Jalen Brunson í 50-stiga klúbbinn Jalen Brunson, leikmaður New York Knicks, fór hamförum í nótt í sigri liðsins á Phoenix Suns þegar hann skoraði 50 stig og klikkaði varla úr skoti. Körfubolti 16. desember 2023 09:31
Jón Axel skoraði 16 í sterkum sigri Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson skoraði 16 stig fyrir Alicante er liðið vann tíu stiga sigur gegn Oviedo í spænsku B-deildinni í körfubolta í kvöld. Körfubolti 15. desember 2023 22:27
„Ég er að fara til Tenerife á sunnudaginn og ætla að njóta þess að vera á Tene“ Þór Þ. heimsótti Keflavík í lokaleik elleftu umferðar Subway deild karla. Eftir fremur þægilegan fyrri hálfleik leystist leikurinn heldur betur upp í spennu undir lokinn og gestirnir sluppu með þetta í lokin. Körfubolti 15. desember 2023 22:03
Umfjöllun: Keflavík - Þór Þ. 102-103 | Þórsarar á toppnum yfir jólin Þór Þorlákshöfn vann nauman eins stigs sigur er liðið heimsótti Keflavík í toppslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld og fara því inn í jólahátíðina á toppnum ásamt Valsmönnum. Körfubolti 15. desember 2023 21:02
Blikar draga kvennaliðið úr keppni Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að félagið hafi ákveðið að draga kvennalið sitt úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 15. desember 2023 18:31
KR-ingar búnir að finna nýjan Kana Körfuknattleiksdeild KR hefur samið við Nimrod Hilliard IV á yfirstandandi tímabili í 1. deild karla í körfubolta. Körfubolti 15. desember 2023 17:45
Moyer látinn fara frá Njarðvík Njarðvík hefur leyst Luke Moyer undan samningi þegar keppni í Subway deild karla er hálfnuð. Körfubolti 15. desember 2023 16:01
Ummælin dauð og ómerk en miskabætur og málskostnaður detta út Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness um að ummæli Huga Halldórssonar í garð körfuboltamannsins Srdans Stojanovic séu dauð og ómerk. Hugi þarf hins vegar ekki að greiða Srdan miskabætur. Körfubolti 15. desember 2023 15:12
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 89 - 75 | Grindvíkingar tóku yfir í seinni Grindavík tók á móti Haukum í afar mikilvægum leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway deildar karla. Körfubolti 14. desember 2023 23:15
„Við lítum svolítið út eins og lið sem hefur bara ekkert æft saman“ Eftir jafnan fyrri hálfleik í viðureign Grindavíkur og Hauka í Subway-deild karla var engu líkara en allur vindur væri úr gestunum í þeim seinni. Grindvíkingar kláruðu leikinn nokkuð örugglega og höfðu tæplega 20 stiga sigur, lokatölur í Smáranum 89-75. Körfubolti 14. desember 2023 22:43
Finnur Freyr: Jafnvel þó við værum alveg heilir þá værum við ánægðir Valur náði að enda fyrri hluta Subway deildar karla á besta veg með því að vinna Njarðvíkinga í leik sem varð spennandi í lokin en bæði lið áttu kannski ekki sinn besta dag. Valur gerði nóg og vann 91-87 sigur sem kemur þeim á topp deildarinnar í að minnsta kosti sólarhring. Körfubolti 14. desember 2023 22:01
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Álftanes 78-73 | Höttur hnoðaði í sigur Höttur batt enda á þriggja leikja sigurhrinu Álftaness í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með 78-73 sigri þegar liðin mættust á Egilsstöðum í kvöld. Líkamleg barátta einkenndi leikinn á löngum köflum og þeim verður best lýst sem óttalegu hnoði. Körfubolti 14. desember 2023 21:10
Umfjöllun: Breiðablik - Stjarnan 73-97 | Stjarnan átti ekki í teljandi vandræðum með Breiðablik Stjarnan fór með sannfærandi 97-73 sigur af hólmi þegar liðið sótti Breiðablik heim í 11. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 14. desember 2023 19:22
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Njarðvík 91-87 | Valsmenn mörðu sigur á Njarðvíkingum í spennuleik Leikur Vals og Njarðvíkur skiptist á að vera eitthvað fyrir augað og svo ekki. Úr varð spennuleikur en Valsmenn reyndust sterkari á svellinu í lok leiks og náðu í stigin sem í boði eru. Þeir verða því fyrir ofan Njarðvíkinga yfir hátíðirnar. Leikurinn endarði 91-87. Körfubolti 14. desember 2023 18:30
Umfjöllun og viðtöl: Hamar - Tindastóll 81-106 | Meistararnir unnu botnliðið sannfærandi Nýliðar Hamars eru enn án sigurs í Subway-deild karla í körfubolta eftir að Íslandsmeistarar Tindastóls mættu til Hveragerðis og unnu einkar sannfærandi sigur. Körfubolti 14. desember 2023 18:30
Öll landsliðin í hæstu hæðum Landslið Íslands í körfubolta hafa hvert og eitt aldrei verið eins ofarlega á styrkleikalista, heims og Evrópu, og skiptir þá ekki máli hvort horft er til karla, kvenna eða yngri landsliða. Körfubolti 14. desember 2023 15:31
Setti stigamet en lenti svo í útistöðum vegna boltans Giannis Antetokounmpo setti félagsmet þegar hann skoraði 64 stig í sigri Milwaukee Bucks á Indiana Pacers, 140-126, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann lenti svo í útistöðum eftir leikinn. Körfubolti 14. desember 2023 14:00
Tindastólsmaðurinn biður stuðningsmenn KB Peja afsökunar Jacob Calloway segir að Tindastóll og KB Peja séu nálægt samkomulagi sem opnar dyrnar fyrir hann að spila loksins með Íslandsmeisturunum í Subway deildinni. Körfubolti 14. desember 2023 12:00
„Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim“ Auður Íris Ólafsdóttir lét af störfum hjá Stjörnunni þar sem álagið sem fylgdi því að þjálfa tvö lið og ala upp tvö börn hafi reynst of mikið og hún sé úrvinda. Körfubolti 14. desember 2023 09:01
NBA-deildin setur Draymond Green í ótímabundið bann Körfuboltamaðurinn Draymond Green má ekki spila með Golden State Warriors á næstunni en NBA-deildin hefur sett hann í bann. Það sérstaka við bannið er að það er ekki talið í leikjum, dögum eða vikum. Green er kominn í ótímabundið bann. Körfubolti 14. desember 2023 07:15
Erfitt að vera alltaf illt en lausnin vonandi fundin Kári Jónsson, einn albesti leikmaður Subway-deildarinnar í körfubolta, spilar hugsanlega ekki meira með liði Vals á þessari leiktíð, eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna meiðsla í fæti. Körfubolti 13. desember 2023 22:46
Elvar og félagar töpuðu toppslagnum Elvar Már Friðriksson og félagar hans í gríska liðinu PAOK mættu Hapoel Jerusalem í Meistaradeildinni í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn fór fram í Serbíu. Körfubolti 13. desember 2023 19:33
„Hann þarf hjálp“ Draymond Green er enn á ný í vandræðum í NBA-deildinni. Hann lék sinn fyrsta leik í nótt eftir fimm leikja bann og var rekinn af velli eftir að hafa slegið andstæðing. Körfubolti 13. desember 2023 18:30
Stórleikir í 8-liða úrslitum bikarsins Bikarmeistarar síðustu tveggja ára í körfubolta karla, Valur og Stjarnan, mætast í 8-liða úrslitum VÍS-bikarsins í næsta mánuði. Haukakonur, sem unnið hafa bikarinn þrjú ár í röð, fengu heimaleik gegn toppliði Subway-deildarinnar, Keflavík. Körfubolti 13. desember 2023 14:41
Auður hættir óvænt hjá Stjörnunni Auður Íris Ólafsdóttir, þjálfari Stjörnunnar í Subway deild kvenna í körfubolta, hefur óskað eftir að láta af störfum og hættir hún þjálfun liðsins nú um áramótin. Körfubolti 13. desember 2023 14:13
KR-ingar reka Kanann þrátt fyrir 58 stiga leik Troy Cracknell hefur leikið sinn síðasta leik fyrir KR í 1. deild karla í körfubolta því Vesturbæjarfélagið hefur sagt upp samningi sínum við leikmanninn. Körfubolti 13. desember 2023 14:00
Bræður réðust á körfuboltaþjálfara sem setti þann yngri á bekkinn Tveir bræður frá Texas voru handteknir fyrir að ráðast á þjálfara á skólabílastæði eftir körfuboltaleik. Körfubolti 13. desember 2023 12:31
Ingibergur um handtöku Charisse Fairley: Lenti í einhverjum útistöðum síðasta sumar Charisse Fairley, leikmaður Grindavíkur, var handtekin í Bandaríkjunum þann 2. nóvember síðastliðinn. Fairley hefur spilað síðustu fjóra leiki með Grindavík eftir handtökuna. Körfubolti 13. desember 2023 07:30
Njarðvík búið að ná í Kana: „Hana langar að spila vörn og kann að vinna“ Njarðvík vann þriggja stiga sigur gegn Grindavík í Smáranum 63-66. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigurinn og staðfesti að liðið væri búið að klófesta Kana. Körfubolti 12. desember 2023 22:52
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 63-66 | Njarðvíkingar mörðu Suðurnesjaslaginn Njarðvík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Grindavík í Smárann í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 63-66. Körfubolti 12. desember 2023 21:55