Kom frá Póllandi til að vinna í fiski í eitt ár en féll fyrir Íslandi Anna Czeczko frá Póllandi var í háskólanámi fyrir átta árum þegar hún ákvað að fara til Íslands til að vinna í fiski í eitt ár. Anna lýsir því hvernig hún varð ástfangin af Íslandi og sérstaklega Djúpavogi. Lífið 28. febrúar 2020 20:30
Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. Viðskipti innlent 27. febrúar 2020 11:45
Vernd og varðveisla skipa Ég tel það vera mjög mikilvægt að opinberir aðilar í samstarfi við t.d. einkaaðila taki höndum saman um varðveislu og viðhald gamalla skipa og báta og haldi þannig til haga mikilvægum þætti í atvinnusögu okkar landsmanna. Skoðun 26. febrúar 2020 14:00
Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. Lífið 26. febrúar 2020 09:24
Bein útsending: Fundur SFS um gagnsæi í sjávarútvegi Opin fundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um gagnsæi í þeirra geira fer fram í dag Viðskipti innlent 26. febrúar 2020 08:30
Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. Innlent 24. febrúar 2020 22:30
Hvernig Djúpivogur reis við á ný eftir kvótamissi Tilkynningin fyrir sex árum, um að fiskvinnslu Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, yrði hætt og fimmtíu störf flutt burt, var reiðarslag fyrir Djúpavog. Innlent 23. febrúar 2020 08:44
Vissi að hann myndi hata ákvörðunina það sem eftir væri Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri sem stýrði togaranum Heinaste í eigu Samherja í Namibíu, segist hafa neyðst til þess að játa sök í dómsmáli gegn honum í landinu. Að öðrum kosti hefði málið dregist í marga mánuði. Innlent 21. febrúar 2020 13:35
Hampiðjan kaupir skosk félög fyrir 1,3 milljarða Hampiðjan undirritaði í dag samkomulag um kaup á 80 prósenta hlut í tveimur skoskum félögum. Viðskipti innlent 20. febrúar 2020 12:31
Telja að um 570 tonn af eldislaxi hafi drepist Rakið til fordæmalausrar veðráttu. Innlent 19. febrúar 2020 23:03
Björgólfur kveður Samherja Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, ætlar að stíga úr brúnni fyrir lok mars. Björgólfur býður fram krafta sína í aðalstjórn Sjóvá en það kemur fram í skýrslu tilnefningarnefndar Sjóvá sem birt var á heimasíðu tryggingafélagsins í dag. Viðskipti innlent 19. febrúar 2020 12:45
Blátindur sekkur Í óveðrinu 14. febrúar gerðist það meðal annars að í Vestmannaeyjum flaut hinn sögufrægi vélbátur Blátindur upp, slitnaði frá bryggju og sökk í höfninni. Skoðun 18. febrúar 2020 15:00
Sex skip lögð upp í þriðju loðnuleitina Sex skip eru nú haldin til loðnuleitar, fleiri en nokkru sinni fyrr, en þetta er þriðji leitarleiðangurinn frá áramótum. Loðnutorfur sem fundust undan Norðurlandi gefa tilefni til hóflegrar bjartsýni. Viðskipti innlent 17. febrúar 2020 20:45
Samningsleysi í 79 daga! SFS 14 – Sjómenn 2 Skítfall enn eina ferðina í samningatækni 101, staðan er SFS 1 – Sjómenn 0 eða ef við tökum sérfræðingsstöðuna 14 -2 , það þarf ekki mikil geimvísindi til að átt sig á því að þetta getur ekki farið öðruvísi í þetta skipið frekar en öll hin skiptin. Skoðun 17. febrúar 2020 14:30
Samherji krefst þess að RÚV biðjist afsökunar á „meiðandi frétt“ Samherji krefur Ríkisútvarpið um afsökunarbeiðni og leiðréttingu á "meiðandi frétt“ sem sýnd var í tíufréttum RÚV síðasta fimmtudagskvöld. Innlent 17. febrúar 2020 14:08
Mjög margar kröfur útgerðarmanna ekki til umræðu hjá sjómönnum „Við höfum séð þetta allt áður,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands um kröfur útgerðarmanna í yfirvofandi samningaviðræðum. Innlent 17. febrúar 2020 11:02
