Vindur talsvert hægari en í gær Hægfara lægð sést nú skammt vestur af landinu og mun suðlægri vindátt því gæta á landinu. Vindurinn verður talsvert hægari en í gær eða yfirleitt á bilinu 5 til 13 metrar á sekúndu. Hvassara við norðurströndina í fyrstu. Veður 20. maí 2024 08:18
Varasamt að ferðast á sumardekkjum í kvöld Vonskuveður gengur nú yfir landið og gular viðvaranir eru í gildi í flestum landshlutum. Veðurfræðingur mælir með að fólk á farandsfæti ferðist frekar á morgun en í kvöld. Innlent 19. maí 2024 19:18
Lægð yfir landinu og snjókoma fyrir norðan Lægð er yfir landinu en gular veðurviðvaranir eru í gildi víðs vegar um landið. Snjókoma er fyrir norðan. Innlent 19. maí 2024 13:18
Gular viðvaranir víðs vegar um landið Gular viðvaranir eru víðs vegar um landið í dag. Sjö af þeim ellefu landshlutum sem Veðurstofan skiptir landinu í eru gulir á korti hennar í dag. Veður 19. maí 2024 09:03
Gular viðvaranir á Suðurlandi, Suðausturlandi og Faxaflóa á morgun Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi og við Faxaflóa á morgun. Gengur í austan 15-23 m/s, hvassast austan til. Innlent 18. maí 2024 09:28
Suðvestlæg átt og skúrir eða slydduél Dálítil lægð mjakast nú til austurs skammt fyrir norðan land í dag og verður áttin því suðvestlæg á landinu í dag. Veður 17. maí 2024 07:13
Víða gola og dálítil væta Grunn og hægfara lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu í dag þar sem verður suðlæg eða breytileg átt. Víða má reikna með golu eða kalda og dálítilli vætu, en yfirleitt þurrt um landið austanvert. Veður 16. maí 2024 07:18
Hiti gæti náð fimmtán stigum norðaustantil Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustlæg átt í dag, víða golu, og dálitlar skúrir sunnan- og vestantil. Veður 15. maí 2024 07:10
Víðast bjart en dálitlar skúrir sunnanlands Lítil hæð þokast yfir landið í dag og má reikna með fremur hægum vindi og víða björtu veðri. Þó verða dálitlar skúrir sunnanlands. Veður 14. maí 2024 07:07
Þurrt suðvestantil og hiti á landinu að tólf stigum Lítil lægð mun dóla sér í rólegheitum austur með suðurstönd landsins í dag sem gerir að það að verkum að vindáttin verður norðlæg. Veður 13. maí 2024 07:08
Rigning í kortunum í kvöld Von er á rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu í kvöld, þegar lægð sem er suðvestur af landinu færist nær Íslandi. Þessi lægð hefur beint mildri sunnan og suðaustanátt til landsins. Innlent 11. maí 2024 09:01
Vaxandi suðaustanátt og bætir í rigningu Veðurstofan gerir ráð fyrir vaxandi suðaustanátt á landinu í dag þar sem lægð suður af Hvarfi nálgast landið úr suðvestri. Veður 10. maí 2024 07:11
Léttskýjað í dag en von á nýrri lægð á morgun Í dag er hæð suðaustur af landinu sem er á leið austur. Það er því hægviðri á sunnanverðu landinu í dag en suðvestan 5 til 13 metrar á sekúndu bæði norðan- og norðvestanlands. Hvassast er á annesjum er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Veður 9. maí 2024 07:18
Líkur á stöku skúrum eða slydduéljum fram eftir degi Háþrýstisvæði á Grænlandshafi og lægð fyrir norðan land beinir nú vestlægri átt til landsins og má reikna með að víða verði gola eða kaldi í dag. Léttskýjað verður á Suðausturlandi, en bjart með köflum annars staðar og líkur á stöku skúrum eða slydduéljum fram eftir degi. Veður 8. maí 2024 07:11
Vilja tryggja öryggi starfsfólks í vegavinnu Öryggi starfsfólks við vegavinnu er til umfjöllunar á morgunfundi Vegagerðarinnar í dag. Á fundinum verður kynnt vitundarátakið; Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér, flutt stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa í nálægð við þunga og hraða umferð. Samgöngustofa frumsýnir myndband um akstur gegnum vinnusvæði. Innlent 7. maí 2024 09:01
Skúrir og slydduél í suðlægum áttum Lægð á Grænlandshafi beinir suðlægri átt, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu, til landsins í dag. Gera má ráð fyrir skúrum eða slydduéljum, en snjóéljum á fjallvegum. Veður 7. maí 2024 07:12
Svölu og óstöðugu skúralofti beint til landsins Lægð er nú stödd fyrir vestan land og beinir hún svölu og óstöðugu skúralofti til landsins í dag og á morgun. Veður 6. maí 2024 07:11
Búast má við slyddu Lægð vestur af landinu beinir suðlægri átt, víða 5 til 10 metrum á sekúndu, til landsins með skúrum. Loftmassinn yfir landinu er svalur og óstöðugur og því ætti ekki að koma að óvart þó sumir skúrirnir verði á formi slydduélja. Veður 5. maí 2024 08:33
Sólríkasta byrjun árs í Reykjavík í 77 ár Leita þarf aftur til fimmta áratugs síðustu aldar til þess að finna sólríkari byrjun árs í Reykjavík en í ár. Apríl var kaldur og óvenjuþurr víða um land. Innlent 3. maí 2024 22:32
Rigning með köflum víðast hvar Lægðasvæði suðvestur og vestur af landinu stýrir veðrinu hjá okkur næstu daga og má gera ráð fyrir rigningu með köflum í dag en þurru fram eftir degi norðaustanlands. Veður 3. maí 2024 07:14
Víðast dálitlar skúrir en bjartara norðanlands Lægðasvæði fyrir vestan land stýrir veðrinu á landinu og það er útlit fyrir fremur rólega sunnanátt næstu daga. Veður 2. maí 2024 07:13
Bjartviðri á verkalýðsdaginn Verkalýðsdagurinn heilsar með hægum vindi og yfirleitt björtu veðri. Veður 1. maí 2024 07:34
Að mestu léttskýjað sunnan- og vestantil Veðurstofan gerir ráð fyrir að í dag verði norðan og norðaustanátt fimm til tíu metrar á sekúndu en á Austfjörðum verði tíu til fimmtán metrar á sekúndu. Veður 30. apríl 2024 07:08
Norðlægari vindur í dag en um helgina Í dag verður vindur norðlægari en var um helgina. Á Austfjörðum verður strekkingur, en annars hægari vindur. Lítilsháttar skúrir eða él verða á Norður- og Austurlandi, en bjart með köflum suðvestanlands. Hiti verður á bilinu tvö til 12 stig, mildast verður syðra. Veður 29. apríl 2024 07:16
Hvassast sunnantil og hlýjast vestantil Í dag er spáð austan strekkingi syðst á landinu, en annars hægari vind. Stöku skúrir verða víða um land og það gæti gert stöku skúrir á höfuðborgarsvæðinu, en lengst af verður þurrt og bjart á Norðvestur- og Vesturlandi. Veður 28. apríl 2024 07:37
Lægð nálgast landið úr austri Dálítil lægð nálgast nú landið úr austri og verður því norðan- og norðaustanátt í dag. Víða kaldi eða stinningskaldi og dálitlar skúrir eða él, en bjart að mestu um landið suðvestanvert. Veður 27. apríl 2024 07:12
Bjart sunnan heiða en þungbúið á Norður- og Austurlandi Gera má ráð fyrir tilbreytingarlitlu veðri næstu daga þar sem áttin verður norðlæg og fremur kalt á Norður- og Austurlandi í þungbúnu veðri. Sunnan heiða verður bjartara um að litast og yfir daginn mun sólin ylja þannig að hitinn verði viðunandi. Veður 26. apríl 2024 07:14
Kólnar á öllu landinu eftir óvenjugóðan fyrsta sumardag Barnamenningarhátíð, skátafjör og skrúðgöngur eru á meðal þess sem landsmenn geta dundað sér við í dag, á sumardaginn fyrsta. Besta veðrið er á suðvesturhorninu, þar sem dagurinn er óvenjuveðursæll. Innlent 25. apríl 2024 13:47
Sól og allt að þrettán gráður í borginni Svo virðist sem sumardagurinn fyrsti ætli loksins að standa undir nafni, að minnsta kosti á suðversturhorninu. Hitastig nær allt að þrettán stigum suðvestantil en núll stigum austantil í dag. Veður 25. apríl 2024 08:11
Stefnir í sólríkan og hlýjan sumardag fyrsta víða um land Búast má við blíðviðri sunnan og vestanlands á morgun sumardaginn fyrsta með hita allt að tólf gráðum í Reykjavík. Útlit er fyrir norðlæga átt á morgun og að víða verði bjart. Á Norðurlandi og fyrir austan verður kannski skýjað en úrkomulítið. Kaldara verður fyrir norðan. Innlent 24. apríl 2024 20:39