„Tveir stórir karakterar í litlu herbergi, það getur oft endað illa“ „Þetta er smá fyndin saga,“ segir tónlistarmaðurinn Patrik Atlason í samtali við blaðamann um hvernig lagið Skína varð til. Lagið situr á toppi Íslenska listans á FM þriðju vikuna í röð. Tónlist 16. september 2023 17:00
Forsýningarveisla í Bíó Paradís Margt var um manninn þegar Skuld, heimildamynd eftir Rut Sigurðardóttur, var forsýnd í Bíó Paradís síðastliðinn miðvikudag. Lífið 15. september 2023 14:58
Egill segir fjölskylduna fegna og segist ekki hafa sama áhuga Egill Helgason segist skilja sáttur við Silfrið, þar sem hann verður ekki þáttastjórnandi í haust. Hann kveðst hafa minni áhuga á stjórnmálum nú en áður og segir fjölskylduna upplifa sig lausa úr prísund. Hann segist nú vinna að undirbúningi nýs sjónvarpsþáttar um pólitík en gefur ekkert upp um hvers eðlis sá þáttur er. Innlent 15. september 2023 13:40
Latur í Þorlákshöfn mun bjóða bæjarbúa og gesti velkomna Bæjaryfirvöld í Ölfus hafa samþykkt að sögulegur steinn í Þorlákshöfn, sem kallaður er Latur og var lengi einn af siglingarmerkjum í bænum, verði fundinn nýr staður við innkomuna í bæinn og steininum þannig gert hærra undir höfði. Innlent 15. september 2023 12:59
„Þemalag fyrir gæjalega kærleiksbangsa“ Djass-rokkhljómsveitin BÖSS var að senda frá sér lagið Fréttir og frumsýnir tónlistarmyndband við lagið hér að neðan. Blaðamaður ræddi við Birki Blæ Ingólfsson, saxófónleikara sveitarinnar. Tónlist 15. september 2023 11:31
Hræðist framtíðina og hefur beðið um frið Móðir ellefu ára drengs með ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm og krabbamein segir það hafa gert honum erfiðara fyrir hvað hann sé klár. Hann geti því reiknað út hvað bíði hans. Það sé hræðilegt að horfa upp á drenginn sinn, sem þrái að verða betri í fótbolta, verða sífellt lélegri sama hvað hann æfi sig. Vinir og vandamenn standa fyrir tónleikum til styrktar Mikael í kvöld. Innlent 15. september 2023 09:02
Þingmanni sparkað úr leikhúsi: „Veistu ekki hver ég er?“ Lauren Boebert, fulltrúadeildarþingmanni í Bandaríkjunum, var sparkað úr leikhúsi í Denver í gærkvöldi fyrir að hafa reykt rafsígarettu, verið í símanum og með háreysti. Erlent 15. september 2023 08:36
Flugu saman fram af hárugri bjargbrún „Okkur fannst bara mjög spennandi að vinna saman og við vissum strax að við ætluðum að vera með óvanalega sýningu. Maður finnur ákveðið traust til að hleypa einhverjum svona inn í sinn heim,“ segja Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, og Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022. Menning 15. september 2023 07:01
Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. Lífið 14. september 2023 23:19
Stjörnum prýdd forsýning Northern Comfort Kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Northern Comfort, var forsýnt í gær. Myndin verður tekin til almennra sýninga á morgun. Mikill fjöldi lagði leið sína á forsýninguna í gær. Lífið 14. september 2023 21:24
Þær flottustu í förðun fögnuðu á Sólon Margt var um manninn í forsýningarpartýi förðunarþáttanna Útlit sem haldið var á Sólon á dögunum. Hópurinn samanstendur af nokkrum færustu förðunarfræðingum landsins. Lífið 14. september 2023 15:45
Draumabrúðkaup Ölmu á Spáni Tónlistarkonan Alma Guðmundsdóttir, betur þekkt sem Alma Goodman vestanhafs, giftist breska leikaranum Ed Weeks á Spáni liðna helgi. Vinkonur Ölmu úr Nylon voru á meðal veislugesta. Lífið 14. september 2023 11:03
„Myndin er frábær meðferð gegn flughræðslu“ Kvikmyndin Northern Comfort er frumsýnd í kvöld en leikstjóri myndarinnar Hafsteinn Gunnar Sigurðsson segir hugmyndina að myndinni hafa kviknað fyrir mörgum árum. Myndin var að miklum hluta tekin upp í Bretlandi sem og hér á landi. Lífið 13. september 2023 20:01
Síldarminjasafnið hlaut Phoenix-verðlaunin Síldarminjasafnið á Siglufirði hlaut Phoenix-verðlaun Félags bandarískra ferðarithöfunda (e. Society of American Travel Writers) síðastliðinn laugardag. Menning 13. september 2023 14:38
Braut blað í sögu MTV verðlaunahátíðarinnar Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift vann til níu verðlauna á MTV Video Music verðlaunahátíðinni sem haldin var í New Jersey í Bandaríkjunum í nótt. Lífið 13. september 2023 14:18
Feðginin Jóhannes Haukur og Ólöf slá í gegn í Kulda Kuldi sem er byggð á sögu Yrsu Sigurðardóttir er komin bíó. Kvikmyndin er hlaðin stórleikurum og hefur hún þegar slegið í gegn. Lífið 13. september 2023 13:28
Stolnu verki eftir van Gogh skilað í Ikea-poka með blóðugum kodda Málverkið „Vorgarður“ eftir Vincent van Gogh er komið aftur í öruggar hendur eftir að hafa verið stolið af Singer-safninu í bænum Laren í Hollandi árið 2020. Það var málverkaspæjari sem endurheimti verkið, eftir að það hafði gengið manna á milli. Erlent 13. september 2023 08:36
Kona er þungt hugsi um spurninguna: Hver er framtíð óperu á Íslandi? Nú hefur hópur óánægðra söngvara haldið uppi háværri gagnrýni í garð Íslensku Óperunnar í nokkur ár allt frá því að þekkt launadeila fór fyrir dóm þar sem Óperan vann fyrir héraðsdómi og tapaði í Landsrétti. Mál sem augljóslega var ekki borðleggjandi. Skoðun 13. september 2023 07:31
Eins og gott hjónabandspróf Parið Rut og Kristján Torfi tefldi fjárhag sínum í tvísýnu þegar þau ákváðu að kaupa trillu og gera út á handfæraveiðum. Þau vilja að ungt fólk hafi tækifæri til að stunda smábátaútgerð og segja tímann á sjó fínasta sambandspróf. Innlent 12. september 2023 21:00
Sjaldséðar myndir af fjölskyldu Beyoncé Tónlistarkonan Beyoncé birti mynd af sér ásamt foreldrum sínum, Tinu og Mathew Knowles, í tilefni af 42 ára afmæli sínu á dögunum. Foreldrar hennar eru skilin og því sjaldséð að sjá mynd af þeim saman. Lífið 12. september 2023 15:32
Volaða land framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Kvikmyndin Volaða land, eftir Hlyn Pálmason, verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni. Bíó og sjónvarp 12. september 2023 12:08
Farsæll ferill hófst þegar hann hætti að drekka Tónlistarmaðurinn Rúnar Þór Pétursson fagnar 70 ára afmæli sínu síðar í þessum mánuði en í tilefni af því tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði 22. september, daginn eftir afmælið sitt. Sindri Sindrason hitti Rúnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Lífið 12. september 2023 10:30
Stórtónleikar Magga Kjartans í Eldborg Tónlistarmaðurinn og goðsögnin Magnús Kjartansson fagnaði stórtónleikum sínum síðastliðið laugardagskvöld. Húsfyllir var í Hörpu þar sem hátíðargestir fögnuðu tímamótunum. Ljósmyndari Vísis fangandi að sjálfsögðu stemninguna. Lífið 11. september 2023 20:00
Hæstánægð með metvinsældir sem þó komi mikið á óvart „Ég er mjög ánægð. Það er mjög skemmtilegt að sjá svona tölur,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir, innt eftir viðbrögðum við fréttum af því að hún hafi slegið stórstjörnum á borð við Tony Bennett og Lady Gaga við, með útgáfu djassplötu sinnar. Tónlist 11. september 2023 18:50
Úrvalslið rappara í eina sæng Rappararnir Birgir Hákon, Birnir, Issi og M Can koma allir saman að laginu 16 Bars. Lagið kom út síðastliðinn föstudag eftir að hafa verið nokkur ár í bígerð en þeir voru jafnframt að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið. Tónlist 11. september 2023 18:00
Verbúðarballið: Björn Hlynur og Ragga Gísla sjóðheit á sviðinu Eitt stærsta partý ársins var haldið um helgina í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi, sjálft Verbúðarballið. Fólk klæddi sig upp fyrir kvöldið eins og sjá má á myndum frá ballinu. Lífið 11. september 2023 15:18
Tóku skyndiákvörðun út frá ómissandi sólarlagi „Lagið er innblásið af nýrri ást, að rúnta um í bleiku sólarlagi og tilhlökkun fyrir nýjum tímum,“ segja þær Hildur Kristín og Ragna Kjartansdóttir sem saman mynda hljómsveitina RED RIOT. Þær voru að gefa út lagið Got This Thing og frumsýna tónlistarmyndband við lagið hér í pistlinum. Tónlist 11. september 2023 13:30
Lítill drengur, stór listamaður Hæfileikinn til að semja grípandi laglínu er ekki allra. Sennilega myndu mörg nútímatónskáld gefa annan handlegginn, eða kannski bara ömmu sína, til að geta skapað viðlíka lög og Magnús Kjartansson, eða Maggi Kjartans, hefur gert á löngum ferli. Gagnrýni 11. september 2023 09:48
Sérvitringur að sunnan leysir flókinn glæp Í dag, mánudaginn 11. september, kemur út bókin Bannhelgi eftir Emil Hjörvar Petersen hjá Storytel Original, í mögnuðum lestri Hjartar Jóhanns Jónssonar. Þetta er tíunda skáldsaga Emils og sú fjórða sem kemur út hjá Storytel Original. Lífið samstarf 11. september 2023 09:01
Laufey toppar Lady Gaga Glæný plata tónlistarkonunnar Laufeyjar slær öll met á tónlistarveitunni Spotify. Fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. Lífið 10. september 2023 22:32