Fyrirtækin tíu sem taka þátt í Startup SuperNova í ár Búið er að velja þau tíu sprotafyrirtæki sem taka þátt í viðskiptahraðlinum Startup SuperNova í ár. Framkvæmdastjóri Klak-Icelandic Startups segir ánægjulegt hve margar umsóknir bárust en alls kepptu á þriðja tug sprotafyrirtækja um sæti í hraðlinum. Viðskipti innlent 20. júlí 2023 18:30
Ættum að marka stefnu um uppbyggingu gagnavera eins og hin Norðurlöndin Hin Norðurlöndin hafa gert markvissar áætlanir um hvernig megi byggja upp gagnaversiðnað enda skapar hann vel launuð störf, auknar gjaldeyristekjur og er góð leið til að fjölga eggjum í körfunni þegar kemur að orkusölu. Ísland ætti að gera slíkt hið sama. Spár gera ráð fyrir að þörf fyrir reikniafl og gagnageymslu í heiminum muni margfaldast á næstu árum, segir formaður Samtaka gagnavera í viðtali við Innherja. Innherji 15. júlí 2023 09:00
Hluthafar Kerecis eiga von á um 150 milljarða greiðslu í lok næsta mánaðar Áætlað er að bróðurpartur söluandvirðis Kerecis, eða samtals jafnvirði um 150 milljarðar króna á gengi dagsins í dag, verði greiddur út til hluthafa félagsins strax í lok næsta mánaðar. Mikill meirihluti þeirrar fjárhæðar fer til íslenskra fjárfesta sem mun að óbreyttu selja þann gjaldeyri sem kemur til landsins fyrir krónur með tilheyrandi styrkingaráhrifum á gengið. Innherji 11. júlí 2023 08:24
Einhyrningsfyrirtæki sem vann gullið á ólympíuleikum efnahagslífsins Fyrrverandi forseti Íslands segir Kerecis hafa unnið gullverðlaunin á ólympíuleikum efnahagslífs heimsins með 180 milljarða króna sölu þess til alþjóða læknavörufyrirtækisins Coloplast í dag. Á örfáum árum hefur Kerecis vaxið í að vera eitt verðmætasta fyrirtæki Íslandssögunnar, tvöfalt verðmætara en Icelandair og Eimskip. Innlent 7. júlí 2023 19:20
Kerecis er fyrsti einhyrningur Íslands Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala. Innherji 7. júlí 2023 17:15
Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 7. júlí 2023 08:20
Bein útsending: Kynna söluna á Kerecis Lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur boðað til upplýsingafundar á Ísafirði sem hefst klukkan 9:00. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Viðskipti innlent 7. júlí 2023 08:01
Bein útsending: Hljóta Íslendingar evrópsku nýsköpunarverðlaunin? Evrópsku nýsköpunarverðlaunin verða veitt í dag og kemur það þá í ljós hvort íslenskir vísindamenn hljóti þau. Sýnt er frá verðlaunaafhendingunni í beinni útsendingu frá Valencia á Spáni. Viðskipti innlent 4. júlí 2023 10:14
Hopp leitar eftir fjármögnun til að stækka úr 50 mörkuðum í 500 Hopp stefnir á að afla átta milljóna Bandaríkjadala í fjármögnun, jafnvirði ríflega milljarðs króna. Fundir með fjárfestum munu hefjast eftir um mánuð. Nýta á fjármunina til að stækka fyrirtækið sem nú starfar á um það bil 50 mörkuðum og á að sækja fram á 500 markaði. Fjármögnuninni verður því að mestu varið í sölu- og markaðsstarf en einnig í vöruþróun, að sögn framkvæmdastjóra Hopps. Innherji 29. júní 2023 07:01
Hafsteinn, Jón Gunnar og Sigríður Gyða til LearnCove Hafsteinn Sigurðsson, Jón Gunnar Stefánsson og Sigríður Gyða Héðinsdóttir hafa öll verið ráðin til starfa hjá nýsköpunarfyrirtækisins LearnCove. Viðskipti innlent 27. júní 2023 13:12
Fimm verkefni kvenna hlutu styrk FrumkvöðlaAuðar Í gær fór fram úthlutun styrkja úr sjóði FrumkvöðlaAuðar, sem er í eigu Kviku banka. Fimm frumkvöðlaverkfni hlutu styrk úr sjóðnum. Viðskipti innlent 20. júní 2023 16:34
