Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Hamar tryggði sér annað sætið með stórsigri í Keflavík

    Hamarskonur unnu 16 stiga sigur á Keflavík í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld, 85-101, og tryggðu sér þar með annað sætið í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. KR vann 66-45 stiga sigur á Grindavík í hinum leik A-deildarinnar en KR-konur voru fyrir nokkru búnar að tryggja sér deildarmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Barist um sætin inn í úrslitakeppnina í kvöld

    Það verður mikil spenna í lokaumferð Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í kvöld þegar það ræðst hvaða lið komast í úrslitakeppnina, hvaða lið situr hjá í fyrstu umferð ásamt deildarmeisturum KR og hvaða lið mætast í sex liða úrslitunum sem hefjast um næstu helgi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    IE-deild kvenna: Hamar vann deildarmeistarana í DHL-Höllinni

    Hún var súrsæt stemningin hjá körfuboltaliði KR í kvöld. Liðið fékk afhentan bikarinn fyrir sigur í deildinni eftir að liðið tapaði á móti Hamar, 69-72. Þetta var aðeins annað deildartap KR í vetur í nítján leikjum en liðið var búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir nokkru síðan.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Telma, fyrirliði Hauka: Þetta var alveg geggjað

    Telma Björk Fjalarsdóttir, fyrirliði Hauka, var ótrúleg í fráköstunum í seinni hálfleik í 83-77 sigri Hauka á Keflavík í bikarúrslitaleik kvenna í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. Telma tók ellefu fráköst þar af átta þeirra í sókn auk þess að skora tíu stig.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukakonur bikarmeistarar í fimmta skiptið

    Haukakonur tryggðu sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með 83-77 sigri á Keflavík í úrslitaleik Subwaybikars kvenna í Laugardalshöllinni í dag. Keflavík var talið sigurstranglegra fyrir leikinn en þær áttu ekki svör við baráttuglöðm Haukakonum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-konur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með stórsigri

    KR-konur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta með 23 stiga sigri á Grindavík, 68-45, í DHL-Höllinni í kvöld. Grindavík var í 2. sæti deildarinnar fyrir leikinn en nú tíu stigum á eftrir KR þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jóhann: Hver er í sínu horni og allar á einhverju egótrippi

    Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagði að liðið sitt hafi ekki unnið saman sem lið í fjórtán stiga tapi á móti Keflavík í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Grindavík hafði unnið fjóra síðustu leiki sína í deildinni en náði ekki að framlengja sigurgönguna í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Halldór: Það er eintóm gleði hjá okkur

    Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var að sjálfsögðu ánægður eftir öruggan og sannfærandi sigur á Grindavík í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Keflavík náði mest 26 stiga forskoti og sjöundi sigurinn í sjö leikjum á árinu 2010 var aldrei í hættu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Heldur sigurganga Keflavíkurstúlkna áfram í kvöld?

    Heil umferð fer fram í Iceland Express deild í körfubolta í kvöld þegar önnur umferð A- og B-deildanna fer fram. Hamar og KR töpuðu í síðustu umferð og mætast í Hveragerði á sama tíma og tvö heitustu liðin, Keflavík og Grindavík, spila í Toyota-höllinni í Keflavík. Í B-deildinni mætast Valur-Njarðvík og Snæfell-Haukar. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukakonur í bikarúrslit

    Kvennalið Hauka komst í kvöld í úrslit Subway-bikarsins í körfubolta með því að leggja Njarðvík 73-41 í undanúrslitaleik sem fram fór í Hafnarfirði.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík gulltryggði sætið í A-deildinni - burstaði Hauka

    Keflavíkurkonur tryggðu sér 4. sætið og þar með sæti í A-deild með 85-65 stórsigri á Haukum í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Þetta var síðasta umferðin áður en deildinni er skipt í tvo hluta en með Keflavík í efri hlutanum verða KR, Grindavík og Hamar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Julia Demirer lent á Íslandi og komin með leikheimild

    Julia Demirer verður með Hamar á móti Keflavík í átta liða úrslitum Subwaybikars kvenna í körfubolta í kvöld en liðin mætast í Toyota-höllinni í Keflavík klukkan 19.15. Julia Demirer lenti á Íslandi í gær og er komin með öll leyfi hjá KKÍ.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Er Heather Ezell að senda valnefndinni skilaboð?

    Heather Ezell, bandaríski leikstjórnandinn hjá Haukum, hefur átt frábært tímabil með liðinu en var engu að síður ekki kosin besti leikmaður fyrri hlutans í Iceland Express deild kvenna. Miðað við frammistöðu hennar í fyrstu tveimur leikjunum á nýju ári er eins og hún sé að senda valnefnd KKÍ smá skilaboð.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Joanna Skiba kemur aftur til Grindavíkur

    Grindavíkurkonur hafa bætt við sig erlendum leikmanni en bandaríski leikstjórnandinn Joanna Skiba sem er með pólskt vegabréf mun snúa aftur til Grindavíkur þar sem hún lék veturinn 2007-08. Þetta kom fyrst fram á karfan.is.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ná Haukakonur að leika sama leik og í fyrra?

    Kvennalið Hauka í körfubolta hefur fengið góðan liðstyrk því danska landsliðskonan Kiki Lund mun spila með Íslandsmeisturunum út tímabilið. Lund er 26 ára skytta sem hefur leikið á Spáni undanfarið eina og hálfa árið. Haukar eru því fyrsta liðið í Iceland Express deild kvenna sem teflir fram tveimur erlendum leikmönnum í vetur.

    Körfubolti