Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Koma Ár­sæli til varnar og telja ráð­herra refsa honum fyrir skoðanir sínar

Fulltrúar úr fráfarandi skólanefnd Borgarholtskóla skora á mennta- og barnamálaráðherra að falla frá ákvörðun sinni um að framlengja ekki skipunartíma Ársæls Guðmundssonar skólameistara skólans. Fulltrúar sem setið hafa í skólanefndinni telja ákvörðun ráðherra órökstudda og án aðdraganda auk þess sem þau gruni að með ákvörðun sinni sé ráðherra að refsa Ársæli fyrir gagnrýni sem hann hafi haldið á lofti um áform stjórnvalda um málefni framhaldsskóla.

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýna að selj­endur og verk­takar þurfi einir að lækka verð

Vignir S. Halldórsson, verktaki og faglegur framkvæmdastjóri Öxar ehf. og Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala og framkvæmdastjóri Landmarks, gagnrýna að gefið hafi verið í skyn á fundi Seðlabankans í gær að verktakar og seljendur einir eigi að taka á sig hækkun á fasteignamarkaði. Monika og Vignir voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki á leið í fram­boð í borginni og hugsi yfir „óska­lista“ ríkis­stjórnarinnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera að hugleiða framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann er sem stendur með hugann við störf sín í landsmálapólitíkinni, meðal annars við samgönguáætlun sem kynnt var í gær. Hann segir áætlunina í raun vera „óskalista“ núverandi ríkistjórnar um hvað sú næsta eigi að gera í samgöngumálum.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­lög snúast um þjónustu við fólk

Önnur umræða um fjárlög ársins 2026 fer fram í þessari viku. Þótt fjárlögin sjálf séu eitt umfangsmesta stjórnarmál ársins gleymist oft hvernig ferlið virkar og hversu miklu máli nefndarstarfið skiptir þegar kemur að því að móta niðurstöðuna.

Skoðun
Fréttamynd

For­sætis­ráð­herra segir breytt plan ekki hygla neinum

Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina einhuga um nýja samgönguáætlun. Ólíkt fyrri ríkisstjórnum ætli þessi að láta verkin tala og ekki boða framkvæmdir sem ekki hafi verið fjármagnaðar. Nýtt innviðafélag marki grunninn að sögulegum tímapunkti fyrir framkvæmdir og fjármögnun slíkra verkefna. Engum sé hyllt

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki fram­lengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“

Ársæll Guðmundsson lýkur senn störfum sem skólameistari Borgarholtsskóla. Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa embættið laust til umsóknar. Ársæll segir í tilkynningu til starfsfólks að honum þyki augljóst hvað liggi að baki ákvörðuninni hjá ráðherranum. Aðstoðarmaður ráðherra segir skólameistaranum einungis hafa verið tjáð að starf hans yrði auglýst og það vegna breytinga á framhaldsskólakerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Fljótagöng sett í for­gang

Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027.

Innlent
Fréttamynd

Er endur­hæfing happ­drætti?

Reykjalundur er lykilstofnun í endurhæfingu landsmanna og hefur verið rekin án hagnaðarsjónarmiða allt frá stofnun árið 1945 þegar SÍBS keypti land af Reykjabændum í Mosfellssveit til að reka endurhæfingu fyrir berklasjúklinga.

Skoðun
Fréttamynd

Sakar ráð­herra um svik og kjör­dæma­pot í sam­gönguáætlun

Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknarflokksins, sakar Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra um kjördæmapot. Hún segir hann hafa fært Fljótagöng efst á framkvæmdalista samgönguáætlunar í stað Fjarðarheiðagangna. Hún segir engin rök fyrir slíkri breytingu á samgönguáætlun og kallar eftir svörum frá ráðherra. Ráðherra hefur áður sagt að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Sveitar­stjórn Gríms­nes- og Grafnings­hrepps neitar að vinna vinnuna sína

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur með samþykkt sinni frá 26. nóvember síðastliðnum ekki aðeins byggt stjórnsýslu sína á rangri fullyrðingu, heldur hefur hún einnig brotið gegn grundvallarskyldum sveitarfélaga samkvæmt sveitarstjórnarlögum með því að neita að afgreiða lögbundin erindi varðandi frístundabyggðir, nema gerðar verði lagabreytingar á Alþingi. Þetta eru stjórnsýsluleg afglöp.

Skoðun
Fréttamynd

Á fjórða hundrað er­lendra fanga frá 56 löndum af­plánað á Ís­landi frá 2020

Alls hafa 327 fangar með erlent ríkisfang frá 56 löndum hafið afplánun í fangelsum á Íslandi undanfarin fimm ár. Flestir erlendir fangar á þessu ári, og alls yfir tímabilið, eru pólskir og spænskir ríkisborgarar og yfirgnæfandi meirihluti þeirra erlendu fanga sem afplána á Íslandi sitja inni vegna fíkniefnabrota. Áætlaður meðalkostnaður vegna hvers fanga á dag nemur tæpum 57 þúsund krónum á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Stefnt er að rúmlega 3,4 milljarða króna rekstrarafgangi A-hluta. Þá er gert ráð fyrir að í fjárhagsáætluninni fyrir 2026 og fyrir tímabilið til 2030 séu öll markmið fjármálastefnu uppfyllt.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­laga­nefnd upp­lýsir um næstu verk­efni í vega­gerð

Innviðaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem hann hyggst kynna nýja samgönguáætlun. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis er búinn að taka ómakið að hluta af innviðaráðherra með því að upplýsa í þingskjali hvaða nýjar vegaframkvæmdir fá grænt ljós á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

„Vona að við sjáum eitt­hvað á þessum nótum í kosningunum“

Oddvitar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segjast báðir finna fyrir meðbyr og stuðningi kjósenda. Báðir flokkar bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Maskínu en meirihlutinn myndi falla, ef kosið yrði í dag. Þær vilja báðar halda oddvitasætum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina

Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar viðraði þá hugmynd á borgarstjórnarfundi dagsins að breyta selalauginni í Húsdýragarðinum í lundabyggð og byggja nýja og stærri selalaug á öðrum stað í garðinum. 

Innlent
Fréttamynd

Ný könnun sýnir meiri­hlutann fallinn í borginni

Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg eykst samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist nú þrjátíu og eitt prósent. Fylgið hefur verið á uppleið síðan í júní þegar það var tuttugu og fimm prósent. Samkvæmt könnuninni er meirihlutinn í borginni fallinn.

Innlent
Fréttamynd

„Virðu­legi for­seti, ég segi bara Jesús Kristur“

Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra átti í orðaskaki við Vilhjálm Árnason þingmann Sjálfstæðisflokksins um hækkun á erfðafjárskatti í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Báðir uppskáru hlátur þegar þeir skutu hver að öðrum í svörum sínum. 

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn mæta í vinnuna á laugar­dögum í desem­ber

Þingfundadögum hefur verið fjölgað og þingmenn gætu þurft að mæta í vinnuna á laugardögum í desember sökum anna í þinginu fyrir jólafrí. Ákveðið hefur verið að þingfundur verði á föstudaginn sem ekki var gert ráð fyrir í starfsáætlun, auk þess sem fyrstu tveir laugardagarnir í desember verði þingdagar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna seinagang í þingstörfum og kalla eftir því að allar nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir eins fljótt og auðið er svo unnt sé að ræða fjárlög á réttum forsendum.

Innlent