
Fyllt upp í tómarúm
Þessa dagana sinnir um 170 manna sveit frá bandaríska flughernum loftrýmisgæzlu við Ísland. Flugsveitin fer í þrjú til fjögur æfingaútköll á viku, þar sem markmiðið er að orrustuflugvélar séu komnar í loftið á innan við fimmtán mínútum, eins og fram kom í samtali við yfirmann flugsveitarinnar í Fréttablaðinu í gær.