Annar brottrekstur Di Matteo á tuttugu mánuðum Roberto Di Matteo var í morgun rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Chelsea eftir dapurt gengi liðsins að undanförnu en það sem fyllti mælinn var 3-0 tap á móti Juventus í Meistaradeildinni í gær. Enski boltinn 21. nóvember 2012 09:40
Di Matteo rekinn frá Chelsea Roberto Di Matteo hefur verið rekinn frá Chelsea en síðasti leikur hans var 3-0 tap á móti Juventus í Meistaradeildinni í gær. Chelsea tilkynnti þetta á twitter-síðu sinni og þar segir að félagið muni fljótlega greina frá því hver tekur við liðinu og stjórnar því á móti Manchester City um næstu helgi. Enski boltinn 21. nóvember 2012 09:15
Benítez á leiðinni á Brúna? Guardian segir frá því í morgun að forráðamenn Chelsea séu búnir að heyra hljóðið í Rafael Benítez til að athuga það hvort að hann sé tilbúinn að taka við liðinu af Roberto Di Matteo en Chelsea tapaði 0-3 á móti Juventus í gríðarlega mikilvægum leik í Meistaradeildinni í gær. Enski boltinn 21. nóvember 2012 09:03
Meistaradeildarmörkin: Evrópumeistararnir nánast úr leik Þorsteinn Joð og gestir hans í Meistaradeildarmörkunum fóru yfir leik Juventus og Chelsea í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 20. nóvember 2012 23:04
Mancini: Löggan sú eina sem getur stoppað Ronaldo Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var léttur á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Real Madrid á morgun. Manchester City verður að vinna leikinn. Fótbolti 20. nóvember 2012 20:45
Skoraði óheiðarlegt mark | Myndband Afar sérstakt atvik kom upp í leik Nordsjælland og Shakhtar Donetsk í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 20. nóvember 2012 20:29
Enn eitt metið hjá Messi Lionel Messi bætti í kvöld enn eitt metið er hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Barcelona á Spartak Moskvu í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 20. nóvember 2012 19:32
Alex Ferguson rólegur yfir tapinu Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ekki að stressa sig á 1-0 tapi liðsins gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 20. nóvember 2012 19:16
Cech: Mikil vonbrigði Petr Cech, markvörður Chelsea, var vitanlega vonsvikinn eftir 3-0 tap sinna manna fyrir Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 20. nóvember 2012 19:12
Juventus sá um Evrópumeistarana | Öll úrslit kvöldsins Juventus sá til þess að Evrópumeistarar Chelsea eiga nú litla möguleika á því að komast áfram úr riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 20. nóvember 2012 19:09
Walcott ekki með Arsenal á morgun Theo Walcott er meiddur á öxl og verður ekki með Arsenal gegn Montpellier í Meistaradeild Evrópu á morgun. Fótbolti 20. nóvember 2012 16:44
United-liðið laumaði sér í gegnum flugstöðina Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United og Darren Fletcher mættu á blaðamannafund fyrir leikinn á móti Galatasaray sem fram fer í Meistaradeildinni í kvöld en þar var mönnum tíðrætt um móttökurnar sem United-liðið fékk í Tyrklandi. Fótbolti 20. nóvember 2012 15:30
Heldur ævintýri Celtic áfram í Meistaradeildinnni? Skoska meistaraliðið Celtic hefur komið gríðarlega á óvart í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu það sem af er. Celtic lagði spænska stórliðið Barcelona 2-1 á heimavelli í síðustu umferð og í kvöld mætir Celtic liði Benfica í Portúgal. Celti getur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri gegn Benfica og jafntefli gæti einnig dugað fyrir skoska liðið. Fótbolti 20. nóvember 2012 14:00
Khedira: Manchester City eitt af bestu liðum heims Sami Khedira, miðjumaður Real Madrid, talaði vel um Manchester City þrátt fyrir að lítið hafi gengið hjá ensku meisturunum í Meistaradeildinni. City tekur á móti Real Madrid í Meistaradeildinni á morgun og þarf nauðsynlega á sigri að halda. Fótbolti 20. nóvember 2012 13:15
Barcelona og Valencia í 16-liða úrslitin Spænsku liðin Barcelona og Valencia tryggðu sér í dag öruggt sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Börsungar unnu 3-0 sigur á Spartak Moskvu í Rússlandi en Valencia á enn eftir að spila í kvöld. Fótbolti 20. nóvember 2012 12:50
