Kom verulega á óvart að Isavia skyldi vísa Joe & the Juice á dyr Það kom forsvarsmönnum Joe & the Juice í opna skjöldu að Isavia hafi tekið ákvörðun um að halda ekki áfram með sambærilegan rekstur í Leifsstöð en keðjan hefur selt veitingar á flugvellinum frá árinu 2015. Samningur fyrirtækisins rennur út um næstu áramót. Viðskipti innlent 30. mars 2022 16:24
Loksins bar, Nord og Joe and the Juice loka senn í Leifsstöð Breytingar eru framundan á veitinga- og verslunarrýmum í Leifsstöð en opinn kynningarfundur vegna útboðs Isavia á rekstri veitingastaða í flugstöðunni verður haldinn í Hörpu í dag. Viðskipti innlent 30. mars 2022 07:38
Steinhissa á framkvæmdum í Tryggvagötu Framkvæmdir við Tryggvagötu í Reykjavík eru þyrnir í augum eins íbúa götunnar, sem einnig rekur þar tvo veitingastaði. Hann segir að hvorki íbúar né rekstraraðilar hafi verið látnir vita af framkvæmdunum fyrr en eftir að þær hófust og er óánægður með Reykjavíkurborg. Innlent 29. mars 2022 22:01
Viðskiptavinur kom starfsmönnum Domino's til bjargar Ósáttur kúnni kastaði pizzu í starfsmann Domino‘s í Skeifunni rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Vaskur viðskiptavinur kom starfsmönnum verslunarinnar til bjargar og forstjóri segir að starfsmanninum hafi ekki orðið meint af. Hann leitar nú að bjargvættinum. Innlent 26. mars 2022 10:48
Keyptu Herkastalann á hálfan milljarð Íslenskt-víetnamskt fjölskyldufyrirtæki hefur keypt Herkastalann svokallaða við Kirkjustræti tvö á hálfan milljarð íslenskra króna. Til stendur að reka hótel og veitingastað í húsinu. Viðskipti innlent 23. mars 2022 21:50
„Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í“ Veitingamaður sem ákvað að auglýsa sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri segir viðbrögð við auglýsingunni það ótrúlegasta sem hann hafi lent í. Hann segir ótal kosti við þennan hóp starfsfólks og telur mikla aldursfordóma ríkja í samfélaginu. Viðskipti innlent 20. mars 2022 20:00
Beit mann í kinnina á veitingastað Lögregla var kölluð til á veitingastað í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan tvö í nótt þar sem kona hafði ráðist á mann og bitið hann. Innlent 19. mars 2022 07:27
Kominn á nýjan stað í lífinu og upplifði létti eftir gjaldþrotið Jói Fel sagði skilið við veitingageirann fyrir rúmu ári þegar bakaríin hans fóru í þrot. Hann segir það hafa verið erfiða reynslu að ganga í gegnum en að hann hafi samt verið staðráðinn í að rísa fljótt aftur upp. Lífið 15. mars 2022 15:13
Fór með hraði á Landspítalann og beint í hjartaþræðingu Jói Fel bakari, kokkur og athafnamaður ber sig vel eftir að hafa farið með skyndi í hjartaþræðingu. Hann segist hafa fengið svima, byrjað að svitna, verk í handlegg og sem leiddi upp í brjóst. Blessunarlega hafi hann beint farið á bráðamóttökuna. Lífið 12. mars 2022 20:14
SaltPay fjárfestir í Dineout Fjármálafyrirtækið SaltPay hefur fjárfest í Dineout og er komið inn í eigendahóp fyrirtækisins. Samningur þess efnis var undirritaður í dag. Viðskipti innlent 4. mars 2022 10:31
„Hugmyndin var í mörg ár að malla í hausnum á okkur“ Í dag opnar kaffihúsið Melodía formlega en þar eru allar veitingarnar sem eru í boði vegan. Kaffihúsið er rekið af ungu pari þeim Andra Má Magnasyni og Karen Sif Heimisdóttur en það er opnað í samstarfi við tónlistarklasann Tónhyl í Ártúnsholtinu. Lífið 28. febrúar 2022 07:30
Opið án takmarkana í fyrsta sinn frá opnun Rekstrarstjóri Auto segir marga hafa kallað þá brjálæðinga fyrir að hafa opnað skemmtistað í miðjum heimsfaraldri. Í kvöld verður galopið og nú í fyrsta skipti án samkomutakmarkana. Innlent 25. febrúar 2022 21:25
Bareigendur til í slaginn um helgina og taka afléttingum fagnandi Að óbreyttu verður tilkynnt um afléttingar á öllum takmörkunum innanlands og á landamærunum í síðasta lagi á föstudag. Bareigendur eru farnir að búa sig undir mikil skemmtanahöld um helgina. Innlent 22. febrúar 2022 21:00
Lykilatriði að þykja vænt um starfsfólkið „Vörumerkin eru tíu talsins og verða ellefu á vormánuðum 2022. Allir okkar staðir eiga sína sögu og vörumerkin eru afar fjölbreytt. Sum eru rótgróin og önnur nýrri. Í okkar huga skiptir miklu máli að það sé „hjarta“ í því sem við gerum,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna meðal annars í viðtali um uppbyggingu og virði vörumerkja. Atvinnulíf 10. febrúar 2022 07:01
Furðar sig á mikilli andstöðu við gæludýr á veitingastöðum Um helmingur svarenda í nýrri könnun er andvígur því að fólk megi taka með sér hunda eða ketti á veitingastaði. Eigandi Kattakaffihússins í miðbæ Reykjavíkur furðar sig á andstöðu landsmanna við gæludýr á kaffihúsum og segir Íslendinga alveg sér á báti miðað við nágrannalöndin. Innlent 8. febrúar 2022 21:00
Skuldar þrotabúi félags sonarins þrettán milljónir Athafnamaðurinn Jón Ragnarsson þarf að greiða þrotabúi Harrow House ehf. tæpar þrettán milljónir króna eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Sonur Jóns var eigandi alls hlutafjár í Harrow House, sem rak veitingastaðinn Primo að Þingholtsstræti 1 í Reykjavík, áður en hann varð gjaldþrota. Viðskipti innlent 7. febrúar 2022 14:00
Reksturinn sem byrjaði og endaði í faraldri Kaffihúsið Barr sem starfrækt var í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í um sex mánaða skeið hefur hætt rekstri. Silja Björk Björnsdóttir, rekstrarstjóri og veitingastjóri kaffihússins, segir að kórónuveirufaraldurinn hafi vissulega haft sín áhrif en þó sé alltaf erfitt fyrir nýja staði að koma undir sig fótunum. Viðskipti innlent 6. febrúar 2022 09:01
Styðjum starfsmenn til náms Í veitingarekstri er hátt hlutfall starfsmanna hlutastarfsmenn. Ungt fólk sem er að vinna á kvöldin og um helgar samhliða námi. Námsmenn búa við ansi erfitt umhverfi oft á tíðum og það er kostnaðarsamt að stunda nám. Skoðun 5. febrúar 2022 13:34
Næringargildi reiknuð út í rauntíma á Preppbarnum „Þetta verður fyrsti bar sinnar tegundar á Íslandi og sennilega í öllum heiminum,“ segir matreiðslumaðurinn Guðmundur Óli Sigurjónsson en Guðmundur opnar Preppbarinn í dag klukkan 11 á Suðurlandsbraut 10, ásamt Karel Atla og Elínu Bjarnadóttur. Lífið samstarf 4. febrúar 2022 09:00
Hyggja á hótelrekstur í Herkastalanum og mathöll í Kaffi Reykjavík Íslenskt-víetnamskt fjölskyldufyrirtæki hefur keypt Herkastalann svokallaða við Kirkjustræti 2 og hyggst reka þar hótel og veitingastað. Húsið verður endurnýjað „í samræmi við nútímakröfur“ en haldið í upprunalegt útlit og skipulag. Innlent 31. janúar 2022 12:57
Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. Innlent 28. janúar 2022 18:59
Ný veitingahús sitja í súpunni Ekki þarf að fjölyrða um hversu erfitt rekstrarumhverfi veitingahúsa hefur verið á umliðnum tveimur árum þar sem samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími hafa hamlað rekstrinum svo um munar. Skoðun 25. janúar 2022 20:30
Kastrup opnar að nýju en No Concept skellir í lás Veitingamennirnir Stefán Melsted og Jón Mýrdal stefna á að enduropna hinn vinsæla veitingastað Kastrup í stærri og breyttri mynd við Hverfisgötu 6 eftir nokkrar vikur. Klinkið 25. janúar 2022 14:57
Flytja inn eldaðan Popcorn kjúkling Átján tonna tollkvóti sem KFC á Íslandi fékk úthlutað í desember fyrir innflutning á unnum kjötvörum verður nýttur til að flytja inn svonefndan Popcorn kjúkling sem kemur fulleldaður frá Bretlandi. Viðskipti innlent 25. janúar 2022 12:58
KFC vill flytja inn átján tonn af bresku kjöti Skyndibitakeðjan KFC fékk í desember úthlutað átján tonna tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum frá Bretlandi. Um er að ræða allan kjötkvóta sem úthlutað var í útboðinu en KFC fær hann á meðalverðinu 599 krónur á kílóið. Viðskipti innlent 25. janúar 2022 09:21
„Alveg eins gott að sleppa hríslunni á bjargbrúninni“ Veitingastaðnum Bike Cave í Skerjafirði hefur verið lokað um óákveðinn tíma. Hjördís Andrésdóttir, eigandi Bike Cave, segir að persónulegar frekar en rekstrarlegar ástæður ráði för en mikil óvissa hafi fylgt faraldrinum. Viðskipti innlent 24. janúar 2022 16:21
Heimsviðburður í miðbænum Þrátt fyrir hinar takmarkandi tilskipanir Sóttvarnastofnunar ríkisins halda stórhuga veitingamenn áfram að fjárfesta. Merkilegustu tíðindin í veitingahúsaflóru landsins er stækkun Fiskmarkaðarins í formi nýs vínbars á annarri hæð. Frítíminn 22. janúar 2022 14:30
Veitingamenn geta fengið allt að 600 þúsund krónur á starfsmann Veitingastaðir sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda geta fengið allt að sex hundruð þúsund krónur upp í laun starfsmanns samkvæmt aðgerðum sem stjórnvöld kynntu í morgun. Hámarks styrkur getur orðið allt að tólf milljónir króna. Innlent 18. janúar 2022 20:31
Þriðji þorrinn sem fer í súginn vegna samkomutakmarkanna og ástandið súrt Á föstudaginn hefst þriðji þorrinn sem fer í súginn vegna samkomutakmarkanna. Þetta segir veitingamaður í Múlakaffi. Hann vinnur nú að því að koma fimmtán tonnum af súrmat út, en flest öll íþróttafélög hafa ýmist aflýst eða frestað þorrablótum. Innlent 18. janúar 2022 20:00
Gripið til aðgerða fyrir veitingahús og tónlistarfólk Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp um aðgerðir til að bæta veitingastöðum tekjutap vegna sóttvarnaaðgerða. Styrkirnir miðaðst við stöðugildi og geta hæstir orðið tólf milljónir króna. Þá eru aðgerðir í undirbúningi vegna tekjutaps fólks í sviðslistum. Innlent 18. janúar 2022 13:15