Mömmu þykir ekki vænna um Friðrik Dór en Jón Ragnar Friðrik Dór Jónsson, einn afkastamesti tónlistarmaður landsins, var að gefa út plötuna Mæður sem er sjálfstætt framhald af Dætur. Friðrik Dór segist vera persónulegri á nýju plötunni en nokkru sinni fyrr. Lífið 15. febrúar 2024 07:00
Einn stærsti teknó plötusnúður heims spilar á Radar Rússneski teknó-plötusnúðurinn Nina Kraviz spilar á skemmtistaðnum Radar næstu helgi. Ekki er um að ræða fyrstu heimsókn Ninu til Íslands því áður hefur hún spilað á tónlistarhátíðinni Sónar og á skemmtistaðnum Paloma auk annarra viðburða. Lífið 14. febrúar 2024 13:31
Æðisleg Dorrit stal senunni í Bíó Paradís Það var mikið um dýrðir og glæsilegheit á forsýningu fimmtu og jafntframt síðustu þáttaröð af raunveruleikaþáttunum Æði í Bíó Paradís í gærkvöldi. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir og vöktu gríðarlega lukku meðal áhorfenda. Lífið 14. febrúar 2024 13:00
Leið yfir gest á Kannibalen „Við vitum að textinn er afar grófur. Þó að það sjáist aldrei neitt blóð eru lýsingarnar grafískar,“ segir Fjölnir Gíslason, einn aðalleikari sýningarinnar Kannibalen í Tjarnarbíói. Lífið 14. febrúar 2024 11:30
Draumar geta ræst í morgunsöng Laugarnesskóla Nemendur Laugarnesskóla sungu lagið Draumar geta ræst eftir tónlistarmanninn Jón Jónsson í morgunsöngnum í morgun. Krakkarnir voru að sjálfsögðu klæddir í búninga enda Öskudagur haldinn hátíðlegur í dag. Lífið 14. febrúar 2024 11:11
Ást sem kom á hárréttum tíma „Þetta er fyrsta lagið sem ég gef út sem fjallar ekki um erfiðar tilfinningar og því þykir mér extra vænt um það,“ segir tónlistarkonan Þórunn Salka sem var að senda frá sér lagið Sumar í febrúar. Hún frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið á degi ástarinnar, Valentínusardeginum. Tónlist 14. febrúar 2024 07:00
Listaháskólinn fellir niður skólagjöld Stjórnendur Listaháskóla Íslands hafa ákveðið að fella niður skólagjöld frá og með haustönn ársins 2024. Það er gert í kjölfar tilkynningar um að sjálfstætt starfandi háskólum yrði boðið að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Skólagjöld við skólann eru nú á bilinu 368 þúsund krónur til 568 þúsund krónur fyrir hverja önn. Innlent 13. febrúar 2024 13:01
Júlí Heiðar, Patrik og Elsa úr Frost fóru á kostum í lokaþættinum Júlí Heiðar og Patrik Atlason eða Prettyboitjokko fóru á kostum í lokaþætti Idol á föstudagskvöldið þegar þeir fluttu lagið Heim. Lífið 13. febrúar 2024 12:30
Jon Stewart snýr aftur: „Hvað erum við að gera?“ Sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart sneri aftur í sett The Daily Show í gærkvöldi, í fyrsta sinn frá því hann hætti árið 2015. Fyrir það hafði hann og rithöfundar hans á sextán árum gert þáttinn að ákveðnu stórveldi á sviði pólitískrar satíru. Lífið 13. febrúar 2024 11:25
Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. Erlent 13. febrúar 2024 10:55
Myndaveisla: Öllu til tjaldað í lokaþætti Idolsins Idol stemningin náði algjöru hámarki síðastliðið föstudagskvöld þegar sigurvegari seríunnar var krýndur. Glamúrinn gaf ekkert eftir og þau Anna Fanney, Jóna Margrét og Björgvin sungu sitt síðasta, í bili. Tónlist 13. febrúar 2024 08:01
Fangelsi, fyllerí og fjandinn sjálfur Um blúsgítarleikarann Robert Johnson gekk sú saga fjöllum hærra að hann hefði selt djöflinum sál sína. Hann átti að hafa ákallað Kölska einhverja nóttina við afviknar krossgötur, og beðið hann um að verða frábær gítarleikari í skiptum fyrir sál sína. Vissulega varð hann afburðagítarleikari, en naut sín ekki lengi. Hann varð bara 27 ára og var myrtur að sögn af afbrýðisömum eiginmanni. Djöfsi var fljótur að hrifsa til sín sál hans. Gagnrýni 13. febrúar 2024 07:01
Brókarlalli kenndur við Windows fær traust Finna Finnski tónlistarmaðurinn Windows95man flytur framlag þjóðar sinnar í Eurovision í Malmö í ár. Hann byrjar atriðið inni í eggi og neitar að vera í buxum þar til undir lok atriðisins, enda engar reglur hjá honum. Lífið 12. febrúar 2024 16:00
Idol-stjarnan eins og endurfædd Amy Winehouse Sería tvö af Idolinu endaði með pompi og prakt síðastliðið föstudagskvöld. Anna Fanney og Jóna Margrét stóðu tvær eftir og var það Anna Fanney sem bar sigur úr býtum. Lífið 12. febrúar 2024 14:07
„Var núll að búast við því að ég myndi vinna“ „Ég var 100% bara að bíða eftir því að nafnið hennar Jónu yrði kallað upp,“ segir nýkrýndi Idol sigurvegarinn Anna Fanney í samtali við Brennsluna á FM957 í morgun. Hún segist ótrúlega þakklát fyrir sigurinn og hlakkar til að demba sér í stúdíóið. Tónlist 12. febrúar 2024 10:52
Sjáðu glæsilega hálfleikssýningu Usher á Ofurskálinni Tónlistarmaðurinn Usher átti sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Atriði hans var um fimmtán mínútur og náði hann á þeim tíma að koma að um tólf lögum. Hann fékk með sér ýmsa óvænta gesti til að flytja nokkra af sínum helstu slögurum. Lífið 12. febrúar 2024 09:00
Átta milljónir söfnuðust á listaverkauppboði til styrktar fólki á Gasa Átta milljónir króna söfnuðust til styrktar neyðaraðstoðar á Gasa á listaverkauppboði sem nýlega fór fram á samfélagsmiðlinum Instagram. Styrkurinn var afhentur Félaginu Ísland-Palestína í dag. Innlent 12. febrúar 2024 00:13
Síðasta LungA-hátíðin haldin í sumar Listahátíðin LungA, sem haldin hefur verið á Seyðisfirði um árabil, mun fara fram í síðasta skiptið í sumar en 24 ár eru síðan hún var haldin í fyrsta skipti. Lífið 11. febrúar 2024 21:43
Hámhorfið: Hvað eru leikkonur landsins að horfa á? Sunnudagar eru vinsælir sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og einhverjir leyfa sér jafnvel að liggja við áhorf allan daginn undir teppi og slaka vel á til að hlaða batteríin fyrir komandi viku. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi þekktra einstaklinga og fá ýmis ráð að góðu glápi. Bíó og sjónvarp 11. febrúar 2024 12:31
The Holdovers: Eftirlegukindur á heimavist The Holdovers fjallar um hóp nemenda bandarísks heimavistarskóla sem neyðast til að dvelja þar yfir jól, þar sem fjölskyldur þeirra geta ekki tekið á móti þeim. Með þeim þurfa að vera starfsmenn og fellur það skaut óvinsælasta kennara skólans að sitja yfir eftirlegukindunum. Gagnrýni 11. febrúar 2024 11:19
Kammermúsíkkúbburinn í kröggum Meðan kvikmyndin Fullt hús gengur fyrir ... fullu húsi, en þar er fjallað um kammersveit sem sér sæng sína uppreidda vegna þess að borgin hættir að styrkja hana, er Kammermúsíkklúbburinn í nákvæmlega þeirri sömu stöðu. Tónlist 10. febrúar 2024 10:00
Bashar er lifandi flagg í sjálfu sér „Síðan að ég var krakki hefur mig langað að komast á stóra sviðið og deila því sem ég vil segja með heiminum í gegnum tónlist,“ segir tónlistarmaðurinn Bashar Murad. Lífið 10. febrúar 2024 07:01
Allur heimurinn undir í nýjum Draumi Stöð 2 hefur ákveðið að ráðast í framleiðslu á nýrri þáttaröð af skemmtiþáttunum „Draumurinn“ þar sem Auddi, Steindi, Sveppi og Pétur Jóhann skipa tvö lið sem þeysast um heiminn og leysa ævintýralega skemmtilegar þrautir. Lífið 9. febrúar 2024 23:18
Anna Fanney er Idolstjarna Íslands Anna Fanney Kristinsdóttir er Idolstjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Jónu Margréti og bar sigur úr býtum. Lífið 9. febrúar 2024 20:54
Vaktin: Anna Fanney er Idolstjarna Íslands Stóra stundin er handan við hornið og spennan áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Þrjú keppa til úrslita í kvöld, þau Anna Fanney, Björgvin og Jóna Margrét, sem hafa fangað huga og hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi. Lífið 9. febrúar 2024 17:43
Ætla að gera sigurgöngu Aegon hins fyrsta skil Innan veggja HBO í Bandaríkjunum er unnið að þróun nýrra þátta úr söguheimi Game of Thrones. Þessi nýjasta sería á að fjalla um innrás Aegon Targaryen og systra/eiginkvenna hans í Westeros. Bíó og sjónvarp 9. febrúar 2024 14:30
Þórunn Antonía sinnir heldri borgurum Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur hafið störf sem frístundarleiðbeinandi heldri borgara og segist elska þær nýjungar sem lífið hefur fært henni. Frá þessu greinir hún í einlægri færslu á Instagram. Lífið 9. febrúar 2024 13:01
Kántrístjarna tók upp nýtt myndband á Íslandi Kántrísöngkonan Kacey Musgraves gefur út nýja plötu í mars á þessu ári. Titillag plötunnar, Deeper Well, er það fyrsta sem formlega er gefið út af plötunni en myndbandið við lagið er tekið upp á Íslandi. Meðal annars á Árbæjarsafninu. Lífið 9. febrúar 2024 08:56
Mætti einn og var vandræðalegur á rauða dreglinum Það er óhætt að segja að Ólafur Arnalds sé með húmorinn í lagi ef marka má færslu hans á samfélagsmiðlum um Grammy-verðlaunahátíðina í Los Angeles á sunnudaginn. Lífið 8. febrúar 2024 19:00
Draumur Víkings Heiðars rættist í Carnegie Hall Víkingur Heiðar Ólafsson átti sannkallaða draumaendurkomu til New York þegar áhorfendur risu úr sætum að loknum uppseldum tónleikum hans í Carnegie Hall. Lífið 8. febrúar 2024 17:19