Vöxtur tækni- og hugverkaiðnaðar krefst sérhæfðs mannauðs Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 14:31 Samtök iðnaðarins gáfu nýverið út greiningu á mannauðs- og færniþörf sem leiðir í ljós að enn er veruleg vöntun á hæfu starfsfólki til starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Þörfin mun aðeins fara vaxandi á næstu árum. Tækni- og hugverkaiðnaður hefur verið í örum vexti undanfarin ár og hefur nú fest sig í sessi sem fjórða stoð útflutnings þjóðarbúsins. Útflutningstekjur tækni- og hugverkaiðnaðar hafa þrefaldast á síðastliðnum áratug en þær námu líklega um 250-280 milljörðum á síðasta ári. Hefur þessi vöxtur afar jákvæð áhrif á hagkerfi Íslands sem hefur orðið fjölbreyttara, sterkara og sveigjanlegra. Mikil vaxtartækifæri eru enn fyrir hendi í tækni- og hugverkaiðnaði en áframhaldandi vöxtur í greininni er óhugsandi nema ríkt framboð af sérhæfðri þekkingu, reynslu og mannauði sé til staðar. Fyrir tveimur árum gáfu SI út greiningu byggða á könnun meðal félagsmanna í tækni- og hugverkaiðnaði sem leiddi í ljós að fyrirtækin þyrftu að fjölga sérfræðimenntuðum starfsmönnum um 9.000 til næstu fimm ára til að halda í við vaxtaáætlanir þess tíma. Niðurstöðurnar nú eru í takti við fyrri greiningu og sýna að þessa fjölgun þurfi enn, aðeins til að anna lágmarksþörf. Nú þegar starfa í heild rúmlega 18 þúsund manns í tækni- og hugverkaiðnaði. Það er fjölgun um nær 4.100 manns á einum áratug eða 30%. Um er að ræða verðmæt hálaunastörf þar sem verðmætasköpun á vinnustund, þ.e. framleiðni, er umtalsvert meiri en almennt í hagkerfinu. Ennfremur leiðir greiningin í ljós að skortur á vinnuafli hefur heft vöxt fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði á undanförnum árum. Mikill meirihluti stjórnenda fyrirtækja svara því játandi að erfiðleikar við að finna rétt starfsfólk hafi heft vöxt fyrirtækjanna, eða 63% þátttakenda. Þó segja 26% þátttakenda að svo hafi ekki verið og eru það fremur lítil fyrirtæki sem falla í þann hóp. Heildarfjöldi starfsfólks þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í könnuninni er 3.224 í dag en samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja þau fyrirtæki fjölga starfsfólki um 2.498 á næstu fimm árum. Það er fjölgun um 77%. Gangi áætlanir þeirra eftir verður því heildarfjöldi starfsmanna þessara fyrirtækja 5.722 manns á næstu fimm árum. Því er áfram miðað við fjölgun um 9.000 manns á næstu fimm árum líkt og fram kom í fyrstu greiningu samtakanna. Sérfræðimenntað starfsfólk er stærsti hluti þeirra sem starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segja 66% þátttakenda að sérfræðimenntað vinnuafl sé á bilinu 81-100% af heildarfjölda starfsmanna hjá fyrirtækinu. Sé litið til viðhorfs stjórnenda fyrirtækjanna til innlends menntakerfis segja 63% þeirra að menntakerfið muni ekki mæta færniþörf þeirra á næstu fimm árum. Þar á meðal eru öll stærri fyrirtækin sem tóku þátt í könnuninni. 24% stjórnenda telja að menntakerfið muni mæta þeirra færniþörf á þessum tíma. Þar á meðal eru fyrst og fremst lítil fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði. Erfitt er að segja til um nákvæmlega hvaða sérþekkingu mun vanta á næstu árum en samkvæmt könnuninni segja stjórnendur fyrirtækjanna að það vanti fjölbreytta flóru sérfræðinga. Nefna þeir að það vanti allt frá tæknimenntuðu starfsfólki, svo sem: forritara, sérfræðinga í stafrænni vöruþróun, viðmótshönnuði, gervigreindarsérfræðinga, rafmagnsverkfræðinga, sérfræðinga í mekatróník o.fl., til reynslumikilla sölu- og markaðsfræðinga sem geta starfað á alþjóðamörkuðum, yfir í sérfræðinga í gæðastjórnun og umhverfismálum. Auðlind tækni- og hugverkaiðnaðar er fyrst og fremst hugvit og nýsköpun sem grundvallast á rannsóknum og þróun. SI hafa bent á það um árabil að fjárfesting í nýsköpun sé lykillinn að framleiðnivexti og framtíðarverðmætasköpun hagkerfisins. Auk þess er áhersla á nýsköpun, þ.e.a.s. öflugt rannsókna- og þróunarstarf, forsenda þess að leysa fjölmargar samfélagslegar áskoranir, til að mynda í loftslagsmálum og heilbrigðisþjónustu. Ekkert gerist þó án þess að fólk með rétta færni finnist til starfa í þeirri fjölbreyttu flóru fyrirtækja sem mynda tækni- og hugverkaiðnað. Því skiptir sköpum að tryggja að íslenskt menntakerfi sé í takti við tímann og samræmist eftirspurn. Þar að auki þarf Ísland að taka vel á móti erlendum sérfræðingum til landsins. Séu þessir þættir til staðar liggur fyrir að tækni- og hugverkaiðnaður mun vaxa og dafna til framtíðar, í þágu samfélagsins alls. Hulda er verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins og Nanna