn væri búinn“

Gísli Þorgeir Kristjánsson stóð uppi sem Evrópumeistari í handbolta sem og verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar eftir að fara úr axlarlið í undanúrslitum. Hann segir helgina hafa verið sturlaða, að þetta sé það sem hann hafi dreymt um frá unga aldri og hvað það skipti hann miklu máli að hafa sitt nánast fólk með sér í höllinni í Köln.

Handbolti
Fréttamynd

Bauð Ki­elce sigurinn þegar pólski blaða­­maðurinn barðist fyrir lífi sínu

Bennet Wiegert, þjálfari Íslendingaliðs Magdeburg, bauð Talant Dujshebaev, þjálfara Kielce, að hætta leik og láta stöðuna sem á þeim tíma var á töflunni standa sem úrslit leiksins í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á sunnudagskvöld eftir að pólski blaðamaðurinn Pawel Kotwica missti meðvitund uppi í stúku og barðist fyrir lífi sínu.

Handbolti
Fréttamynd

Kári Kristján framlengir við Íslandsmeistarana

Hinn 38 ára gamli Kári Kristján Kristjánsson, fyrirliði Íslandsmeistara ÍBV, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið og tekur því slaginn í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili.

Handbolti
Fréttamynd

Gísli Þorgeir valinn verðmætasti leikmaður helgarinnar

Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn verðmæsti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeild Evrópu í handbolta karla en lið hans Magdeburg sigraði keppnina eftir sigur gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. 

Handbolti
Fréttamynd

Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 

Handbolti
Fréttamynd

Gísli Þorgeir mættur til leiks í úrslitaleiknum

Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi Magdeburg, er mættur til leik í úrslitum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að hafa meiðst illa í gær. Talið var að Gísli hefði farið úr axlarlið enn einu sinni og yrði lengi frá.

Handbolti
Fréttamynd

Gísli Þorgeir fór úr axlarlið

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, fór úr axlarlið þegar lið hans Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri gegn Barcelona fyrr í Lanxess Arena í Köln í dag. 

Handbolti