Orkurisinn Equinor leiðir fjögurra milljarða fjárfestingu í CRI Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur lokið við 30 milljóna Bandaríkjadala fjármögnunarlotu, jafnvirði ríflega fjögurra milljarða króna. Equinor Ventures leiðir fjármögnunina en fyrirtækið er verðmetið á um tuttugu milljarða í viðskiptunum. Á meðal annarra fjárfesta sem leggja til fé í fjármögnuninni má nefna lífeyrissjóðinn Gildi, Lífeyrissjóð Vestmannaeyja og Sjóvá. Innherji 19. júní 2023 15:26
„Pabbi, systir mín, kærastan og ég fórum öll að grúska“ Fjölskyldufyrirtæki varð til í Covid. Og þau stefna langt! Atvinnulíf 19. júní 2023 07:23
Ætla að umbylta framleiðslu málma með íslensku hugviti Fyrr í vikunni lauk íslenska hátæknifyrirtækið DTE við 1,4 milljarða króna hlutafjáraukningu. Samstarf 15. júní 2023 10:15
Oculis valið Þekkingarfyrirtæki ársins 2023 Augnlyfjaþróunarfélagið Oculis hlaut í síðustu viku verðlaun sem Þekkingarfyrirtæki ársins. Það er Félag viðskipta- og hagfræðinga sem veitir verðlaunin fyrir nýsköpun byggða á íslensku hugviti í þágu bættra lífsgæða og lausna á samfélagslegum áskorunum. Viðskipti innlent 12. júní 2023 11:27
Að læra af mistökum: „Loksins hætta þeir þessu kjaftæði hugsaði starfsfólkið“ Það er einstaka sinnum sem við heyrum frábærar sögur um nýsköpunarfyrirtæki sem einfaldlega ná góðu flugi strax. Atvinnulíf 1. júní 2023 07:00
Að læra af mistökum: Frumkvöðullinn gæti til dæmis samið af sér „Það gera allir mistök. Þess vegna snúast mistök í sjálfu sér fyrst og fremst um að læra af þeim og þora að tækla hlutina, finna lausn. Í því felst mikill styrkleiki,“ segir Ellen María Bergsveinsdóttir, framkvæmdastjóri Mink Campers sporthýsanna. Atvinnulíf 31. maí 2023 07:00
Fjögur nýsköpunarfélög á heilbrigðisviði sótt 145 milljarða til fjárfesta Fjögur af átta verðmætustu nýsköpunarfyrirtækjum landsins starfa á heilbrigðissviði, ef marka má gagnagrunn Dealroom. Þau hafa safnað 678 milljónum evra frá fjárfestum, jafnvirði 101 milljarðs króna, en um 43 prósent fjárhæðarinnar má rekja til Alvotech, næstverðmætasta fyrirtækis Kauphallarinnar. Þegar litið er framhjá Alvotech hafa þrjú sprotafyrirtæki - Kerecis, Sidekick Health og Oculis - á sviði heilbrigði safnað 292 milljónum evra, jafnvirði 44 milljarða króna. Innherji 30. maí 2023 16:16
Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. Atvinnulíf 29. maí 2023 07:02
Eina íslenska fyrirtækið sem vann til verðlauna Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Loki Foods vann til verðlauna í flokki nýliða í vikunni á Nordic Statups Award, verðlaunahátíð sem fram fór í Grósku. Fyrirtækið var eina íslenska fyrirtækið sem vann til verðlauna. Viðskipti innlent 26. maí 2023 16:51
„Það er ekki lengur asnalegt að vera frumkvöðull“ „Það er mjög áhugavert að velta fyrir sér hversu mikið hefur breyst á þeim fimmtán árum síðan ég byrjaði í þessu nýsköpunarumhverfi. Það er ekki lengur asnalegt að vera frumkvöðull eins og þótti þá. Það þykir ekki lengur furðulegt að feta þessa leið, frekar en að velja að starfa hjá rótgrónu fyrirtæki,“ segir Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri 50skills. Atvinnulíf 26. maí 2023 07:01
Bein útsending: Samtal um nýsköpun hjá Orkuveitunni Nú stendur yfir viðburðurinn Samtal um nýsköpun á vegum Orkuveitu Reykjavíkur en hann er hluti af Iceland Innovation week sem fer fram í Reykjavík um þessar mundir. Viðskipti innlent 25. maí 2023 11:22