Björguðu sjómanni vélarvana fiskibáts Björgunarsveitarmenn af Suðurnesjum og áhöfn togarans Sóley Sigurjóns GK komu sjómanni á litlum fiskibát til bjargar í nótt við „ömurlegar aðstæður“. Innlent 17. febrúar 2020 07:07
Eitt fullkomnasta sláturskip heims á leið vestur til bjargar Arnarlax horfar fram á mikið tjón vegna laxadauða í sjókvíaeldi sínu. Innlent 14. febrúar 2020 14:30
Vélbáturinn Blátindur sökk við bryggju í Vestmannaeyjum Fyrst losnaði báturinn frá bryggju og flaut út á höfnina. Að endingu tókst þó að draga hann aftur að bryggju og sökk hann þar. Göt voru gerð á bátinn til að koma í veg fyrir að hann losnaði frá bryggju. Það virðist þó ekki hafa dugað til. Innlent 14. febrúar 2020 10:48
Mokveiði og þorskur út um allt í byrjun vetrarvertíðar Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó. Innlent 13. febrúar 2020 21:15
Auðlind í eigu þjóðar? Hart var tekist á um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi enn eina ferðina. Skemmst er frá því að segja að skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðiheimildir á Íslandi og í Namibíu vakti fáheyrða reiði og andsvör stjórnarmeirihlutans. Skoðun 12. febrúar 2020 15:00
Sýndu fram á árangur af fiskveiðistjórnun á vísindalegum grunni Fylgni er á milli sjálfbærra stofna og markvissrar fiskiveiðistjórnunar á vísindalegum grunni samkvæmt nýrri alþjóðlegri rannsókn. Niðurstöðurnar eru sagðar í samræmi við reynslu Íslendinga af fiskveiðistjórnun. Innlent 12. febrúar 2020 09:15
Vonast til að finna lækningu við sjóveiki með nýjum hermi Allir verða sjóveikir segir prófessor, meira að segja hörðustu sjómennirnir. Innlent 11. febrúar 2020 21:00
Umstang að skrapa saman átta milljónum í reiðufé Lögregluyfirvöld í Namibíu hafa kyrrsett á ný togarann Heinaste. Björgólfur Jóhansson, settur forstjóri Samherja, telur kyrrsetninguna ekki standast lög og hyggst láta reyna á lögmæti hennar fyrir namibískum dómstólum. Innlent 11. febrúar 2020 13:34
Vegir á Vestfjörðum þoldu ekki þíðuna í síðustu viku Slitlagið á þjóðvegum á Vestfjörðum er víða mikið skemmt eftir þíðuna í síðustu viku og á verstu köflunum milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar hefur Vegagerðina neyðst til að lækka hámarkshraða. Innlent 11. febrúar 2020 09:15
Meira af verðmyndun auðlinda – er þetta eðlilegt? Í grein hér á Vísi fyrir rúmum tveimur vikum fór ég aðeins yfir verðmyndun á sjávarafurðum þar sem ég fór yfir verðmyndun á makríl og kolmuna. Skoðun 11. febrúar 2020 09:00
Ný mæling sýnir 200 þúsund tonna loðnustofn og ákveðið að leita betur Nýjar loðnutorfur sem fundist hafa undan Norðurlandi gefa vonarglætu um að ekki sé öll nótt úti enn um loðnuvertíð og hefur verið ákveðið að halda loðnuleitinni áfram. Viðskipti innlent 10. febrúar 2020 20:15
Svona segjast Hafnfirðingar ætla að gera höfnina sína skemmtilega Miklar breytingar verða í kringum smábátahöfnina í Hafnarfirði og íbúðarhúsum blandað inn í atvinnuhverfi, samkvæmt nýju rammaskipulagi sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt, Innlent 8. febrúar 2020 20:45
Ekki bjartsýni að loðna finnist í öðrum rannsóknarleiðangri Sjávarútvegsráðherra segir loðnubrest tvö ár í röð vera skell en ólíklegt sé að stjórnvöld hlaupi undir bagga með þeim sveitarfélögum sem bresturinn bitni þyngst á. Innlent 7. febrúar 2020 23:15
Sakar formann Viðreisnar um lýðskrum Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er harðorður í garð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Þar sakar hann Þorgerði um lýðskrum vegna pistlaskrifa hennar á Vísi í dag. Innlent 7. febrúar 2020 20:51