Ekkert lið byrjað undanúrslitin með slíkum yfirburðum Valsmenn sýndu mátt sinn á móti Selfyssingum í gær þegar undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild karla í handbolta hófst á Hlíðarenda. Handbolti 3. maí 2022 13:31
Stefán Rafn fær að spila í Eyjum þrátt fyrir rautt í tveimur leikjum Haukamenn fengu góðar fréttir frá fundi aganefndar HSÍ í gær en þar kom í ljós að hornamaðurinn öflugi Stefán Rafn Sigurmannsson verður ekki í banni í leiknum mikilvæga á móti ÍBV í Eyjum á morgun. Handbolti 3. maí 2022 13:00
Hérna vill maður vera Benedikt Gunnar Óskarsson, leikstjórnandi Vals, var frábær í kvöld í fyrsta leiknum í einvígi Vals gegn Selfossi í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Átta mörk úr átta skotum og sex stoðsendingar var dagsverkið hjá Benedikt Gunnari í ellefu marka sigri Vals, 36-25. Handbolti 2. maí 2022 22:16
Með hókus pókus bendil þá hefðu þeir getað galdrað fram einhverjar kanínur Selfoss tapaði í kvöld fyrsta leiknum í einvígi þeirra gegn Val í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Lauk leiknum með ellefu marka sigri Valsmanna eftir algjört hrun í leik Selfoss í síðari hálfleik. Lokatölur 36-25. Handbolti 2. maí 2022 21:50
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 36-25 | Magnaðir Valsmenn stungu af í síðari hálfleik Í kvöld hófst undanúrslitaeinvígi Vals og Selfoss í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta í Origo höllinni. Lauk fyrsta leik liðanna í þessari rimmu með ellefu marka stórsigri Vals og liðið því komið með yfirhöndina í einvíginu. Lokatölur 36-25. Handbolti 2. maí 2022 21:15
Selfyssingar hafa ekki tapað á Hlíðarenda í 133 mánuði Valur og Selfoss hefja í kvöld undanúrslitaeinvígi sitt í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta á Hlíðarenda en gestirnir frá Selfossi hafa fundið sig einstaklega vel undir Öskjuhlíðinni undanfarin áratug. Handbolti 2. maí 2022 14:00
Ætlaði að henda stuðningsmönnum ÍBV úr húsi Gera þurfti hlé á leik Hauka og ÍBV á Ásvöllum í gær á meðan að formaður dómaranefndar HSÍ, Kristján Gaukur Kristjánsson, reyndi að hemja stuðningsmenn ÍBV. Það gekk lítið þar til að sáttasemjarinn Kári Kristján Kristjánsson kom til aðstoðar. Handbolti 2. maí 2022 12:01
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-35 | Eyjamenn frábærir í síðari hálfleik ÍBV byrjaði einvígið á móti Haukum af krafti en liðið vann fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sannfærandi. Handbolti 1. maí 2022 20:14
„Gat ekki óskað mér betri byrjun á einvíginu“ ÍBV tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum eftir fimm marka sigur á Ásvöllum 30-35. Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, var í skýjunum eftir leik. Sport 1. maí 2022 19:19
ÍR-ingar tóku forystuna í baráttunni um sæti í Olís-deildinni ÍR-ingar unnu afar öruggan 12 marka sigur er liðið tók á móti Fjölni í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi í umspili um laust sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili, 36-24. Handbolti 30. apríl 2022 19:18
„FH heldur áfram og ætlar að halda áfram að keppa um allt“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, segir að Hafnfirðingar gangi nokkuð sáttir frá tímabilinu þótt tapið fyrir Selfossi í oddaleik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í gær svíði vissulega. Handbolti 29. apríl 2022 14:01
Selfyssingar ekki tapað útileik í úrslitakeppni í fjögur ár Selfyssingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta með því að vinna framlengdan oddaleik á móti FH í Kaplakrika í gær. Handbolti 29. apríl 2022 12:00
FH-ingar klúðruðu tveimur sóknum sem hefðu fært þeim sigur: Sjáðu lokakaflann Oddaleikur FH og Selfoss í átta liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta bauð upp á mikla spennu og mikla dramatík. Handbolti 29. apríl 2022 09:31
„Tek hatt minn ofan fyrir drengjunum mínum“ Halldóri Sigfússyni, þjálfara Selfoss, var eðlilega létt eftir sigurinn á FH, 33-38, í oddaleik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Handbolti 28. apríl 2022 22:57
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Selfoss 33-38 | Epík í Krikanum Eftir miklar sveiflur, tvær framlengingar, gríðarlega dramatík og áttatíu mínútur af hágæða handbolta er Selfoss komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir sigur á FH, 33-38, í oddaleik í Kaplakrika í kvöld. Allir leikirnir í einvíginu unnust á útivelli. Handbolti 28. apríl 2022 22:25
