Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Salome til Transition Labs

Salome Hallfreðsdóttir hefur gengið til liðs við loftslagsfyrirtækið Transition Labs og verður framkvæmdastjóri nýstofnaðs dótturfélags þess sem nefnist Röst sjávarrannsóknasetur ehf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Styrmir Þór til Vals

Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri Arctic Adventures, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vals. Styrmir tekur við starfinu af Sigursteini Stefánssyni sem sagði starfi sínu lausu á dögunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Helga hættir sem for­maður banka­ráðs

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sem hefur setið í bankaráði frá árinu 2013 og verið formaður þess frá árinu 2016, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráði á aðalfundi bankans í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Magnús hættur hjá Símanum

Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Símanum hefur óskað eftir að láta af störfum hjá Símanum. Magnús hefur setið í framkvæmdastjórn félagsins frá árinu 2014 auk þess að hafa áður starfað hjá fyrrum dótturfélagi Símans Skjánum á árunum 2004-2007.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ing­veldur kveður Hæsta­rétt

Ingveldur Einarsdóttir hæstaréttardómari og varaforseti réttarins lætur af störfum sökum aldurs í ágúst. Staða dómara við réttinn verður auglýst.

Innlent
Fréttamynd

Andri Þór tekur við af Ara

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, hefur verið kjörinn formaður Viðskiptaráðs. Hann tekur við embætti formanns af Ara Fenger sem gegnt hefur stöðunni frá árinu 2020.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Guðni leysir Guð­jón af hólmi

Guðni Aðalsteinsson verður forstjóri Reita fasteignafélags. Hann tekur við starfinu af Guðjóni Auðunssyni sem lætur af starfi eftir þrettán ár í forstjórastól. Stólaskiptin verða þann 1. apríl.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tekur við sem for­stjóri CRI

Lotte Rosenberg hefur verið ráðin í stöðu forstjóra íslenska hátæknifyrirtækisins Carbon Recycling International (CRI) og Björk Kristjánsdóttir, sem sinnt hefur starfi tímabundins forstjóra frá 2022, hefur tekið við nýrri stöðu framkvæmdastjóra rekstrar- og fjármálasviðs hjá félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Steinunn Hlíf samdi um starfs­lok

Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefur komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Snýr aftur eftir stutt stopp hjá Laufinu

Íslandsbanki hefur ráðið Brynjólf Bjarnason í stöðu forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar bankans. Brynjólfur, sem hefur áratugareynslu af störfum í fjármálageiranum, kemur nú aftur til liðs við Íslandsbanka eftir að hafa sinnt starfi framkvæmdastjóra hjá Laufinu frá því í fyrra.

Viðskipti innlent