
Streitan helltist yfir Hjálmar á leiðinni niður Ártúnsbrekkuna
Fræðslu- og skemmtiþættirnir Gerum betur með Gurrý hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum.
Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat
Fræðslu- og skemmtiþættirnir Gerum betur með Gurrý hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum.
Eflaust taka margir eftir því að hjartað er farið að slá örlítið hraðar eftir sumarfrí. Tölvupóstarnir aukast, hraðinn verður meiri og dagarnir eiga það til að fljúga hjá sökum anna. Þá er einstaklega mikilvægt að geta tamið sér ágætis skipulag og fundið góða rútínu. Lífið á Vísi ræddi því við fjölbreyttan hóp fólks úr samfélaginu og bað það að deila sínum bestu ráðum fyrir rútínuna í vetur.
Næringafræðingur segir fólk ekki þurfa að hafa of miklar áhyggjur af áti á svokölluðum gjörunnum matvælum, sem oft eru markaðssett sem heilsuvara. Það sé vissulega betra að borða minna unninn mat - en borði fólk einnig næringarríkt fæði á móti sé ekkert að óttast.
„Amma mín var alltaf að dásama Nutrilenk. Hún talaði um þetta sem töfratöflur eftir að hún varð sjálf mun betri í hnjánum og ökklunum og mælti með þessu fyrir mig. Ég ákvað því að láta reyna almennilega á þetta,“ segir Gísli Eyjólfsson, fótboltamaður en hann hefur notað Nutrilenk í dágóðan tíma og finnur mikinn mun á hnjánum á sér.
Við eigum það öll til að gleyma að hugsa um fæturnar okkar jafn vel og við hugsum um aðra skemmtilegri líkamshluta...eins og til dæmis húð okkar eða hár. Hins vegar eru fætur okkar reglulega undir miklu álagi og þess vegna er ekki gott að skilja greyin útundan.
Átakinu Gulur september var formlega ýtt úr vör í dag af heilbrigðisráðherra og landlækni en Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum.
Sænska snyrtivörumerkið Sweed Beauty er þekkt fyrir vegan vörur og stuðning sinn við umhverfismál. Merkið hóf göngu sína með léttustu og náttúrulegustu augnhárunum á markaðnum og er nú hvað þekktast fyrir augnháraserum sem er án allra skaðlegra efna, og margverðlaunaða maskarann Lash Lift.
Öllum sýnasendingum til Danmerkur var hætt fyrir síðustu áramót og biðtími eftir niðurstöðum úr leghálsskimun er nú 12,5 dagar að meðaltali, ef miðað er við fyrstu sjö mánuði ársins.
„Við höfum opnað fullkomnustu hnefaleikaaðstöðu á landinu og með þeim betri í Evrópu,“ segir Davíð Rúnar Bjarnason, yfirþjálfari World Class Boxing Academy en starfsemin er komin á fullt í endurbættu og glænýju húsnæði í Gamla Morgunblaðshúsinu við Kringluna.
Anna Eiríksdóttir deildarstjóri hjá Hreyfingu er sannkallaður viskubrunnur þegar kemur að hollu matarræði. Það var því auðsótt að leita ráða hjá henni þegar kemur að hollu nesti nú þegar skólarnir hafa hafið göngu sína á ný.
„Stærsti fjársjóðurinn sem ég hef með mér frá Menntastoðum Mímis er sjálfsvirðingin. Að hafa upplifað þá tilfinningu að vera góð í einhverju og fengið staðfestingu á því að ég get menntað mig,“ segir Stella Guðrún Arnardóttir en hún settist aftur á skólabekk eftir 14 ára hlé.
Kristgeir Kristinsson á Hellissandi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að gera armbeygjur og hnébeygjur því hann gerði þrjátíu þúsund slíkar í síðasta mánuði.
Einstaklingar á miðjum aldri sem eru í yfirþyngd og með örlítla blóðþrýstings-, kólesteról- eða blóðsykurshækkun eru þrefalt líklegri að deyja fyrir aldur fram en aðrir. Þá eru þeir 35 prósent líklegri til að fá hjartaáfall og heilablóðfall og upplifa þau tveimur árum fyrr en jafnaldrar þeirra.
