Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Fáanleg í október

Fyrsta sólóplata rokkstjörnunnar Magna Ásgeirssonar verður fáanleg í stafrænu formi í Bandaríkjunum frá og með 2. október næstkomandi. Magni á stóran aðdáendahóp í Bandaríkjunum eftir þátttöku sína í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova og því verður fróðlegt að sjá hvernig viðtökur platan fær.

Tónlist
Fréttamynd

Melódísk poppmúsík

Laga- og textasmiðurinn Ólafur Sveinn Traustason hefur gefið út sína fyrstu plötu, sem nefnist einfaldlega Óli Trausta. Á plötunni, sem kemur út á vegum Zonet, eru tólf lög í flutningi söngvara á borð við Pál Rósinkranz, Sigurjón Brink og Edgar Smára Atlason.

Tónlist
Fréttamynd

Ánægður með Volta

Bandaríski tónlistarmaðurinn Josh Groban hefur miklar mætur á nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, sem kom út fyrr á árinu.

Tónlist
Fréttamynd

Unnið að komu Pearl Jam

Rokkarinn Chris Cornell hyggst nýta væntanlega Íslandsferð sína vel en hann heldur tónleika í Laugardalshöll laugardaginn 8.september. Rokkarinn kemur hingað ásamt eiginkonu sinni, Vicky Karayiannis, á fimmtudaginn og fer ekki fyrr en á sunnudeginum.

Tónlist
Fréttamynd

Kórfélagar sungu í MH

Fyrrum meðlimir kórs Menntaskólans við Hamrahlíð komu fram á tónleikum á fimmtudagskvöld í tilefni þess að kórinn er fertugur á árinu. Einnig var um styrktartónleika að ræða því allur ágóði rennur í ferðasjóð kórsins, sem er á leiðinni til Kína.

Tónlist
Fréttamynd

Funheit ferðalög Magga og KK

„Ferðaplötur“ KK og Magga Eiríks hafa selst í um 28 þúsund eintökum. Þeir félagar fá afhenta gullplötu fyrir þá síðustu, Langferðalög, á lokatónleikum sínum í Salnum 13. september.

Tónlist
Fréttamynd

Ljósanæturlagið umdeilt í Reykjanesbæ

Lag Ljósanætur í ár er umdeilt í Reykjanesbæ ef marka má vefinn mannlif.is. Lagið, sem heitir Ó, Keflavík og er eftir Jóhann Helgason þykir hefja Keflavík upp til skýjanna og gagnrýnt er að sveitarfélögin sem mynda Reykjanesbæ ásamt Bítlabænum komi hvergi við sögu.

Tónlist
Fréttamynd

Benni og Lekman í hljóðver

Tónlistarmennirnir Benedikt Hermann Hermannsson og hinn sænski Jens Lekman fóru í hljóðver um síðustu helgi og tóku upp nokkur lög saman. Ekki hefur verið ákveðið hvenær lögin koma út.

Tónlist
Fréttamynd

Ölvis: Bravado - þrjár stjörnur

Ölvis er einmenningssveit Örlygs Þórs Örlygssonar en hann kom mjög á óvart með annarri breiðskífu sinni, The Blue Sound, sem kom út seint á árinu 2005. Bravado er því þriðja breiðskífa Ölvisar og er hún gefin út af Resonant í Bretlandi. 12 Tónar sjá hins vegar um dreifingu hér heima. Bravado inniheldur margt af því góða sem finna mátti á The Blue Sound.

Tónlist
Fréttamynd

Yndislegur metnaður

Hljómsveitin Skátar fær góðan dóma fyrir fyrstu plötu sína, Ghost of the Bollock to Come, í enska tónlistartímaritinu Plan B Magazine. Þar segir að platan sé aldeilis frábær þar sem ýmsum tónlistarstefnum sé blandað saman.

Tónlist
Fréttamynd

Tónleikaferð lokið

Hljómsveitin The Rolling Stones hefur lokið "A Bigger Bang"-tónleikaferð sinni um heiminn sem hefur staðið yfir í tvö ár. Orðrómur hefur verið á kreiki um að þetta sé síðasta tónleikaferð sveitarinnar, enda Jagger, Richards og félagar komnir vel á sjötugsaldurinn.

Tónlist
Fréttamynd

Hjaltalín og Magnet - fjórar stjörnur

Norræna menningarhátíðin Reyfi er eitt stórt metnaðarfullt fyrirbæri sem hefur ekki fengið nærri nógu mikla umfjöllun. Menningaratburðir af þessu tagi hefur vantað í íslenskt þjóðlíf. Sérstakur glerskáli hefur verið fluttur til landsins til þess að hýsa aðalatburði hátíðarinnar og sómaði hann sig vel á lóðinni fyrir utan Norræna húsið.

Tónlist
Fréttamynd

Í Höllinni í október

Tónlistarmaðurinn Rúnar Júlíusson heldur stórtónleika í Laugardalshöll 27. október. Þar mun Rúnar, ásamt stórri hljómsveit, flytja mörg sín bestu lög af löngum ferli, auk laga af nýjustu plötu sinni, Snákar í garðinum.

Tónlist
Fréttamynd

Fyrsta plata Eagles í 28 ár

Sveitarokksveitin The Eagles gefur þann 31. október út sína fyrstu hljóðversplötu með nýju efni í 28 ár. Platan heitir Long Road Out Of Eden og nefnist fyrsta smáskífulagið How Long.

Tónlist
Fréttamynd

Feðgin sungu með Sniglabandinu

Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson steig óvænt á svið með Sniglabandinu er þeir útvörpuðu beint frá Hveragerði síðastliðinn sunnudag. "Ég var bara staddur þarna og þeir kölluðu mig upp," segir Magnús Þór, sem söng með þeim lag sitt "Jörðin sem ég ann".

Tónlist
Fréttamynd

Hljómsveit öfganna

Ein sérstæðasta hljómsveit nútímans, Liars, fagnar þessa dagana útkomu nýrrar breiðskífu. Steinþór Helgi Arnsteinsson lagði við hlustir og grúskaðist fyrir um sveitina.

Tónlist
Fréttamynd

Iceland Airwaves á iTunes

Icelandic Music Export, í samstarfi við aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, mun gefa út sérstakan safndisk í tilefni hátíðarinnar sem fáanlegur verður á iTunes í Bandaríkjunum.

Tónlist
Fréttamynd

BB og Blake í leitirnar

„Samstarfið byrjaði þegar ég fékk Magga til að semja tónlist fyrir stuttmyndina mína, Monsieur Hyde,“ segir BB, eða Vera Sölvadóttir, annar helmingur hljómsveitarinnar BB and Blake. Stuttmynd þessi verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í haust.

Tónlist
Fréttamynd

Sigga hátíðleg á væntanlegri sólóplötu

„Það var kominn tími á að drífa sig í gang. Ég er búin að liggja allt of lengi í leti,“ segir söngkonan Sigríður Beinteinsdóttir, en hún er að hefjast handa við að búa til sína fyrstu sólóplötu í fjögur ár. Upptökur á plötunni hefjast strax eftir helgi og mun Sigríður meðal annars njóta aðstoðar sinfóníuhljómsveitar Búlgaríu við gerð hennar.

Tónlist
Fréttamynd

Fyrsta plata Pink Floyd endurútgefin

Fyrsta plata Pink Floyd, The Piper at the Gates of Dawn, verður endurútgefin á þremur diskum hinn 3. september í tilefni af fjörutíu ára afmæli hljómsveitarinnar.

Tónlist
Fréttamynd

Ólöf Arnalds með síðdegistónleika

Ólöf Arnalds heldur síðdegistónleika í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg á morgun. Þar mun hún leika lög af plötunni Við og Við sem kom út hjá 12 Tónum í vor og kemur út í Evrópu í næsta mánuði.

Tónlist
Fréttamynd

Stuðmenn í Mosó

Hljómsveitirnar Stuðmenn og Gildran spila á útitónleikum á íþróttavellinum að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Tilefnið er bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, sem er nú haldin í þriðja sinn dagana 23. til 26. ágúst. Bærinn er tuttugu ára og verður dagskráin því sérlega vegleg í þetta sinn.

Tónlist
Fréttamynd

Jónas með tónleika

Jónas Ingimundarson píanóleikari verður með tvenna tónleika á næstunni utan höfuðborgarinnar. Á föstudagskvöld spilar hann í kirkjunni í Borgarnesi. Þeir tónleikar hefjast kl. 20, og annan fimmtudag verður hann með tónleika á Sögusetrinu á Hvolsvelli, kl. 21.

Tónlist
Fréttamynd

Í Höllinni 13. október

Megas og Senuþjófarnir halda tónleika í Laugardalshöll laugardaginn 13. október. Eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir skömmu ætlar Megas að spila í Höllinni í tilefni af útgáfu plötunnar Frágangur. Hefur platan selst í um þrjú þúsund eintökum og er fjórða söluhæsta plata Megasar frá upphafi.

Tónlist
Fréttamynd

Frumsamið R&B á Gauknum

Hljómsveitin Soul 7 heldur tónleika á Gauki á Stöng í kvöld. Leikin verða frumsamin lög eftir söngkonuna Katrínu Ýr Óskarsdóttur og Katherine Dawes, samnemanda Katrínar í tónlistarskóla í London. Einnig verða leikin þekkt R&B lög með blús-, fönk- og gospelívafi.

Tónlist
Fréttamynd

Syngja til heiðurs George Michael

Söngvararnir Friðrik Ómar og Jógvan Hansen verða aðalnúmerin á skemmtisýningu á Broadway til heiðurs George Michael og hljómsveitinni Wham! Sýningin hefst þann 27. október og verður öllu tjaldað til. „Þetta verður flottasta „sjóvið“ sem hefur verið sett þarna upp,“ segir Friðrik Ómar, sem er mikill aðdáandi George Michael.

Tónlist
Fréttamynd

Endurnærðir Papar snúa aftur

Paparnir ætla að dusta rykið af hljóðfærunum eftir gott frí og spila á nokkrum vel völdum stöðum frá 24. ágúst til 19. október. Þeir hafa ekkert komið fram síðan 18. apríl og eru því orðnir verulega endurnærðir.

Tónlist
Fréttamynd

Viljum að fólk hristi búkinn

Fjórða hljóðversplata hljómsveitarinnar Jagúar, Shake it good, kom út um helgina. Vignir Guðjónsson ræddi við Samúel J. Samúelsson um gripinn. Hljómsveitin Jagúar fagnaði níu ára afmæli sínu með pomp og prakt um helgina og hélt vel heppnaða afmælis- og útgáfutónleika á Organ á laugardagskvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Mood með tónleika

Bergþór Smári, sem vakti athygli í síðustu Eurovision-keppni með laginu Þú gafst mér allt, spilar með hljómsveit sinni Mood á Næsta bar í kvöld. Mood var stofnuð árið 2003 og er skipuð, auk Bergþórs, þeim Inga Skúlasyni, bassaleikara Jagúars, og trommaranum Friðriki Júlíussyni.

Tónlist
Fréttamynd

Rammíslensk fiðla í rammíslensku safni

Sunnudaginn 26. ágúst er komið að síðustu stofutónleikum Gljúfrasteins í sumar. Á þeim munu þau Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari og Gerrit Schuil, píanóleikari flytja verk eftir Ludwig van Beethoven og Fritz Kreisler. Guðný mun auk þess vígja nýja fiðlu sem smíðuð var á Íslandi af Hans Jóhannssyni fiðlusmiði.

Tónlist