Leyfði mönnum að jafna sig með ástvinum fyrir kvöldið Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, býst við mikilli baráttu, látum og miklum fjölda fólks í Kaplakrika í kvöld þegar hann mætir á sinn gamla heimavöll í oddaleik. Handbolti 28. apríl 2022 16:15
Handviss um að Selfyssingar vinni oddaleikinn í Krikanum Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, er handviss um að hans gömlu félagar í Selfossi vinni FH og komist áfram í undanúrslit Olís-deildarinnar í kvöld. Handbolti 28. apríl 2022 13:31
Sjáðu skotið sem sendi KA í sumarfrí eftir hádramatík Dramatíkin var alls ráðandi í öllu einvígi Hauka og KA í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta og úrslitin réðust að lokum á síðasta skoti, á síðustu sekúndu. Handbolti 28. apríl 2022 13:17
Oddaleikur FH og Selfoss í opinni dagskrá Það er allt undir í Kaplakrika í kvöld þegar FH tekur á móti Selfossi í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla. Handbolti 28. apríl 2022 12:01
Flýgur frá ástarpungunum á Akureyri í leiki með Eyjamönnum Er hægt að baka brauð og snúða á nóttunni á Akureyri og spila svo handbolta daginn eftir með ÍBV í Vestmannaeyjum? Það er nokkurn veginn það sem Fannar Þór Friðgeirsson gerir nú þegar úrslitakeppnin í Olís-deildinni nálgast suðupunkt. Handbolti 28. apríl 2022 08:01
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Haukar 31-30 KA | Haukar í undanúrslit eftir oddaleik á Ásvöllum Haukar leika í undanúrslitum í Olís-deilda karla í handbolta gegn ÍBV eftir eins marks sigur á KA í æsispennandi oddaleik á Ásvöllum, 31-30. Allir þrír leikir liðanna unnust með eins marks mun. Handbolti 27. apríl 2022 22:38
„Það verða engar yfirlýsingar frá mér að þessu sinni gegn ÍBV“ Haukar tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit eftir eins marks sigur á KA 31-30. Heimir Óli Heimisson, leikmaður Hauka, var kátur eftir leik og hlakkaði til að mæta ÍBV í undanúrslitum. Sport 27. apríl 2022 22:00
KA unnið sex oddaleiki í átta liða úrslitum í röð KA mætir Haukum í fyrsta oddaleik sínum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar í átján ár í kvöld. Handbolti 27. apríl 2022 14:00
Bjarni trúði því ekki að Óðinn hafi ætlað að gera þetta: Sjáðu sirkusmörk Óðins Landsliðshornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson var í miklum ham í öðrum leik KA og Hauka í átta liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta. Handbolti 26. apríl 2022 08:30
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 22-27 | FH-ingar tryggðu sér oddaleik FH-ingar tryggðu sér oddaleik á heimavelli með öruggum fimm marka sigri gegn Selfyssingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-22. Handbolti 25. apríl 2022 22:25
Halldór Jóhann: Við erum bara ekkert eðlilega lélegir í fyrri hálfleik Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var ómyrkur í máli eftir fimm marka tap sinna manna gegn FH í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Hann segist sjaldan hafa séð jafn slæman hálfleik og sínir menn sýndu í fyrri hálfleik. Handbolti 25. apríl 2022 22:10
„Ég vil fá fullan Krika á fimmtudaginn“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, var eðlilega í himinlifandi eftir öruggan sigur sinna manna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Sigurinn tryggði liðinu oddaleik sem fram fer í Kaplakrika á fimmtudaginn kemur. Handbolti 25. apríl 2022 21:45
Umfjöllun og viðtal: KA - Haukar 22-23 | Oddaleikur niðurstaðan eftir dramatík á Akureyri Fyrsti leikur KA og Hauka var vægast sagt dramatískur og það sama var upp á teningum í kvöld. Háspenna lífshætta á Akureyri þar sem Haukar unnu með minnsta mun og tryggðu sér oddaleik um sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla í handboltaen leikurinn endaði 22-23 fyrir Haukum. Handbolti 25. apríl 2022 20:30
Haukarnir hafa þrisvar lent í þessu frá 2003 og komist aftur heim í öll skiptin Haukar eru upp við vegg á Akureyri í kvöld eftir tap á heimavelli á móti KA-mönnum í leik eitt í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta. Handbolti 25. apríl 2022 14:32
FH-ingar hafa ekki unnið leik í úrslitakeppni frá atvikinu með Gísla í Eyjum FH-ingar berjast fyrir lífi sínu á Selfossi í kvöld þar sem þeir gætu endað í sumarfríi tapi þeir á moti Selfyssingum. Handbolti 25. apríl 2022 13:01
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti