„Þau þurftu að skapa sér allt úr því sem þau höfðu hér“ Námið í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað var fyrst til að byrja með tveggja vetra nám í húsmóðurfræðum en þó með mesta áherslu á fög eins og íslensku, dönsku,stærðfræði og matarefnafræði. Einnig var súrkálsgerð kennd. Stúlkur fengu eingöngu inngöngu í skólann á fyrstu árum hans. Innlent 1. janúar 2023 16:07
„Við verðum að leyfa kerfinu að fá aðeins að anda“ Mannekla er helsta áskorunin þegar kemur að uppbyggingu leikskólakerfisins í Reykjavík að sögn borgarfulltrúa Samfylkingarinnar en fjölmargir leikskólakennarar hafa flutt sig yfir í grunnskólana. Formaður Félags leikskólakennara segir leikskólastigið ekki ráða við mikið meira og að kerfið hafi stækkað allt of hratt. Jafna þurfi starfsaðstæður, til að mynda með styttingu vinnuvikunnar. Innlent 30. desember 2022 15:54
Ár uppbyggingar og mikilla áskorana Árið 2022 hefur verið ár mikillar uppbyggingar í borginni en líka fordæmalausra skakkafalla sem hafa seinkað fyrirætlunum um bætta þjónustu. Hvergi hefur þetta birst með eins skýrum hætti og í leikskólamálunum þar sem fleiri nýir leikskólar opnuðu en nokkru sinni fyrr en að sama skapi fækkaði til muna nýtanlegum plássum í leikskólum vegna viðhaldsframkvæmda og vinnu við að fjarlægja rakaskemmdir og myglu. Skoðun 30. desember 2022 08:42
Siðmennt fær 68 milljónir í sóknargjöld á næsta ári Siðmennt fær samkvæmt lauslegum útreikningum formannsins um 68 milljónir króna í sóknargjöld á næsta ári. Inga Auðbjörg K. Straumland formaður Siðmenntar segir þetta alltof mikið og til komið vegna grjótharðrar hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar. Hún ætlar samt að þiggja fjármunina. Innlent 27. desember 2022 12:12
Skoða gjaldtöku á öllum bílastæðum HÍ Gjaldtaka á bílastæðum Háskóla Íslands er til skoðunar. Nemendur og starfsfólk hafa hingað til fengið að leggja endurgjaldslaust við skólann. Á nýju ári gæti það heyrt sögunni til. Innlent 23. desember 2022 18:25
Beitir þú ofbeldi? Fyrir mörgum árum ég eyddi kvöldstundum í spjalli með einstakling sem ég trúði að væri sammála mér, spjallið fór oft út í þá sálma hvað fólk sem beitti ofbeldi væri hræðilegt, þessi einstaklingur hafði stór orð um það hvað þau ættu skilið svartholið. Líklega átti það ekki við hann þegar „stóri dómurinn“ féll og Litla Hraun varð vistarveran í nokkur ár eftir hrottalegt og gróft ofbeldi á fjölskyldumeðlim. Skoðun 23. desember 2022 11:01
Krakkar oft komnir lengra en fagfólk í kynfræðslu Samræma þarf kynfræðslu í grunnskólum og gera hana betri að mati fagstjóra heilsuverndar skólabarna. Nauðsynlegt sé að uppfæra hana því oft séu krakkarnir komnir mun lengra en fagfólk. Hún segir slæmt að nánast engin kynfræðsla sé á leikskóla-og framhaldsskólastigi. Innlent 22. desember 2022 19:00
Of algengt að meintum þolanda eða geranda sé slaufað í grunnskólum Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fari á flug. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu. Innlent 21. desember 2022 19:01
Ráðin forstöðukona kennslusviðs HR Hrefna Pálsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona kennslusviðs Háskólans í Reykjavík. Viðskipti innlent 21. desember 2022 14:51
