Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ræður tengdar frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum verða eins margar og til þurfi þar til málið verði tekið af dagskrá. Því verði ekki hleypt óbreyttu í gegn. Hagsmunir þjóðarinnar séu í húfi, ekki sérhagsmunir. Innlent 1. júlí 2025 15:00
Magnús Þór lést við strandveiðar Strandveiðimaðurinn sem lést þegar bátur hans sökk út af Patreksfirði í gær hét Magnús Þór Hafsteinsson og var 61 árs. Hann var fyrrverandi þingmaður og gerði út á bátnum Orminum langa AK-64 frá Patreksfirði. Innlent 1. júlí 2025 14:11
Malað dag eftir dag eftir dag Eftir að hafa setið í minnihluta í borgarstjórn í um sjö ár er það sérstök reynsla að upplifa málþóf stjórnarandstöðunnar á Alþingi í umræðum um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld. Skoðun 1. júlí 2025 14:01
Samstöðin hafi aldrei verið í hættu Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hyggst leita réttar síns í kjölfar aðalfundar Vorstjörnunnar þar sem andstæð fylking Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar hélt yfirráðum sínum yfir styrktarfélaginu. Flokkurinn er nú húsnæðislaus en skipt var um lás í Bolholti í gærkvöldi eftir að fundinum lauk. Innlent 1. júlí 2025 12:01
„Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Málþóf um veiðigjaldafrumvarpið er komið út fyrir öll mörk, segir prófessor við Háskólann á Akureyri, sem tengir óánægju með stjórnarandstöðuna við stöðuna á Alþingi. Það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef ekki tekst að afgreiða veiðigjaldafrumvarpið. Innlent 1. júlí 2025 11:53
„Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fagnar því að ástarfundur þeirra Gleði og Hreyfils hafi borið árangur og bíður spenntur eftir afkvæminu sem verður kastað í vor, hvort sem það verður hryssa eða foli. Lífið 1. júlí 2025 11:41
Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hefur fallist á beiðni Rögnu Árnadóttur um lausn frá embætti skrifstofustjóra Alþingis frá 1. júlí í stað 1. ágúst næstkomandi eins og áætlað var. Ragna hafði áður beðist lausnar til að taka við embætti forstjóra Landsnets. Innlent 1. júlí 2025 10:01
Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Samfylkingin og Viðreisn eru einu flokkarnir sem fleiri telja hafa staðið sig vel en illa á síðasta þingvetri í skoðanakönnun Maskínu. Mikill minnihluti svarenda telur stjórnarandstöðuflokkanna þrjá hafa staðið sig vel og innan við fimmtungur að Flokkur fólksins hafi gert það. Innlent 1. júlí 2025 09:58
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Um þessar mundir er unnið að nýju deiliskipulagi fyrir náttúruperluna og vatnsverndarsvæðið Heiðmörk. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 2. júlí. Mikilvægt er að vel takist til þannig að áfram ríki sátt um þetta mikilvæga og vinsæla svæði borgarinnar. Skoðun 1. júlí 2025 09:01
Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Það hefur alltaf verið stefna Flokks fólksins að bæta réttindi og afkomu öryrkja. Við höfum talað skýrt um þetta fyrir hverjar kosningar og á Alþingi undanfarin ár. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórn sem Flokkur fólksins á aðild að taki stór skref í þágu öryrkja. Skoðun 1. júlí 2025 08:32
Lífeyrir skal fylgja launum Löngu tímabært réttlætismál er loks að verða að veruleika. Eftir margra ára baráttu er frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um að lífeyrir almannatrygginga skuli fylgja launavísitölu á lokametrunum í afgreiðslu Alþingis. Skoðun 1. júlí 2025 07:30
Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Þingfundi var slitið klukkan 02:33 í nótt, eftir enn einar maraþonumræðurnar um veiðigjaldið. Innlent 1. júlí 2025 06:24
Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Foreldrar sem eignast fjölbura eða lenda í veikindum á meðgöngu eiga nú rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks. Þetta var lögfest er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. Innlent 30. júní 2025 23:41
Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Skipt hefur verið um lás í húsnæði Sósíalistaflokksins eftir fjölsóttan fund þar sem Sanna Magdalena Mörtudóttir hlaut kjör í framkvæmdastjórn Vorstjörnunnar, styrktarfélags Sósíalistaflokksins. Húsnæðið var tekið á leigu í nafni styrktarfélagsins. Innlent 30. júní 2025 22:41
Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Sanna Magdalena Mörtudóttir og þau sem staðið hafa gegn nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins höfðu betur á aðalfundi Vorstjörnunnar, styrktarfélags Sósíalistaflokksins, eftir vaxandi ólgu í aðdraganda fundarins. Þetta þýðir að öllum líkindum að sambandi Sósíalistaflokksins og Vorstjörnunnar verði slitið en ríkisstyrkir flokksins hafa runnið að stórum hluta til Vorstjörnunnar. Innlent 30. júní 2025 20:47
Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er nú orðin þriðja lengsta umræða þingsins frá árinu 1991 en það hefur verið rætt í rúmlega hundrað klukkustundir. Málið er aftur á dagskrá þingsins í kvöld. Innlent 30. júní 2025 19:15
Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Enn vofir kólga yfir ranni Sósíalista og virðist stefna í að aðalfundur Vorstjörnunnar, sem hófst núna klukkan hálfsex, verði sannkallaður hitafundur. Miklar skærur hafa geisað um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum eftir hallarbyltingu í framkvæmdastjórn flokksins. Innlent 30. júní 2025 18:19
Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins er komin til New York þar sem hún ætlar að stunda nám næsta árið við Columbia-háskóla. Hún er komin í níu mánaða leyfi frá þingstörfum en enn hefur ekki verið hóað í varamann hennar og því er stjórnarandstaðan ekki fullskipuð á þingfundi dagsins. Innlent 30. júní 2025 16:57
Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar sem er forsenda þess að taka upp nýtt örorkulífeyriskerfi í haust sem hvetur til atvinnuþátttöku öryrkja og bætir kjör þeirra. Nýtt kerfi mun leiða af sér að auknar tekjur öryrkja en leiðir ekki af sér minni greiðslur úr lífeyrissjóðum til eldri borgara. Skoðun 30. júní 2025 15:01
Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur falið fjórum sérfræðingum að vinna skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum. Verkefni hópsins verður að meta kosti og galla sjálfstæðs gjaldmiðils samanborið við aðild að stærra gjaldmiðlasvæði eins og evrusvæðinu. Viðskipti innlent 30. júní 2025 14:56
Snurða hljóp á þráðinn í nótt Formenn þingflokka reyna nú að ná saman um þinglok og hafa fundað stíft undanfarna daga. Eftir ágætis gang í samtalinu um helgina þykir nú meiri óvissa uppi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Öll mál ríkisstjórnarinnar eru undir í samtalinu segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 30. júní 2025 13:08
Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. Innlent 30. júní 2025 12:01
Fundar með þingflokksformönnum Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum klukkan níu þar sem þinghald í vikunni verður til umræðu. Þingfundur hefst svo klukkan 10 þar sem á dagskrá eru atkvæðagreiðslur og svo áframhaldandi umræður um breytingar á veiðigjöldum. Innlent 30. júní 2025 08:32
Fiskeldi og samfélagsábyrgð Fiskeldi hefur átt mikinn þátt í þeirri endurreisn sem íbúar Vestfjarða eru að upplifa. Fiskveiðar hafa verið helsta atvinnugrein á svæðinu en þegar aflaheimildir fluttust í stórum stíl til annarra landshluta fækkaði störfum með tilheyrandi áhrifum á byggðaþróun. Skoðun 30. júní 2025 08:03
Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stjórn SAF ósátta við forsætisráðherrann og segir neikvæðni hennar í garð vaxtar í ferðaþjónustu valda miklum áhyggjum. Hann kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda og segir það einföldun hjá forsætisráðherra að kalla greinina láglaunagrein. Viðskipti innlent 29. júní 2025 23:59
Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Þingflokksformenn funduðu og áttu samtöl í allan dag til að freista þess að samkomulagi um þinglok. Búið er að birta dagskrá þingfundar á vef Alþingis fyrir morgundaginn. Ef ekki tekst að semja um þinglok í kvöld heldur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar áfram að loknum fernum atkvæðagreiðslum. Innlent 29. júní 2025 23:41
Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Aldrei hefur verið haldinn aðalfundur hjá Vorstjörnunni né nokkur stjórnarfundur eftir að félagið var stofnað. Engin reikningar eða bókhald lögmætrar stjórnar þrátt fyrir milljóna flæði í gegn um félagið í fjögur ár. Skoðun 29. júní 2025 23:30
„Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, er nú komin til New York þar sem hún ætlar næsta árið að stunda nám við Columbia háskóla. Áslaug er komin í níu mánaða leyfi frá þingstörfum á meðan. Lífið 29. júní 2025 22:01
Óákveðin hvort hún fari aftur fram fyrir Sósíalista: „Mér finnst þetta bara orðið bull“ Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir deilur innan flokksins orðnar „algjört bull“. Hún segist reið og vonsvikin að ný framkvæmdastjórn hafi ákveðið að kæra formann og gjaldkera Vorstjörnunnar. Þau séu öll sjálfboðaliðar og félagar þeirra. Innlent 29. júní 2025 21:30
Segir ráðherra sjálfum í lófa lagið að breyta leikreglum svo ágóðinn rati vestur Forstjóri Arctic Fish vísar á bug ásökunum innviðaráðherra um skort á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins vegna ákvörðunar um flutning starfa frá Þingeyri. Fyrirtækið greiði hundruð milljóna í sérstaka fiskeldisskatta, þrátt fyrir taprekstur, sem ekki renni að nokkru marki aftur vestur á firði og í þau samfélög sem skapi tekjurnar. Innlent 29. júní 2025 20:13