Forgangsröðunin verið sú að ríkið þjónustar almenning nú margfalt betur „Lykilþættirnir hingað til hafa verið að þjónusta almenning margfalt betur en áður og einfalda líf fólks,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem síðustu rúm þrjú árin hefur leitt þá vegferð ríkisins að gera sem flesta þjónustu rafræna. Atvinnulíf 24. maí 2023 07:00
Hugbúnaðarfélagið Men & Mice selt til alþjóðlegs keppinautar Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Men & Mice, sem er að stærstum hluta óbeint í eigu lífeyrissjóða, hefur verið selt til alþjóðlega félagsins BlueCat Networks. Ekki fást upplýsingar um kaupverðið en félagið var verðmetið á um 3,5 milljarða króna um síðustu áramót og hefur virði þess margfaldast frá því að sjóður í rekstri Stefnis keypti ráðandi hlut í Men & Mice fyrir um fjórum árum. Innherji 18. maí 2023 10:48
Vísisjóðir með fulla vasa fjár eftir tímabil sem var „orðið hálf klikkað“ Íslenski vísisjóðir, sem söfnuðu metfjármunum í nýjustu sjóði sína 2021 þegar vextir voru sögulega lágir, eru enn stútfullir af fjármagni þrátt fyrir að hafa fjárfest í fyrirtækjum fyrir um þrettán milljarða króna á síðustu tveimur árum. Sjóðirnir starfa nú í gjörbreyttu umhverfi þar sem verðlagning á sprotafyrirtækjum hefur lækkað verulega og þrengt hefur að möguleikum þeirra til að afla sér fjármagns. Við erum að koma út úr tímabili sem var „orðið hálf klikkað,“ útskýrir sjóðstjóri, og eðlilega muni núna hægja á sölum á sprotafyrirtækjum. Innherji 15. maí 2023 08:29
Nýsköpun í lagageiranum: Það á ekki að vera lúxus að leita réttar síns „Ég lít á lögmennskuna sem þjónustustarf. Allt sem við getum gert til að flýta fyrir málsmeðferð, lækka kostnað og auka á gagnsæi fyrir borgarana er því eitthvað sem við eigum stöðugt að vinna að. Því það að standa í málaferlum er oftast eitthvað sem leggst þungt á fólk,“ segir Margrét Anna Einarsdóttir eigandi og stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins Justikal. Atvinnulíf 15. maí 2023 07:01
Gervigreind greinir stærð og tegund fiska sem koma í troll Hátæknifyrirtækið Stjörnu-Oddi hefur í samstarfi við Hafrannsóknastofnun þróað tæki sem nýtir gervigreind til að sjá hvaða fisktegundir koma í troll fiskiskipa sem og stærð fiskanna. Tæknin er sögð stórt stökk í hafrannsóknum en einnig geta aukið hagkvæmni veiða og bætt umgengni skipstjórnarmanna við fiskistofna. Viðskipti innlent 14. maí 2023 05:25
Sigríður tekur við stjórnarformennsku hjá KLAK Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, hefur tekið við stjórnarformennsku hjá KLAK - Icelandic Startups, en ný stjórn tók við störfum á aðalfundi félagsins í síðasta mánuði. Viðskipti innlent 11. maí 2023 09:37
Bein útsending: Nýsköpunarkraftur kvenna – sögur úr hugverkageiranum Málþing um hugverkaréttindi og nýsköpunarkraft kvenna verður haldið í tilefni af alþjóðahugverkadeginum milli klukkan 11 og 13 í dag. Viðskipti innlent 4. maí 2023 10:30
Bruggað úr úrgangi og nóg að sækja lífrænt sorp á sex vikna fresti Að flokka ruslið rétt getur verið hægara sagt en gert. Margir telja sig gera þetta rétt en tvíeykið í sprotafyrirtækinu Melta veit af eigin raun að svo er ekki. Því Melta er að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi á lífrænu sorpi. Atvinnulíf 4. maí 2023 07:00