Dúx Flensborgarskólans með 9,87 í einkunn Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í gær 43 nemendur. Nemendur útskrifuðust af fjórum brautum skólans; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta og hagfræði- og opinni braut. Tíu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans og einn af listnámssviði. Hæstu einkunn hlaut Guðrún Edda Min Harðardóttir, með einkunnina 9,87 á stúdentsprófi. Innlent 21. desember 2022 14:02
Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. Innlent 21. desember 2022 09:35
Minnisblað varpar ljósi á óróleika og óánægju vegna Grandaborgar Leikskólastjóri Grandaborgar, Helena Jónsdóttir, hefur dregið uppsögn sína til baka en uppsögnin vakti nokkurn kurr meðal starfsmanna og foreldra. Þrír starfsmenn í 2,5 stöðugildum sögðu upp störfum í kjölfar uppsagnar leikskólastjórans. Innlent 21. desember 2022 08:49
Pólverjar um þriðjungur útskriftarnema frá Fisktækniskólanum Tæplega þriðjungur nemenda sem útskrifuðust úr Fisktækniskóla Íslands í vikunni sem leið eru Pólverjar. Rekstrarstjóri fiskvinnslu í Grindavík segir fiskvinnsluna ekki geta verið án erlends vinnuafls. Pólverjarnir eru hæstánægðir með námið sem að hluta var kennt á pólsku. Innlent 18. desember 2022 20:45
Skólameistari Hallormsstaðaskóla segir snjallsíma heilsuspillandi „Við erum að fara inn í nýjan heim, sem er kannski ekki góður og hollur fyrir okkur“, segir skólameistari Hússtjórnarskólans á Hallormsstað á Héraði, og vísar þar í notkun á samfélagsmiðlum, sem hún segir heilsuspillandi. Símar eru bannaðir í hádegismat í skólanum en leyfðir að öðru leyti. Innlent 18. desember 2022 15:05
Kennurum varð að ósk sinni og skólastjórinn sagði upp Skólastjóri Hvassaleitisskóla hefur óskað eftir því að láta af störfum og Reykjavíkurborg hefur fallist á ósk hans. Fyrir mánuði undirrituðu fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur skólastjóranum. Innlent 18. desember 2022 14:29
Lýsa yfir þungum áhyggjum af langvarandi fjársvelti háskólastigsins Í ljósi lokaumræðu fjárlagafrumvarps fyrir árið 2023 lýsa Landssamtök íslenskra stúdenta yfir þungum áhyggjum af langvarandi fjársvelti háskólastigsins. Innlent 16. desember 2022 14:26
Mótmæla áformum um hækkun skrásetningargjalds: „Örvæntingarfull tilraun til þess að plástra blæðandi sár“ Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af fjármögnun Háskóla Íslands í ljósi umræðna um fjárlög á þingi og gagnrýnir harðlega beiðni háskólayfirvalda um hækkun skrásetningargjaldsins. Hækkun skrásetningargjaldsins yrði gríðarlega íþyngjandi fyrir stúdenta og væri aðeins skammtímalausn sem myndi hafa í för með sér fleiri vandamál en hún myndi leysa. Innlent 14. desember 2022 12:11
Landslagið í leikskólamálum Reykjavíkurborgar ólgar Mönnunarvandi borgarinnar er rótgróinn og vel þekktur, sömu sögu má segja um launamálin og nú upp á síðkastið hefur vandræðalegri stöðu ýmissa leikskólabygginga verið gerð nokkuð góð skil. Skoðun 14. desember 2022 07:30
Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. Innlent 13. desember 2022 11:04
Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. Atvinnulíf 13. desember 2022 07:26
Hyggjast bregðast við ofbeldi meðal barna Mosfellsbær, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ undirrituðu síðastliðinn föstudag viljayfirlýsingu um samstarf vegna barna í viðkvæmri stöðu. Brugðist verður við auknu og alvarlegra ofbeldi meðal barna með þverfaglegu samstarfi sem ætlað er að draga úr líkum á ofbeldisbrotum og stuðla að farsæld fyrir börn í viðkvæmri stöðu í Mosfellsbæ. Innlent 12. desember 2022 13:56
