Kínverjar bregðast snúðugir við rannsókn Biden Ákvörðun Joes Biden Bandaríkjaforseta um að fela leyniþjónustunni að rannsaka frekar uppruna kórónuveirufaraldursins hefur farið öfugt ofan í kínverska ráðamenn í dag. Þeir vísa tilgátum um að veiran kunni að hafa sloppið út af rannsóknarstofnu fyrir mistök á bug. Erlent 27. maí 2021 18:13
Sautján smitast við að fagna titli Hjartar og félaga Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa greint frá því að sautján manns hafi greinst með kórónuveiruna eftir fagnaðarlætin á og við leikvang Bröndby í kjölfar þess að liðið varð Danmerkurmeistari. Fótbolti 27. maí 2021 16:30
Menningarnótt 21. ágúst nema faraldurinn setji aftur strik í reikninginn Reykjavíkurborg hefur ákveðið að halda Menningarnótt þann 21. ágúst. Lagt er upp með að hátíðin verði með sama hætti og fyrri ár með fyrirvara um breytingar vegna sóttvarna. Verkefnastjóri Menningarnætur býst við að allt að þúsund viðburðir verði í boði. Innlent 27. maí 2021 15:00
Um hundrað þúsund ónýttar ferðagjafir renna út á þriðjudag Nú fer hver að verða síðastur að nýta ferðagjöf sína sem gefin var út í fyrrasumar. Ferðagjöfin rennur út um mánaðamótin, á þriðjudaginn eftir fimm daga, og enn eiga um hundrað þúsund Íslendingar eftir að nota sína gjöf. Neytendur 27. maí 2021 12:47
Konur verða sjálfar að ákveða sig: „Þannig er nú bara með margt í lífinu“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir konur yngri en 55 ára sem þegar hafa fengið fyrri skammtinn af bóluefninu frá AstraZeneca verða að ákveða það sjálfar hvort þær þiggja seinni skammtinn eða vilja fá annað bóluefni. Innlent 27. maí 2021 12:20
Ónæmið gæti varið í mörg ár Ónæmi gegn Covid-19 gæti verið út ævi flestra sem hafa smitast og fengið bólusetningu. Þetta er meðal niðurstaða í tveimur nýjum rannsóknum þar sem fólk sem smitaðist snemma í faraldri nýju kórónuveirunnar var skoðað. Erlent 27. maí 2021 11:57
H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. Innlent 27. maí 2021 11:24
Starfsmenn Alvotech safna fyrir Indland Starfsmenn Alvotech hafa hrundið af stað fjáröflun innan fyrirtækisins til að bregðast við skelfilegum afleiðingum COVID-19 á Indlandi. Heimsmarkmiðin 27. maí 2021 10:56
Þrír greindust innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar. Fólki í sóttkvíar fjölgar mikið milli daga. Innlent 27. maí 2021 10:55
Svona var 182. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 11 í dag. Um er að ræða reglulegan fund vegna kórónuveirufaraldursins sem undanfarnar vikur Innlent 27. maí 2021 10:38
Voru Covid-smitaðir á toppi Everest Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, íslensku fjallagarparnir sem náðu á topp Everest um síðustu helgi, greindust með Covid-19 í Nepal gær. Þeir byrjuðu að finna fyrir einkennum í efstu búðum Everest, áður en þeir komust á toppinn, og eru nú í einangrun í grunnbúðum Everest. Innlent 27. maí 2021 09:37
Telja sig geta „endurforritað“ bóluefnin til að koma í veg fyrir blóðtappa Hópur þýskra vísindamanna telur sig hafa komist að því hvers vegna sumir sem eru bólusettir með bóluefnunum frá AstraZeneca og Johnson & Johnson fá alvarlega blóðtappa. Þeir segja að hægt sé að endurhanna bóluefnin til að komast hjá vandamálinu. Erlent 27. maí 2021 08:14
Tilkynna fyrstu vinningshafa bóluefnalottósins „Vax-a-Million“ Yfirvöld í Ohio í Bandaríkjunum hafa greint frá nöfnum fyrstu vinningshafana í bóluefnalottóinu Vax-a-Million en um er að ræða átak til að fá sem flesta íbúa ríkisins til að þiggja bólusetningu. Erlent 27. maí 2021 07:37
Meirihlutinn fellir grímuna en sprittstandarnir eru komnir til að vera Framkvæmdastjóri Kringlunnar segist áætla að um fjórðungur viðskiptavina kjósi enn að bera grímu þrátt fyrir að grímuskylda í verslunum hafi verið afnumin. Markaðsstjóri Smáralindar segir það hafa komið á óvart hvað fólk var fljótt að fella grímuna. Viðskipti innlent 27. maí 2021 07:07
Eftirköst Covid-19 og vinnuveitendur Þann 6. október greindist ég ásamt móður minni með Covid-19 en ekki var hægt að rekja smitin. Ég var í einangrun í rúmlega tvær vikur og helstu einkenni mín voru höfuðverkur, þreyta, vöðvaverkir, orkuleysi, svimi og mæði. Skoðun 26. maí 2021 20:44
Alvarlegur súrefnisskortur yfirvofandi víða Skortur á súrefni fyrir kórónuveirusjúklinga er yfirvofandi í tugum ríkja. Þúsundir hafa dáið vegna súrefnisskorts á Indlandi. Erlent 26. maí 2021 20:00
Biden lætur rannsaka uppruna kórónuveirufaraldursins Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt bandarískum leyniþjónustustofnunum að leggja aukna áherslu á að rannsaka uppruna kórónuveirufaraldursins. Þær eiga meðal annars að kanna hvort að kenning um að veiran hafi fyrst borist út frá rannsóknastofu í Kína eigi við rök að styðjast. Erlent 26. maí 2021 18:08
Þingpallar opnaðir og nefndir mega hittast á ný Þingpallar Alþingis voru opnaðir almenningi á ný í dag eftir að hafa verið lokaðir í rúmt ár. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði við upphaf þingfundar að þetta væri hægt í kjölfar almennra tilslakana í samfélaginu. Innlent 26. maí 2021 17:04
Sífellt fleiri börn og ungmenni meta andlega heilsu sína slæma Sviðsstjóri Lýðheilsusviðs Landlæknis segir sífellt fleiri börn og ungmenni meta andlega líðan sína slæma. Afar mikilvægt sé að bregðast við og samhæfa viðbrögð hjá þeim stofnunum sem koma að eða fylgjast með hópnum. Innlent 26. maí 2021 16:01
Segist hafa heyrt Boris tala um að leyfa líkum að hrannast upp Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Boris Johnson, segist hafa heyrt forsætisráðherrann segja að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp á Bretlandi, frekar en að herða sóttvarnaaðgerðir. Sjálfur hefur Johnson neitað því að hafa látið þessi orð frá sér. Erlent 26. maí 2021 15:35
Alma fullbólusett: „Þetta er mikill hátíðisdagur“ Um sjö þúsund manns verða bólusettir í Laugardalshöll í dag með bóluefni Pfizer. Meðal þeirra sem fékk aðra bólusetningu í dag er Alma Möller landlæknir. Hún sagði um hátíðisdag að ræða. Innlent 26. maí 2021 14:01
Getum enn fengið stóra hópsýkingu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann hefði verið til í að sjá núllin áfram í kórónuveirusmitum en það sé óraunhæft. Veiran sé enn þarna úti en að veiran sem nú sé að greinast sé sú sama og greindist fyrir rúmri viku og var kennd við H&M. Innlent 26. maí 2021 12:27
Bólusetning dugi ekki til að stöðva núverandi bylgju faraldursins í Bandaríkjunum Yfirstandandi bólusetningar munu ekki duga til að stöðva núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum að sögn vísindamanna. Nauðsynlegt er að viðhalda ströngum reglum um fjarlægð milli einstaklinga og öðrum sóttvarnarráðstöfunum til að stöðva faraldurinn og koma í veg fyrir nýja bylgju. Innlent 26. maí 2021 12:03
Smit á leikskólanum Árborg Starfsmaður á leikskólanum Árborg í Árbæjarhverfi í Reykjavík hefur greinst með Covid-19. Innlent 26. maí 2021 11:00
Fimm greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir sem greindust voru utan sóttkvíar. Innlent 26. maí 2021 10:45
Íbúðaverð haldi áfram að hækka og stýrivextir fari í 3,25 prósent Reikna má með áframhaldandi hækkunum á íbúðaverði og 2,7% hagvexti í ár ef marka má nýja þjóðhagsspá Íslandsbanka. Telur bankinn að atvinnuleysi verði komið í eðlilegra horf árið 2023 og stýrivextir komnir í 3,25% í lok sama árs. Viðskipti innlent 26. maí 2021 10:22
Segir Boris hafa viljað láta smita sig í beinni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, taldi Covid-19 vera litla ógn í upphafi faraldursins. Johnson er sagður hafa viljað vera smitaður vísvitandi af Covid-19 í beinni útsendingu, til að sýna að sjúkdómurinn væri ekki hættulegur. Erlent 26. maí 2021 10:15
Allir 30 ára og eldri geta bókað tíma í bólusetningu á Englandi Nú geta allir 30 ára og eldri bókað tíma í bólusetningu á Englandi. Um milljón manns verða boðaðir í bólusetningu á næstu dögum en einstaklingar 39 ára og yngri og óléttar konur verða bólusettar með bóluefnunum frá Pfizer eða Moderna. Erlent 26. maí 2021 08:44
Aðstandendur langveikra bólusettir í dag Í dag verða aðstandendur langveikra einstaklinga bólusettir með bóluefninu frá Pfizer. Þá mun nokkur fjöldi fá seinni skammt af bóluefninu. Bólusett verður frá kl. 9 til 14.30. Innlent 26. maí 2021 07:20
Kallar eftir auknu gagnsæi í rannsókn á uppruna veirunnar Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Xavier Becerra, hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) til þess að hafa næsta hluta rannsóknar á uppruna kórónuveirunnar gagnsærri en rannsóknin hefur hingað til verið. Erlent 25. maí 2021 23:40