Meistaradeildin: Hvað er um að vera á sportstöðvunum? Það er mikið um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld og mikið í húfi hjá mörgum liðum í riðlakeppninni. Alls verða fjórir leikir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2 og er fyrsti leikurinn á dagskrá kl. 17 þar sem að stórlið Barcelona mætir Spartak á útivelli í Moskvu í Rússlandi. Fótbolti 20. nóvember 2012 11:45
Chelsea má ekki misstíga sig Sex félög geta tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld þegar næstsíðasta umferðin fer fram í riðlum E til H en það þarf þó mikið að gerast til að sum liðanna komist áfram. Fótbolti 20. nóvember 2012 06:00
Andrea Pirlo: AC Milan leyfði mér ekki að fara til Chelsea Andrea Pirlo, miðjumaður Juventus, verður í sviðsljósinu annað kvöld þegar Juve tekur á móti Chelsea í gríðarlega mikilvægum leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Pirlo sagði frá því í viðtali í Daily Mail að litlu hefði munað að hann hefði orðið leikmaður Chelsea fyrir nokkrum árum. Fótbolti 19. nóvember 2012 19:00
Messi: Við erum rólegir | Barcelona óskaði Celtic til hamingju Lionel Messi segir að leikmenn Barcelona hafi ekki áhyggjur þrátt fyrir óvænt tap fyrir Celtic í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 8. nóvember 2012 13:45
Ferguson: Markmiðið að jafna árangur Liverpool í Evrópukeppnum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það sé markmið hans að vinna fleiri Evrópumeistaratitla með félaginu. Fótbolti 8. nóvember 2012 11:30
Meistaradeildin: Hvað sögðu sérfræðingarnir um 3-2 sigur Chelsea? Chelsea lagaði stöðu sína í E-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær með 3-2 sigri gegn Shaktar Donetsk frá Úkraínu. Þorsteinn J fór yfir leikinn í Meistaramörkunumá Stöð 2 sport í gær, þar sem að Heimir Guðjónsson og Reynir Leósson voru sérfræðingar þáttarins. Fótbolti 8. nóvember 2012 10:15
Svona fór Celtic að því að vinna Barcelona | Myndband Celtic vann einn sinn fræknasta sigur í sögu félagsins í kvöld. Þá kom stórlið Barcelona í heimsókn á Celtic Park. Fótbolti 7. nóvember 2012 23:04
Stjóri Braga: Ferguson þarf að sýna Nani meiri stuðning Jose Peseiro, stjóri Braga, segir að Nani þurfi að fá betri stuðning frá stjóra sínum hjá Manchester United til að honum líði vel. Fótbolti 7. nóvember 2012 15:15
Giggs: Svöruðum fyrir klúðrið í fyrra Man. Utd átti magnaða endurkomu gegn Braga. Seinkun varð á leiknum eftir að það slokknaði á flóðljósunum en þá var staðan 1-0 fyrir heimamenn. Fótbolti 7. nóvember 2012 15:08
Watt: Besta stund lífs míns Það ætlaði allt um koll að keyra á Celtic Park eftir að skoska liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Barcelona. Þeir voru ekki margir sem áttu von á því. Fótbolti 7. nóvember 2012 15:07
Di Matteo: Við urðum að vinna þennan leik Chelsea vann dramatískan sigur á Shaktar Donetsk í kvöld þar sem Victor Moses skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Fótbolti 7. nóvember 2012 15:05
Celtic skellti Barca | Mögnuð endurkoma Man. Utd Það var boðið upp á ævintýralegt kvöld í Meistaradeildinni. Hæst bar ótrúlegur sigur Celtic á Barcelona og svo kláraði Man. Utd lið Braga með þrem mörkum í uppbótartíma. Fótbolti 7. nóvember 2012 15:02
Sænski egóistinn gaf fjórar stoðsendingar í gær Svíinn Zlatan Ibrahimovic fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína í 4-0 sigri Paris Saint Germain á Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í gær og það þrátt fyrir að ná ekki að skora mark í leiknum. Zlatan hefur verið þekktur fyrir að sýna hroka innan sem utan vallar og gera mikið úr eigin getu en í gær einbeitti hann sér að spila upp liðsfélagana. Fótbolti 7. nóvember 2012 14:27
Lennon: Barcelona-liðið er ekki bara byggt í kringum Messi Celtic tekur á móti stórliði Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld en það munaði ótrúlega litlu að Celtic-menn tækju með sér stig frá Nývangi í síðustu umferð. Börsungar skoruðu þá sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Neil Lennon, stjóri Celtic, lofaði Barca-liðið á blaðamannafundi fyrir leikinn á Celtic Park í kvöld en þarna mætast tvö efstu lið riðilsins. Fótbolti 7. nóvember 2012 14:17
Mancini og Balotelli sleppa báðir við refsingu Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun ekki refsa Manchester City mönnunum Roberto Mancini og Mario Balotelli fyrir mótmæli þeirra í lok jafnteflisleiksins á móti Ajax í gær. Hvorki eftirlitsdómari leiksins eða danski dómarinn skrifuðu um háttarlag City-manna í skýrslu leiksins. Fótbolti 7. nóvember 2012 11:58