er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Samtök iðnaðarins gáfu nýverið út greiningu á mannauðs- og færniþörf sem leiðir í ljós að enn er veruleg vöntun á hæfu starfsfólki til starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Þörfin mun aðeins fara vaxandi á næstu árum. Tækni- og hugverkaiðnaður hefur verið í örum vexti undanfarin ár og hefur nú fest sig í sessi sem fjórða stoð útflutnings þjóðarbúsins. Útflutningstekjur tækni- og hugverkaiðnaðar hafa þrefaldast á síðastliðnum áratug en þær námu líklega um 250-280 milljörðum á síðasta ári. Hefur þessi vöxtur afar jákvæð áhrif á hagkerfi Íslands sem hefur orðið fjölbreyttara, sterkara og sveigjanlegra. Mikil vaxtartækifæri eru enn fyrir hendi í tækni- og hugverkaiðnaði en áframhaldandi vöxtur í greininni er óhugsandi nema ríkt framboð af sérhæfðri þekkingu, reynslu og mannauði sé til staðar. Fyrir tveimur árum gáfu SI út greiningu byggða á könnun meðal félagsmanna í tækni- og hugverkaiðnaði sem leiddi í ljós að fyrirtækin þyrftu að fjölga sérfræðimenntuðum starfsmönnum um 9.000 til næstu fimm ára til að halda í við vaxtaáætlanir þess tíma. Niðurstöðurnar nú eru í takti við fyrri greiningu og sýna að þessa fjölgun þurfi enn, aðeins til að anna lágmarksþörf. Nú þegar starfa í heild rúmlega 18 þúsund manns í tækni- og hugverkaiðnaði. Það er fjölgun um nær 4.100 manns á einum áratug eða 30%. Um er að ræða verðmæt hálaunastörf þar sem verðmætasköpun á vinnustund, þ.e. framleiðni, er umtalsvert meiri en almennt í hagkerfinu. Ennfremur leiðir greiningin í ljós að skortur á vinnuafli hefur heft vöxt fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði á undanförnum árum. Mikill meirihluti stjórnenda fyrirtækja svara því játandi að erfiðleikar við að finna rétt starfsfólk hafi heft vöxt fyrirtækjanna, eða 63% þátttakenda. Þó segja 26% þátttakenda að svo hafi ekki verið og eru það fremur lítil fyrirtæki sem falla í þann hóp. Heildarfjöldi starfsfólks þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í könnuninni er 3.224 í dag en samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja þau fyrirtæki fjölga starfsfólki um 2.498 á næstu fimm árum. Það er fjölgun um 77%. Gangi áætlanir þeirra eftir verður því heildarfjöldi starfsmanna þessara fyrirtækja 5.722 manns á næstu fimm árum. Því er áfram miðað við fjölgun um 9.000 manns á næstu fimm árum líkt og fram kom í fyrstu greiningu samtakanna. Sérfræðimenntað starfsfólk er stærsti hluti þeirra sem starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segja 66% þátttakenda að sérfræðimenntað vinnuafl sé á bilinu 81-100% af heildarfjölda starfsmanna hjá fyrirtækinu. Sé litið til viðhorfs stjórnenda fyrirtækjanna til innlends menntakerfis segja 63% þeirra að menntakerfið muni ekki mæta færniþörf þeirra á næstu fimm árum. Þar á meðal eru öll stærri fyrirtækin sem tóku þátt í könnuninni. 24% stjórnenda telja að menntakerfið muni mæta þeirra færniþörf á þessum tíma. Þar á meðal eru fyrst og fremst lítil fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði. Erfitt er að segja til um nákvæmlega hvaða sérþekkingu mun vanta á næstu árum en samkvæmt könnuninni segja stjórnendur fyrirtækjanna að það vanti fjölbreytta flóru sérfræðinga. Nefna þeir að það vanti allt frá tæknimenntuðu starfsfólki, svo sem: forritara, sérfræðinga í stafrænni vöruþróun, viðmótshönnuði, gervigreindarsérfræðinga, rafmagnsverkfræðinga, sérfræðinga í mekatróník o.fl., til reynslumikilla sölu- og markaðsfræðinga sem geta starfað á alþjóðamörkuðum, yfir í sérfræðinga í gæðastjórnun og umhverfismálum. Auðlind tækni- og hugverkaiðnaðar er fyrst og fremst hugvit og nýsköpun sem grundvallast á rannsóknum og þróun. SI hafa bent á það um árabil að fjárfesting í nýsköpun sé lykillinn að framleiðnivexti og framtíðarverðmætasköpun hagkerfisins. Auk þess er áhersla á nýsköpun, þ.e.a.s. öflugt rannsókna- og þróunarstarf, forsenda þess að leysa fjölmargar samfélagslegar áskoranir, til að mynda í loftslagsmálum og heilbrigðisþjónustu. Ekkert gerist þó án þess að fólk með rétta færni finnist til starfa í þeirri fjölbreyttu flóru fyrirtækja sem mynda tækni- og hugverkaiðnað. Því skiptir sköpum að tryggja að íslenskt menntakerfi sé í takti við tímann og samræmist eftirspurn. Þar að auki þarf Ísland að taka vel á móti erlendum sérfræðingum til landsins. Séu þessir þættir til staðar liggur fyrir að tækni- og hugverkaiðnaður mun vaxa og dafna til framtíðar, í þágu samfélagsins alls. Hulda er verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins og Nanna er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar