Jói Pé og Króli skrifa söngleik Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins. Menning 18. desember 2024 09:53
Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Ábreiðuband fimm stráka sem elska Iceguys, fengu að hitta átrúnaðargoðin sín í dag. Rúrik segist ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið, það sé alltaf tækifæri til bætinga. Lífið 17. desember 2024 19:23
Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Stjörnur landsins nutu lífsins í vikunni sem er að líða. Jólin nálgast og hitastigið er á leiðinni niður sem ýtti undir hátíðarstemninguna.Það var líka nóg um að vera. Aðventan í algleymingi og einir stærstu tónleikar landsins með strákunum í Iceguys. Þá naut fólk lífsins á ýmsa vegu í faðmi fjölskyldunnar og sumir klæddu sig í rautt. Lífið 16. desember 2024 10:30
Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Guðný Gígja Skjaldardóttir, tónlistarkona og fjögurra barna móðir búsett í Vesturbænum, er mikið jólabarn og segir aðdraganda jóla ekki síðri en jólin sjálf. Hún segir samveran með fjölskyldunni á náttfötunum það besta við hátíðina. Guðný Gígja er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 15. desember 2024 07:01
Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa Madonna vakti töluverða athygli á föstudag þegar hún birti tvær gervigreindarmyndir af sér með Frans páfa á Instagram. Ekki er hægt að lýsa myndunum öðruvísi en að páfinn sé að þukla á Madonnu. Lífið 15. desember 2024 00:11
„Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Will Smith hefur þvertekið fyrir að tengjast Sean „Diddy“ Combs á nokkurn hátt. Hann hafi ekki farið í nein partý til Combs eða komið nálægt kauða. Lífið 14. desember 2024 20:50
Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Fjórir strákar sem mynda saman ábreiðuband eru stærstu aðdáendur strákabandsins IceGuys sem eru með tónleika í kvöld. Lífið 14. desember 2024 20:02
Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Jóhannes Lafontaine gefur í dag út plötuna Movem og heldur í tilefni af því útgáfupartý á Radar. Platan er gefin út á útgáfumerki Exos, Planet X. Lífið 14. desember 2024 13:02
Erfitt að skikka fólk til að vera tillitssamt Máni Pétursson eigandi og stofnandi Paxal umboðsskrifstofu vonar að gestir á Iceguys-tónleikunum í dag taki tillit til annarra gesta og fari til hliðar, ætli það að vera með börn sín á háhesti. Í dag fara fram þrennir tónleikar í Laugardalshöll með hljómsveitinni vinsælu, þar af tvennir fjölskyldutónleikar. Paxal sér um skipuleggja tónleikana. Lífið 14. desember 2024 11:26
Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn „Myndbandið er innblásið af öllum þessum klassísku gömlu íslensku jólalagamyndböndum,“ segir grínistinn og söngvarinn Villi Neto sem frumsýnir í dag ásamt Vigdísi Hafliðadóttur myndband við jólalagið þeirra Hleyptu ljósi inn. Lífið 12. desember 2024 20:00
Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Harðkjarnahljómsveitin I adapt steig á svið í nýjasta tónleikaþætti Live in a fishbowl á X-inu 977. Sveitin kom aftur saman í sumar eftir að hafa ekki spilað saman í tólf ár og mun halda risatónleika í Iðnó þann 14. desember. Tónlist 12. desember 2024 12:02
40 ára ráðgáta leyst Í síðasta mánuði leystist ein stærsta ráðgáta internetsins. Ráðgátan er 40 ára gömul, en vinna að lausn hennar hófst af alvöru fyrir 17 árum síðan. Þann 4. nóvember 2024 leystist svo loks ráðgátan um „dularfyllsta lag internetsins“. Skoðun 12. desember 2024 07:32
Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Margt bendir til þess að írski leikarinn Paul Mescal komi til með að leika söngvarann Paul McCartney í kvikmyndaröð Sam Mendes um Bítlana. Stefnt er að því að búa til eina kvikmynd um hvern Bítil fyrir sig. Bíó og sjónvarp 12. desember 2024 00:04
Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á nýrri útfærslu Nordiska Production á Moulin Rouge! söngleiknum sem frumsýndur verður á Stóra sviðinu í september 2025. Menning 10. desember 2024 16:34
Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós Það er hægt að ganga að ýmsu sem vísu í lífinu. Jólin koma í desember, Sjálfstæðisflokkurinn réttir við kannanafylgi sitt í kosningum og enginn verður svikinn af kvöldstund með Sigur Rós. Lífið 9. desember 2024 20:01
Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Það var stemning og mikil gleði á jólatónleikum Snorra Ásmundssonar í Hannesarholti í síðustu viku þar sem hann flutti frumsamin verk og sömuleiðis spunaverk sem samin voru á augnablikinu. Snorri skartaði glimmerbrók og skein skært. Menning 9. desember 2024 16:00
Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Það hefur margt á daga Sævars Breka drifið en hann myndar tvíeykið NUSSUN ásamt Agli Breka. Þeir stóðu fyrir stórum útgáfutónleikum í síðustu viku þar sem þeir gáfu út stuttmynd og tónlistarmyndband og á föstudag eignuðust Sævar Breki og unnusta hans Guðrún Lóa svo tvíbura. Tónlist 9. desember 2024 14:03
Var Kurt Cobain myrtur? Allt frá andláti Kurt Cobain, forsöngvara hinnar íkonísku grunge hljómsveitar, Nirvana, árið 1994, hafa þrálátar samsæriskenningar um að honum hafi verið komið fyrir kattarnef verið á kreiki. Lífið 9. desember 2024 10:03
Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Einn þekktasti leikari og grínisti landsins Vilhelm Neto hefur breytt einu af sínu uppáhalds popplögum frá Japan í íslenskt jólalag ásamt söngkonunni og leikkonunni Vigdísi Hafliðadóttur. Vilhelm sem alltaf er kallaður Villi segist sitja á fleiri erlendum lögum sem hann er handviss um að myndu sóma sér vel sem jólalög. Tónlist 7. desember 2024 20:00
„Þetta drepur fólk á endanum“ „Ég gat ekki staðið upp í margar vikur. Það var mjög auðmýkjandi að geta bókstaflega ekki hreyft sig. Kærastinn minn þurfti að bera mig allt,“ segir rísandi stórstjarnan, leikkonan og söngkonan Elín Hall sem hefur átt risastórt ár en lenti á vegg eftir að hafa verið á ofsahraða að láta draumana rætast. Blaðamaður ræddi við Elínu um uppbygginguna, listina, lífið og tilveruna. Lífið 7. desember 2024 07:02
Myndband: Sungu snjókorn falla á íslensku táknmáli Krakkarnir í Táknmálseyju í Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra tóku sig til í vikunni og sungu eitt þekktasta jólalag Íslands, Snjókorn falla á íslensku táknmáli. Myndband af krökkunum hefur vakið mikla athygli en krakkarnir senda landsmönnum hlýjar jólakveðjur. Lífið 6. desember 2024 13:54
Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Í vikunni birti mbl.is frétt um streymistölur íslendinga á veitunni Spotify fyrir árið 2024. Í fréttaflutningnum þótti okkur blaðamann skorta heildræna sýn á kynjamál í tónlistarbransanum og stilla upp ansi dapurlegri mynd. Skoðun 6. desember 2024 13:31
Jóladrottningin stal senunni Húsfyllir og rífandi stemning var í frumsýningarteiti hljómsveitarinnar Húbba Búbba sem fór fram í Kolaportinu á dögunum. Þar frumsýndu þeir tónlistarmyndband við lagið JólaHúbbaBúbba, þar sem hin margrómaða jóladrottning, Svala Björgvins, stal senunni frá strákunum, eins og henni einni er lagið. Jól 6. desember 2024 09:03
Jón Nordal er látinn Jón Nordal tónskáld og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík andaðist í gær, 5. desember, 98 ára að aldri. Hann var meðal ástsælustu tónskálda þjóðarinnar og einn helsti forystumaður í uppbyggingu tónlistarlífs á Íslandi á síðastliðinni öld. Innlent 6. desember 2024 06:37
Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Þakkarorða íslenskrar tónlistar var afhent þann 1. desember á Degi íslenskrar tónlistar á sérstökum hátíðartónleikum til heiðurs tónlistarmanninum Magnúsi Eiríkssyni. Tónleikarnir fóru fram fyrir fullum Eldborgarsal í Hörpu og var þjóðinni boðið að sækja sér miða sem ruku út á nokkrum mínútum. Tónleikarnir voru einnig teknir upp og verða sýndir á RÚV 26. desember. Tónlist 5. desember 2024 20:03
Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Kraumsverðlaunin verða afhent í sautjánda sinn síðar í þessum mánuði fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Tónlist 5. desember 2024 15:24
Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Strákarnir í Spacestation mættu með pompi og prakt í fiskabúrið hjá X-inu 977. Þar spiluðu þeir nokkur af sínum bestu lögum líkt og All of the Time, Sickening og Can't be mine og þá taka þeir einnig klassískt lag Bjartmars Guðlaugssonar. Tónlist 5. desember 2024 14:32
Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Innan við sólarhringur er í að hulunni verði svipt af því hvaða 251 listamaður fékk náð fyrir augum úthlutunarnefnda úr þeim átta sjóðum sem veita listamannalaun. Listamönnunum sjálfum hefur verið tilkynnt um niðurstöðuna. Þó nokkrir eru með böggum hildar og ganga slyppir og snauðir á braut. Lítið heyrist í fámennari hópnum, þeim sem anda léttar og fengu þriggja til tólf mánaða blessun á umsókn sinni. Innlent 4. desember 2024 16:03
Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Espresso eftir Sabrinu Carpenter er það lag sem oftast var spilað af notendum streymisveitunnar Spotify á árinu. Patrik og Luigi eiga mest spilaða íslenska lagið á streymisveitunni en það er lagið Skína. Þá er Taylor Swift sá tónlistarmaður sem var með flestar hlustanir á árinu á streymisveitunni en Herra Hnetusmjör og Bubbi Morthens eiga metið meðal íslenskra höfunda. Lífið 4. desember 2024 16:03
Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson. Lífið 4. desember 2024 15:03