Kim Yong Wings í Vogunum: „Þetta verður á milli tannanna á fólki“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. ágúst 2023 12:01 Félagarnir Bjarni Daníel Ýmisson og Sæmundur Ásgeir Þórðarson eru að opna Kim Yong Wings í Vogunum miðvikudaginn 9. ágúst. Aðsent Tveir Hafnfirðingar eru að opna veitingastaðinn Kim Yong Wings í Vogum á Vatnsleysuströnd í næstu viku. Þar verður boðið upp á kóreska vængi, súrdeigspizzur og heimilismat. Þeir vissu að nafnið yrði umdeilt en óttast ekki umtalið. Félagarnir Bjarni Daníel Ýmisson og Sæmundur Ásgeir Þórðarson eru báðir Hafnfirðingar en hafa tengingar í Voga á Vatnsleysuströnd. Þeir hafa frá árinu 2019 stefnt að því að opna veitingastað sem sérhæfir sig í kóreskum kjúklingavængjum og nú er loksins komið að því. Vísir náði tali af félögunum. Langur aðdragandi að opnuninni „Við sáum tækifæri hérna í Vogunum, það er ekki neitt hérna nema pólsk sjoppa,“ segir Bjarni Daníel aðspurður hvers vegna þeir væru komnir í Vogana. Kim Yong Wings mun stíla inn á alla iðnaðarmennina sem eru í Vogunum.Aðsent „Það var veitingastaður hérna fyrir nokkrum árum og við tókum hann í gegn og gerðum hann fínan,“ segir Bjarni en Gamla pósthúsið var rekið í mörg ár í húsnæðinu. „Þessi staður átti að opna í mathöll í Keflavík 2019 en svo kom Covid þannig það var sett á ís. Svo var haft samband við okkur um að það væri laust pláss hérna í Vogunum,“ segir Sæmundur um aðdragandann. „Það er svo mikil uppbygging í bæjarfélaginu, rosa mikið af iðnaðarmönnum hérna og túristum. Þannig við létum slag standa,“ sagði segir. Aðspurðir hvor þeir séu frá svæðinu segir Sæmundur „Við erum Hafnfirðingar en við bjuggum báðir hérna í Vogunum sem krakkar, bara á sitthvorum tímanum. Það er eiginlega ótrúleg tilviljun.“ Kóreskir vængir, súrdeigspizzur og heimilismatur Þeir félagarnir hafa báðir reynslu af því að vinna í veitingabransanum, Bjarni hefur verið í rekstri og Sæmundur hefur unnið sem þjónn. Auk kóreskra vængja ætla þeir að bjóða upp á pizzur og heimilismat fyrir iðnaðarmennina sem fylla bæinn. „Við erum búnir að stækka matseðilinn. Við verðum með kóresku vængina sem eru siganature rétturinn hjá okkur en við erum að bæta við fleiri kjúklingaréttum og svo verðum við með súrdeigspizzu,“ segir Bjarni um matseðilinn. Búið er að gera staðinn upp eins og sjá má á sófunum hér hægra megin. Vinstra megin má sjá upprunalegu hurðina sem var í pósthúsinu.Aðsent „Alltaf í hádeginu á virkum dögum þá ætlum við að vera með hádegishlaðborð með klassískum íslenskum heimilismat,“ bætir hann við. „Svolítið stílað inn á vinnukallana hérna. Það er rosalega mikil uppbygging og mikið af iðnaðarmönnum. Þeir hafa engan stað til að borða á. Heimilismatur er fullkominn fyrir þá,“ segir Sæmundur. „Þeir eru alltaf að keyra inn í Njarðvík, Keflavík eða Hafnarfjörð í hádeginu að éta. Fínt að stytta þann tíma fyrir þá,“ bætir Bjarni við. „Svo verður þetta svolítið meiri pöbbastemming um helgar. Við verðum með enska boltann á tveimur skjáum, boltatilboð á bjór og pílu,“ segir Sæmundur. Óbein vísun í norður-kóreska einræðisherrann Það sem vekur auðvitað strax athygli er nafnið sem virðist vera vísun í einræðisherrann norður-kóreska Kim Jong Un. Þeir félagar segja nafnið ekki beina vísun en viðurkenna samt að hughrifin eru augljós. „Þetta getur verið svolítið umdeilt nafn en þetta er ekki í höfuðið á einræðisherranum,“ segir Sæmundur „Þetta er líka ekki alveg eins skrifað, hans nafn er skrifað með joði,“ skýtur Bjarni inn í. „Þetta er bara ógeðslega catchy og við vissum að þetta verður á milli tannanna á fólki. Góð auglýsing,“ segir Sæmundur. Hinn 37 ára Kim Jong-un hefur stýrt Norður-Kóreu frá árinu 2011.EPA Óbeint og beint verið að vísa í einræðisherrann þá? „Við vissum alveg hvað við vorum að gera. Maður hefur bara gaman af einhverju umtali og svo getur maður útskýrt ef fólk er eitthvað að velta þessu fyrir sér,“ segir Bjarni. Ást á kóreskum mat kveikjan Þeir félagarnir ætla sjálfir að standa vaktina en vona að það verði nógu mikið að gera svo hægt sé að ráða inn fleiri. Af hverju kóreskir vængir? „Bestu vængir í heimi eru kóreskir vængir,“ segir Bjarni. „Ég var úti í London á fótboltaleik og fór inn á kóreskan stað og varð ástfanginn af kóreskum kjúkling og vængjum. Ekki það að við séum að finna þetta upp hérna en við ætlum að gera þetta vel,“ segir Sæmundur. Ætlið þið sjálfir að sjá um eldamennskuna? „Já, við sjáum um hana, við verðum bara hérna tveir á vaktinni. En vonandi verður nógu brjálað að gera að við þurfum að ráða inn fólk,“ segir Bjarni. Hvenær stefnið þið svo á að opna? „Það er miðvikudagurinn í næstu viku, 9. ágúst, eftir Versló. Við erum að leggja lokahönd á matseðilinn og það er allt að smella,“ segir Bjarni. Vogar Matur Veitingastaðir Norður-Kórea Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Félagarnir Bjarni Daníel Ýmisson og Sæmundur Ásgeir Þórðarson eru báðir Hafnfirðingar en hafa tengingar í Voga á Vatnsleysuströnd. Þeir hafa frá árinu 2019 stefnt að því að opna veitingastað sem sérhæfir sig í kóreskum kjúklingavængjum og nú er loksins komið að því. Vísir náði tali af félögunum. Langur aðdragandi að opnuninni „Við sáum tækifæri hérna í Vogunum, það er ekki neitt hérna nema pólsk sjoppa,“ segir Bjarni Daníel aðspurður hvers vegna þeir væru komnir í Vogana. Kim Yong Wings mun stíla inn á alla iðnaðarmennina sem eru í Vogunum.Aðsent „Það var veitingastaður hérna fyrir nokkrum árum og við tókum hann í gegn og gerðum hann fínan,“ segir Bjarni en Gamla pósthúsið var rekið í mörg ár í húsnæðinu. „Þessi staður átti að opna í mathöll í Keflavík 2019 en svo kom Covid þannig það var sett á ís. Svo var haft samband við okkur um að það væri laust pláss hérna í Vogunum,“ segir Sæmundur um aðdragandann. „Það er svo mikil uppbygging í bæjarfélaginu, rosa mikið af iðnaðarmönnum hérna og túristum. Þannig við létum slag standa,“ sagði segir. Aðspurðir hvor þeir séu frá svæðinu segir Sæmundur „Við erum Hafnfirðingar en við bjuggum báðir hérna í Vogunum sem krakkar, bara á sitthvorum tímanum. Það er eiginlega ótrúleg tilviljun.“ Kóreskir vængir, súrdeigspizzur og heimilismatur Þeir félagarnir hafa báðir reynslu af því að vinna í veitingabransanum, Bjarni hefur verið í rekstri og Sæmundur hefur unnið sem þjónn. Auk kóreskra vængja ætla þeir að bjóða upp á pizzur og heimilismat fyrir iðnaðarmennina sem fylla bæinn. „Við erum búnir að stækka matseðilinn. Við verðum með kóresku vængina sem eru siganature rétturinn hjá okkur en við erum að bæta við fleiri kjúklingaréttum og svo verðum við með súrdeigspizzu,“ segir Bjarni um matseðilinn. Búið er að gera staðinn upp eins og sjá má á sófunum hér hægra megin. Vinstra megin má sjá upprunalegu hurðina sem var í pósthúsinu.Aðsent „Alltaf í hádeginu á virkum dögum þá ætlum við að vera með hádegishlaðborð með klassískum íslenskum heimilismat,“ bætir hann við. „Svolítið stílað inn á vinnukallana hérna. Það er rosalega mikil uppbygging og mikið af iðnaðarmönnum. Þeir hafa engan stað til að borða á. Heimilismatur er fullkominn fyrir þá,“ segir Sæmundur. „Þeir eru alltaf að keyra inn í Njarðvík, Keflavík eða Hafnarfjörð í hádeginu að éta. Fínt að stytta þann tíma fyrir þá,“ bætir Bjarni við. „Svo verður þetta svolítið meiri pöbbastemming um helgar. Við verðum með enska boltann á tveimur skjáum, boltatilboð á bjór og pílu,“ segir Sæmundur. Óbein vísun í norður-kóreska einræðisherrann Það sem vekur auðvitað strax athygli er nafnið sem virðist vera vísun í einræðisherrann norður-kóreska Kim Jong Un. Þeir félagar segja nafnið ekki beina vísun en viðurkenna samt að hughrifin eru augljós. „Þetta getur verið svolítið umdeilt nafn en þetta er ekki í höfuðið á einræðisherranum,“ segir Sæmundur „Þetta er líka ekki alveg eins skrifað, hans nafn er skrifað með joði,“ skýtur Bjarni inn í. „Þetta er bara ógeðslega catchy og við vissum að þetta verður á milli tannanna á fólki. Góð auglýsing,“ segir Sæmundur. Hinn 37 ára Kim Jong-un hefur stýrt Norður-Kóreu frá árinu 2011.EPA Óbeint og beint verið að vísa í einræðisherrann þá? „Við vissum alveg hvað við vorum að gera. Maður hefur bara gaman af einhverju umtali og svo getur maður útskýrt ef fólk er eitthvað að velta þessu fyrir sér,“ segir Bjarni. Ást á kóreskum mat kveikjan Þeir félagarnir ætla sjálfir að standa vaktina en vona að það verði nógu mikið að gera svo hægt sé að ráða inn fleiri. Af hverju kóreskir vængir? „Bestu vængir í heimi eru kóreskir vængir,“ segir Bjarni. „Ég var úti í London á fótboltaleik og fór inn á kóreskan stað og varð ástfanginn af kóreskum kjúkling og vængjum. Ekki það að við séum að finna þetta upp hérna en við ætlum að gera þetta vel,“ segir Sæmundur. Ætlið þið sjálfir að sjá um eldamennskuna? „Já, við sjáum um hana, við verðum bara hérna tveir á vaktinni. En vonandi verður nógu brjálað að gera að við þurfum að ráða inn fólk,“ segir Bjarni. Hvenær stefnið þið svo á að opna? „Það er miðvikudagurinn í næstu viku, 9. ágúst, eftir Versló. Við erum að leggja lokahönd á matseðilinn og það er allt að smella,“ segir Bjarni.
Vogar Matur Veitingastaðir Norður-Kórea Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent