Fyrsta tap Riley með Miami Miami Heat tapaði í nótt fyrsta leiknum sínum undir stjórn Pat Riley þegar liðið lá 115-107 á útivelli, þar sem LeBron James fór á kostum og skoraði 41 stig og gaf 10 stoðsendingar. Dwayne Wade var atkvæðamestur í liði Miami með 33 stig. Sport 18. desember 2005 12:45
Detroit valtaði yfir Chicago Fjöldi leikja var á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Efsta lið deildarinnar Detroit Pistons valtaði yfir Chicago Bulls á heimavelli sínum og hefur nú unnið 17 af fyrstu 20 leikjum sínum á tímabilinu. Sport 17. desember 2005 12:37
Artest sektaður Vandræðagemlingurinn Ron Artest hjá Indiana Pacers var í gær sektaður um 10.000 dollara fyrir ummæli sín í Indianapolis Star á dögunum, þar sem hann fór fram á að verða skipt frá liði Indiana og sagði liðið betur komið án sín. Sport 16. desember 2005 17:15
Fimmti sigur Houston í röð Houston Rockets vann fimmta leik sinn í röð í nótt þegar liðið skellti Seattle á útivelli, en allt annar bragur hefur verið á liðinu síðan Tracy McGrady sneri aftur úr meiðslum. Þá vann Cleveland góðan sigur á Denver og meistarar San Antonio unnu nauman sigur á Minnesota. Sport 16. desember 2005 12:52
Ekki tilbúinn að framlengja samning Cole Stuart Pearce ætlar að bíða þar til í lok leiktíðar með að ákveða hvort samningur framherjans Andy Cole verður framlengdur eða ekki, en hinn 34 ára gamli Cole er sem stendur á eins árs samningi við City og hefur komið nokkuð á óvart í vetur. Cole hefur skorað sjö mörk í þeim þrettán leikjum sem hann hefur verið í byrjunarliðinu og hefur sýnt gamalkunna takta oft á tíðum. Sport 15. desember 2005 19:30
Besta byrjun Detroit frá upphafi Detroit Pistons sigraði Sacramento Kings í nótt og hefur aldrei byrjað betur í sögu félagsins, en liðið hefur unnið 16 af fyrstu 19 leikjum sínum. LA Lakers kláraði keppnisferðalag sitt með góðum útisigri á Memphis og Pat Riley krækti í annan sigur sinn á jafnmörgum dögum sem þjálfari Miami Heat. Sport 15. desember 2005 12:50
Keppnistreyja Dwayne Wade vinsælust Það kemur nokkuð á óvart að þegar listinn yfir söluhæstu treyjur NBA leikmanna í Bandaríkjunum er skoðaður, er það treyja merkt bakverðinum Dwayne Wade hjá Miami sem er í efsta sætinu. Listinn er byggður á sölu í NBA búðinni á Manhattan í New York, sem og á sölu á heimasíðu deildarinnar, NBA.com. Sport 14. desember 2005 22:15
Riley stýrði Miami til sigurs í fyrsta leik Miami Heat bar sigurorð af Chicago Bulls í nótt í fyrsta leik Pat Riley sem þjálfara, en hann tók við af Stan Van Gundy á dögunum eftir að sá síðarnefndi ákvað að hætta af fjölskylduástæðum. Riley og félagar þurftu að hafa nokkuð fyrir sigrinum, en þriggja stiga skot frá Chicago sem hefði getað jafnað leikinn á lokasekúndunni vildi ekki ofan í. Sport 14. desember 2005 12:19
Grant Hill væntanlega með Orlando í nótt Framherjinn Grant Hill leikur að öllum líkindum sinn fyrsta leik á tímabilinu með Orlando Magic í kvöld þegar liðið sækir New York heim. Hill hefur verið frá keppni síðan í haust vegna kviðslits og þurfti í aðgerð vegna þessa í endaðan október. Þetta eru góð tíðindi fyrir Orlando liðið, því flestir lykilmanna liðsins hafa misst úr leiki í vetur vegna meiðsla og gengið því verið brösótt. Sport 13. desember 2005 20:45
Detroit lá í Utah Fimm leikir voru háðir í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar bar hæst að sjóðheitt lið Detroit Pistons tapaði óvænt fyrir Utah Jazz á útivelli. Kobe Bryant tryggði LA Lakers sömuleiðis óvæntan sigur á Dallas Mavericks með þriggja stiga körfu í lokin og Phoenix lá fyrir New Orleans á heimavelli sínum. Sport 13. desember 2005 12:45