Hina brosmildu Kristínu Sif þekkja margir sem útvarpskonu á K100. Kristín Sif ber þó mun fleiri hatta en það, en hún er einnig næringarþjálfari hjá ITSmacros, boxari, CrossFit þjálfari og keppnismanneskja í CrossFit.
Fræðslu- og skemmtiþættirnir Gerum betur með Gurrý hófu göngu sína á Stöð 2 á mánudagskvöldið en í þeim er fjallað er um heilsu frá ýmsum sjónarhornum.
Ný rannsókn bendir til þess að framleiðendur fæðubótarefna sem innihalda fiskiolíu séu ófeimnir við að markaðsetja hana sem góða fyrir hjarta- og æðakerfið, jafnvel þótt rannsóknir hafi sýnt fram á að áhrif þeirra séu lítil eða engin.
Guðríður Torfadóttir, eða Gurrý, er á leiðinni í loftið með þættina Gerum betur á Stöð 2 þar sem venjulegu fólki er kennt hvernig á að komast í form á heilbrigðan hátt.
„Við höldum að við þurfum að gera svo mikið en bara göngutúr út fyrir hússins dyr er ein vanmetnasta hreyfing í heimi,“ segir Lukka Pálsdóttir eigandi Greenfit í samtali við Marín Möndu í nýjasta hlaðvarpsþætti af Spegilmyndinni.
„Parkinson læðist að manni eins og draugur um nótt. Þú áttar þig ekki á truflunum af hans völdum fyrr en þær eru farnar að íþyngja þér verulega,“ segir Sigrún Jónsdóttir en hún greindist með Parkinson sjúkdóminn fyrir átta árum, þá rétt rúmlega fimmtug.
Benedikt Karlsson hefur verið ráðinn nýr íþróttastjóri Mjölnis. Hann hefur stundað líkamsrækt frá tólf ára aldri ásamt tvíburabróður sínum, Halldóri. Hér ræðir hann samkeppni við tvíburabróðurinn, mataræði, glænýtt föðurhlutverk og „langa leikinn“, sem lykil að árangri í líkamsrækt.
Þrítugur karlmaður sem beið í sextán ár með að fara í aðgerð vegna of þröngrar forhúðar, segir aðgerðina hafa skilað honum mikilli aukningu í lífsgæðum. Hann hvetur alla sem gruna sig glíma við vandamálið að kíkja til læknis.
Jóna Björk Sigurjónsdóttir 42 ára hjúkrunarfræðingur hefur undanfarin ár hlaupið Laugaveginn, orðið Landvættur og skráð sig í krefjandi nám. Allt eftir að hún ákvað að fara í magaermisaðgerð og byrja að hreyfa sig. Hún segir fitufordóma víða í samfélaginu þótt ljóst sé að það sé ekki hollt að vera í ofþyngd.
Ný rannsókn hefur leitt í ljós að með því að ganga 4.000 skref á dag má draga úr líkunum á því að deyja fyrir aldur fram. Áður var talið að 10.000 væri töfratalan en samkvæmt rannsókninni má sjá ávinning af aðeins 2.300 skrefum.
Vísindamenn hafa í fyrsta sinn prófað rakadrægni tíðavara með blóði. Hingað til hafa tíðavörurnar, sem flestar eru seldar með fyrirheitum um góða rakadrægni, verið prófaðar með saltvatnslausn.
Verslunin Svefn & heilsa býður flest allt fyrir góðan svefn og betri heilsu en þar má finna skemmtilegt og fjölbreytt vöruúrval þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi segir Elísabet Traustadóttir, framkvæmdastjóri Svefns & heilsu.
Ingibergur Þorkelsson lærði dáleiðslu á meðan hann bjó í Edinborg og hefur alla tíð síðan helgað sig klínískri meðferðardáleiðslu og Hugrænni endurforritun ásamt kennslu hjá Dáleiðsluskóla Íslands.
Langþráð verslunarmannahelgi er næstu helgi og þá má búast við því að stór hluti landsmanna fari í lengri og styttri ferðalög.
Vinsældir heitra potta hafa aukist mikið undanfarin ár og sífellt fleiri landsmenn eiga heita potta heima fyrir og í bústaðnum.
„Mér finnst sorglegt að sjá hversu margir eru illa brenndir,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Hún segir vaxandi tíðni vera á húðkrabbameini í heiminum, Ísland sé engin undantekning á því og minnir á mikilvægi þess að bera á sig sólarvörn.