Tveggja ára stal senunni í umræðu um leikskólamál „Flautið. Það var bíll. Þeir voru með dekk. Já. Þau voru að keyra svo hratt. Já. Ætti hann að keyra hægar? Nei.“ Á þessum nótum talaði senuþjófurinn Víðir Ágúst tveggja ára í viðtali sem átti að vera við móður hans Albínu Huldu Pálsdóttur í Íslandi í dag á miðvikudag. Innlent 12. desember 2022 08:45
Ummæli Kára um Ferðamálaskóla Íslands ekki dæmd dauð og ómerk Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms þar sem leiðsögumaðurinn Kári Jónasson er sýknaður í máli þar sem rekstraraðili Ferðamálaskóla Íslands fór fram á að ummæli sem Kári lét falla um skólann í sjónvarpsþætti árið 2016 yrðu dæmd dauð og ómerk. Innlent 12. desember 2022 08:05
Af betri borg fyrir börn „Þessar tillögur bera það með sér að við verndum framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarmál og málefni þeirra sem höllustum fæti standa,“ sagði formaður borgarráðs í kvöldfréttum sjónvarps 30. nóvember um fjárhagsáætlun borgarinnar … og skar svo niður opnun félagsmiðstöðva fyrir unglinga um 16%, ásamt félögum sínum í borgarstjórn? Hvort vanþekking á mikilvægi félagsmiðstöðva eða viðhorf ráði för skal hér ósagt látið. Skoðun 10. desember 2022 14:00
Segir siðaskipti eiga sér stað í umræðu um kynferðisofbeldi Nemar í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem voru sakaðir um kynferðisbrot eru sagðir hafa orðið fyrir einelti og útskúfun þegar nöfn þeirra voru að ósekju dregin upp í tengslum við málið. Innlent 9. desember 2022 19:15
Ísland í þriðja sæti World Talent Ranking Ísland skipar þriðja sæti í World Talent Ranking (WTR) 2022 úttektar IMD viðskiptaháskólans í Sviss og færist upp um fjögur sæti frá fyrra ári. Úttektin metur að hvaða leyti ríki þróa, laða að og halda í hæft fólk til að viðhalda þeim mannauði sem stuðlar að langtímaverðmætasköpun. Sviss er í fyrsta sæti listans, sjötta árið í röð, af 63. ríkjum. Svíþjóð, Noregur og Danmörk raða sér í annað, fjórða og fimmta sæti úttektarinnar. Innherji 9. desember 2022 17:01
Sigmundur Davíð sakar Ásmund Einar um óábyrga yfirlýsingagleði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir yfirlýsingagleði Ásmundar Einars Daðasonar í kynferðisbrotamálum afar hæpna. Innlent 9. desember 2022 14:53
Ekkert til í því að nemandi hafi nauðgað litlu frænku sinni Ráðgjafahópur sem skoðaði meint eineltismál vegna nafna drengja sem rituð voru á spegla Menntaskólans við Hamrahlíð, segir að drengir hafi orðið fyrir einelti og útilokun. Ein gróf saga er sögð ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum eftir ítarlega könnun hópsins. Innlent 9. desember 2022 12:29
„Ég var ekki að eignast barn til að láta einhvern annan vera með það“ Foreldrar sem rætt var við í Íslandi í dag voru á einu máli um að lengra fæðingarorlof væri heillaskref og að þar mætti ganga enn lengra, enda vilji margir hafa börn sín lengur hjá sér áður en þau eru látin á leikskóla. Fólki leist misvel á að fá heimagreiðslur fyrir að vera heima með börnin. Innlent 9. desember 2022 07:31
„Að fólki skuli detta þetta til hugar er að mínu viti skammarlegt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fer hörðum orðum um ákvörðun Reykjavíkurborgar að draga saman seglin í leikskólamálum, meðal annars með því að fækka starfsfólki og skera niður í skólamáltíðum. Viðtal við Sólveigu má sjá hér í innslaginu að ofan og hefst á níundu mínútu. Innlent 8. desember 2022 09:00