Salome til Transition Labs Salome Hallfreðsdóttir hefur gengið til liðs við loftslagsfyrirtækið Transition Labs og verður framkvæmdastjóri nýstofnaðs dótturfélags þess sem nefnist Röst sjávarrannsóknasetur ehf. Viðskipti innlent 26. febrúar 2024 09:55
Þau 42 sem urðu undir í baráttunni við Tobbu Marínós Alls sóttu 46 um starf upplýsingafulltrúa menningar- og viðskiptaráðuneytis Lilju Alfreðsdóttur. Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, var ráðin í starfið. Innlent 23. febrúar 2024 13:42
Styrmir Þór til Vals Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri Arctic Adventures, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vals. Styrmir tekur við starfinu af Sigursteini Stefánssyni sem sagði starfi sínu lausu á dögunum. Viðskipti innlent 23. febrúar 2024 11:49
Gunnar Páll nýr framkvæmdastjóri ALVA framkvæmda Gunnar Páll Viðarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ALVA framkvæmda hjá fjárfestingarfélaginu ALVA Capital. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 23. febrúar 2024 10:12
Helga hættir sem formaður bankaráðs Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sem hefur setið í bankaráði frá árinu 2013 og verið formaður þess frá árinu 2016, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráði á aðalfundi bankans í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans. Viðskipti innlent 23. febrúar 2024 10:02
Tobba nýjasti fjölmiðlamaðurinn í starf upplýsingafulltrúa Þorbjörg Marinósdóttir hefur verið ráðin nýr upplýsingafulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Hún hefur störf á næstu dögum. Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins. Innlent 21. febrúar 2024 14:48
„Það hefur nákvæmlega enginn komið að máli við mig“ Magnús Ragnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, segir góðan tímapunkt að hætta núna eftir tíu ár í starfi og gott að hætta á eigin forsendum. Þá segir hann engan hafa komið að máli við hann varðandi neitt framboð. Viðskipti innlent 20. febrúar 2024 17:56
Magnús hættur hjá Símanum Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Símanum hefur óskað eftir að láta af störfum hjá Símanum. Magnús hefur setið í framkvæmdastjórn félagsins frá árinu 2014 auk þess að hafa áður starfað hjá fyrrum dótturfélagi Símans Skjánum á árunum 2004-2007. Viðskipti innlent 20. febrúar 2024 16:52
Þórdís leitar að arftaka Rómarfarans Guðmundar Fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur nú auglýst til umsóknar embætti ráðuneytisstjóra. Gert er ráð fyrir að skipað verði í embættið þann 1. apríl til fimm ára. Umsóknarfrestur rennur út þann 7. mars. Innlent 19. febrúar 2024 13:01
Finnur Þór skipaður héraðsdómari Dómsmálaráðherra hefur skipað Finn Þór Vilhjálmsson í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá 14. febrúar 2024. Innlent 16. febrúar 2024 09:09
Aron Ólafsson nýr markaðsstjóri Solid Clouds Aron Ólafsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Solid Clouds en hann var áður framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 15. febrúar 2024 11:22
Einar Oddur og Unnsteinn til Lögmáls Lögmennirnir Einar Oddur Sigurðsson og Unnsteinn Örn Elvarsson hafa bæst í hóp eigenda lögmannsstofunnar Lögmáls. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 14. febrúar 2024 20:21
Nýr samskiptastjóri Sigríðar: „Kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera“ Sigríður Hrund Pétursdóttir, frambjóðandi til embættis Forseta Íslands, hefur ráðið Hörpu Björgu Hjálmtýsdóttur sem samskiptastjóra. Innlent 14. febrúar 2024 15:37
Tommi Steindórs nýr dagskrárstjóri á X977 Tómas Steindórsson, útvarpsmaður á X977, hefur verið ráðinn dagskrárstjóri stöðvarinnar. Viðskipti innlent 14. febrúar 2024 13:28
Anna Jóna til Terra Anna Jóna Kjartansdóttir hefur verið ráðin gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri hjá Terra. Viðskipti innlent 13. febrúar 2024 09:05
Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Vinstri grænna Ragnar Auðun Árnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Innlent 12. febrúar 2024 13:39
Hörn, Jóhanna Vigdís og Vala til Defend Iceland Hörn Valdimarsdóttir, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og Vala Smáradóttir hafa gengið til liðs við Defend Iceland og mynda nú ásamt stofnandanum Theódór Ragnari Gíslasyni, stofnteymi Defend Iceland. Viðskipti innlent 12. febrúar 2024 10:12
Ingveldur kveður Hæstarétt Ingveldur Einarsdóttir hæstaréttardómari og varaforseti réttarins lætur af störfum sökum aldurs í ágúst. Staða dómara við réttinn verður auglýst. Innlent 9. febrúar 2024 13:48
Dr. Bjarki Þór ráðinn aðstoðarmaður Guðmundar Inga Dr. Bjarki Þór Grönfeldt hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Innlent 7. febrúar 2024 16:00
Andri Þór tekur við af Ara Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, hefur verið kjörinn formaður Viðskiptaráðs. Hann tekur við embætti formanns af Ara Fenger sem gegnt hefur stöðunni frá árinu 2020. Viðskipti innlent 7. febrúar 2024 12:50
Már ráðinn framkvæmdastjóri sameinaðs sviðs Már Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri bráða- lyflækninga og endurhæfingaþjónustu á Landspítalanum. Innlent 5. febrúar 2024 13:42
Guðni leysir Guðjón af hólmi Guðni Aðalsteinsson verður forstjóri Reita fasteignafélags. Hann tekur við starfinu af Guðjóni Auðunssyni sem lætur af starfi eftir þrettán ár í forstjórastól. Stólaskiptin verða þann 1. apríl. Viðskipti innlent 5. febrúar 2024 09:21
Guðríður Eldey nýr framkvæmdastjóri Samáls Guðríður Eldey Arnardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samáls, Samtaka álframleiðanda á Íslandi. Guðríður mun taka við starfinu af Pétri Blöndal, en hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra frá árinu 2013. Viðskipti innlent 4. febrúar 2024 11:34
Falið að stýra lánasviði Fossa Guðmundur Björnsson hefur verið ráðinn forstöðumaður lánasviðs Fossa fjárfestingarbanka. Viðskipti innlent 2. febrúar 2024 09:42
Jónína ráðin til Blikk Nýsköpunar- og fjártæknifyrirtækið Blikk hefur ráðið Jónínu Gunnarsdóttir, fyrrverandi forstjóra Teya, í starf rekstrarstjóra. Viðskipti innlent 1. febrúar 2024 14:55
Ráðinn öryggisstjóri Síldarvinnslunnar Páll Freysteinsson hefur verið ráðinn nýr öryggisstjóri Síldarvinnslunnar og hóf hann störf fyrr í dag. Viðskipti innlent 1. febrúar 2024 12:21
Tekur við sem forstjóri CRI Lotte Rosenberg hefur verið ráðin í stöðu forstjóra íslenska hátæknifyrirtækisins Carbon Recycling International (CRI) og Björk Kristjánsdóttir, sem sinnt hefur starfi tímabundins forstjóra frá 2022, hefur tekið við nýrri stöðu framkvæmdastjóra rekstrar- og fjármálasviðs hjá félaginu. Viðskipti innlent 1. febrúar 2024 08:35
Steinunn Hlíf samdi um starfslok Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefur komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021. Viðskipti innlent 30. janúar 2024 15:35
Kristján hættir sem framkvæmdastjóri Hér&Nú Kristján Hjálmarsson hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Hér og Nú. Hann hyggst einbeita sér að almannatengslum og mun meðal annars áfram vinna náið með viðskiptavinum stofunnar. Viðskipti innlent 30. janúar 2024 13:13
Snýr aftur eftir stutt stopp hjá Laufinu Íslandsbanki hefur ráðið Brynjólf Bjarnason í stöðu forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar bankans. Brynjólfur, sem hefur áratugareynslu af störfum í fjármálageiranum, kemur nú aftur til liðs við Íslandsbanka eftir að hafa sinnt starfi framkvæmdastjóra hjá Laufinu frá því í fyrra. Viðskipti innlent 29. janúar 2024 17:42