Van Gundy segir af sér Samkvæmt heimildum frá ESPN í Bandaríkjunum hefur Stan Van Gundy, þjálfari Miami Heat, sagt starfi sínu lausu hjá félaginu og er hættur. Búist er við að formleg tilkynning frá félaginu berist síðar í kvöld, en þetta leiðir líkum að því að forseti félagsins, Pat Riley, ætli sjálfur að setjast í þjálfarastólinn og taka við liðinu en hann gerði LA Lakers að meisturum oftar en einu sinni á sínum tíma. Sport 12. desember 2005 14:46
Sjötti sigur Detroit í röð Detroit Pistons heldur fast í toppsætið í NBA deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið góðan útisigur á spútnikliði LA Clippers, þrátt fyrir stórleik frá Elton Brand. Shaquille O´Neal sneri aftur úr meiðslum hjá Miami Heat og hjálpaði liðinu að ná sigri gegn Washington í framlengingu. Sport 12. desember 2005 13:15
LeBron með 52 stig Það urðu heldur betur óvænt úrslit í NBA körfuboltanum í nótt þegar Atlanta Hawks unnu meistarana í San Antonio Spurs, 94-84 eftir sjö tapleiki í röð. Hinn tvítugi LeBron James gerði sér lítið fyrir og skoraði 52 stig fyrir Cleveland Cavaliers sem tapaði fyrir Milwaukee. Sport 11. desember 2005 13:13
Kominn með skjöld og byssu Krimmarnir í Miami mega gæta sín því lögreglan í Miami var að útskrifa stærsta lögregluþjón heimsins, Shaquille O"Neal. Shaq neitaði að sverja eiðinn með hinum lögreglumönnunum sem voru að útskrifast þar sem hann vildi ekki skyggja á stóra daginn þeirra. Sport 11. desember 2005 12:00
Hengir upp treyju númer 33 Chicago Bulls heiðraði framlag Scottie Pippens til félagsins þegar það ákvað að hengja treyju númer 33 upp í rjáfur og verður hún þar af leiðandi ekki notuð aftur. Treyjan var hengd upp í leikhléi á leik Bulls og Lakers og Pippen átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ávarpaði áhorfendur. Sport 11. desember 2005 08:45
Iverson með 43 stig Allen Iverson skoraði 43 stig og Kyle Korver jafnaði presónulegt stigamet með 26 stigum fyrir Philadelphia 76ers í NBA körfuboltanum í nótt þegar liðið batt enda á fjögurra leikja samfellda ósigurgöngu sína með 119-115 sigri á Charlotte Bobcats. 10 leikir fóru fram í deildinni í nótt. Sport 10. desember 2005 14:01
Fékk leyfi vegna dauða bróður síns Bakvörðurinn Quentin Richardson hjá New York á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir, en hann hefur fengið tímabundið leyfi frá liðinu eftir að bróðir hans var myrtur í Chicago á dögunum. Bróðir hans, Lee Richardson, varð fyrir því óláni að verða á vegi miskunnarlausra ræningja sem hófu skothríð þegar þeir lögðu á flótta og lést Lee af skotsárum sínum. Árásarmennirnir náðust allir og hafa verið ákærðir. Sport 9. desember 2005 16:15
Indiana burstaði Washington Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Indiana Pacers burstaði Washington Wizards 111-87, en Indiana lék án Ron Artest sem er meiddur. Þá vann Houston Rockets góðan útisigur á Sacramento 106-95, en Sacramento hefur nú tapað 5 leikjum í röð. Sport 9. desember 2005 14:15
Auðveldur sigur San Antonio Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio burstuðu Orlando á útivelli og unnu þar með fjórða leikinn í röð, en tap Orlando var hið fjórða í röð. Liðið var sem fyrr án Steve Francis, leikstjórnanda síns, og munar um minna. Sport 6. desember 2005 16:00
Sjötti sigur Phoenix í röð Endurkoma Joe Johnson til Phoenix með nýja liðinu sínu Atlanta varð ekki ferð til fjár því eins og búast mátti við vann Phoenix áreynslulítinn sigur 112-94. Phoenix leiddi lengst af með 30 stiga mun, en gat leyft varamönnunum að spreyta sig í lokaleikhlutanum, þar sem Atlanta náði að klóra aðeins í bakkann og láta lokatölurnar líta betur út á pappírunum. Sport 5. desember 2005 15:30
Toronto vann annan leikinn í röð Heillum horfið lið Toronto Raptors virðist vera að finna taktinn og vann annan leik sinn í röð í deildinni í nótt þegar liðið skellti New Jersey á útivelli. Þá áttust við leikmenn mánaðarins í NBA deildinni þegar Cleveland sótti LA Clippers heim. Sport 4. desember 2005 14:35
Fimmti sigur Phoenix í röð Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Í sjónvarpsleiknum á Sýn tók Phoenix á móti Denver og vann góðan sigur 102-97. Shawn Marion skoraði 22 stig fyrir Phoenix, en Marcus Camby var frábær í liði Denver og skoraði 33 stig og hirti 20 fráköst. Sport 3. desember 2005 14:15
Phoenix - Denver í beinni á Sýn Það verður mikið um dýrðir fyrir áhugamenn um NBA körfuboltann í nótt, því Sýn verður með beina útsendingu frá leik Phoenix Suns og Denver Nuggets klukkan tvö eftir miðnætti, en þar að auki verður leikur Golden State Warriors og Charlotte Bobcats sýndur í beinni á NBA TV klukkan 03:30. Sport 2. desember 2005 21:30
Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Framherjinn sterki Brian Grant hjá Phoenix Suns verður frá keppni í þrjá mánuði eftir að ljóst varð að hann þyrfti að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir Phoenix, sem einnig er án Amare Stoudemire vegna svipaðra meiðsla. Grant er 33 ára gamall og er á sínu tólfta ári í deildinni. Sport 2. desember 2005 16:45
San Antonio lagði Dallas Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. San Antonio Spurs lagði Dallas Mavericks á útivelli 92-90. Tony Parker skoraði 30 stig fyrir Spurs, en Marquis Daniels skoraði 24 stig fyrir Dallas. Þá vann LA Lakers góðan sigur á Utah Jazz í framlengingu 105-101 í Utah. Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, en Deron Williams skoraði 20 fyrir Jazz. Sport 2. desember 2005 13:15
Fær tveggja leikja bann fyrir kjaftbrúk George Karl, þjálfari Denver Nuggets í NBA deildinni, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að lesa dómurum pistilinn eftir að lið hans tapaði á heimavelli fyrir New Orleansí fyrrakvöld. Denver ætlar ekki að áfrýja dómnum. Sport 1. desember 2005 18:15
Nash heitur í sigri Phoenix á Indiana Verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar í fyrra, Steve Nash hjá Phoenix Suns, skoraði sjö þriggja stiga körfur þegar lið hans lagði Indiana Pacers í nótt og vann fjórða leik sinn í röð. Allen Iverson hélt uppteknum hætti og skoraði 40 stig gegn Boston, en það nægði ekki til sigurs. Sport 1. desember 2005 08:30
Vill spila meira eða ekki neitt Vandræðagemlingurinn Ruben Patterson hjá Portland Trailblazers á í harðvítugum deilum við þjálfara sinn og forráðamenn félagsins þessa dagana. Nate McMillan, þjálfari liðsins, gróf Patterson á varamannabekk liðsins í byrjun tímabils, sem varð til þess að leikmaðurinn bölvaði honum í sand og ösku og var settur í bann í kjölfarið. Sport 30. nóvember 2005 17:45
McGrady sneri aftur og færði Houston sigur Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tracy McGrady sneri aftur með liði Houston Rockets, sem hafði tapað sjö leikjum í röð og það var ekki að sökum að spyrja, liðið vann stórsigur á Atlanta Hawks. Sport 30. nóvember 2005 14:00
Orlando vann fjórða leikinn í röð Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Orlando Magic vann fjórða leik sinn í röð þegar liðið skellti Boston á útivelli, en Dallas Maverics vann mjög nauman sigur á botnliði Toronto Raptors og þurfti flautukörfu í lokin til að tryggja sigurinn. Sport 29. nóvember 2005 15:00