Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2025 15:47 Brynja Baldursdóttir er nýr formaður stjórnar Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Ný stjórn Landsvirkjunar var kjörin á aðalfundi Landsvirkjunar í dag, samkvæmt tillögu fjármála- og efnahagsráðherra. Brynja Baldursdóttir er nýr stjórnarformaður. Í fréttatilkynningi frá Landsvirkjun segir að aðalfundur Landsvirkjunar hafi samþykkt tillögu stjórnar um 25 milljarða króna arðgreiðslu í ríkissjóð. Samanlagður arður vegna rekstraráranna 2021 til 2024 nemi um 90 milljörðum króna. Glæný stjórn Fjármála- og efnahagsráðherra hafi gert tillögu um aðalmenn og varamenn í stjórn Landsvirkjunar, í samræmi við reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í ríkisfyrirtækjum. Nýr formaður stjórnar sé Brynja Baldursdóttir. Aðrir stjórnarmenn séu Berglind Ásgeirsdóttir, Sigurður Magnús Garðarsson, Hörður Þórhallsson og Þórdís Ingadóttir. Varamenn í stjórn Landsvirkjunar séu Agni Ásgeirsson, Björn Ingimarsson, Elva Rakel Jónsdóttir, Eggert Benedikt Guðmundsson og Stefanía Nindel. „Landsvirkjun þakkar fráfarandi stjórnarfólki góð störf í þágu orkufyrirtækis þjóðarinnar.“ Í fráfarandi stjórn voru Jón Björn Hákonarson, formaður, Gunnar Tryggvason, varaformaður, Álfheiður Ingadóttir, Halldór Karl Högnason og Soffía Björk Guðmundsdóttir. Allt saman staðfest Aðalfundurinn hafi staðfest skýrslu fráfarandi stjórnar og reikning fyrir liðið reikningsár, auk þess að samþykkja tillögu stjórnar um arðgreiðslu til eigenda. Arðgreiðslur Landsvirkjunar séu ákveðnar á grundvelli arðgreiðslustefnu fyrirtækisins. Deloitte ehf. hafi verið kosið endurskoðunarfyrirtæki Landsvirkjunar. Auður Þórisdóttir, endurskoðandi, hafi verið kjörin utanaðkomandi nefndarmaður í endurskoðunarnefnd fyrirtækisins. Landsvirkjun Orkumál Vistaskipti Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Í fréttatilkynningi frá Landsvirkjun segir að aðalfundur Landsvirkjunar hafi samþykkt tillögu stjórnar um 25 milljarða króna arðgreiðslu í ríkissjóð. Samanlagður arður vegna rekstraráranna 2021 til 2024 nemi um 90 milljörðum króna. Glæný stjórn Fjármála- og efnahagsráðherra hafi gert tillögu um aðalmenn og varamenn í stjórn Landsvirkjunar, í samræmi við reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í ríkisfyrirtækjum. Nýr formaður stjórnar sé Brynja Baldursdóttir. Aðrir stjórnarmenn séu Berglind Ásgeirsdóttir, Sigurður Magnús Garðarsson, Hörður Þórhallsson og Þórdís Ingadóttir. Varamenn í stjórn Landsvirkjunar séu Agni Ásgeirsson, Björn Ingimarsson, Elva Rakel Jónsdóttir, Eggert Benedikt Guðmundsson og Stefanía Nindel. „Landsvirkjun þakkar fráfarandi stjórnarfólki góð störf í þágu orkufyrirtækis þjóðarinnar.“ Í fráfarandi stjórn voru Jón Björn Hákonarson, formaður, Gunnar Tryggvason, varaformaður, Álfheiður Ingadóttir, Halldór Karl Högnason og Soffía Björk Guðmundsdóttir. Allt saman staðfest Aðalfundurinn hafi staðfest skýrslu fráfarandi stjórnar og reikning fyrir liðið reikningsár, auk þess að samþykkja tillögu stjórnar um arðgreiðslu til eigenda. Arðgreiðslur Landsvirkjunar séu ákveðnar á grundvelli arðgreiðslustefnu fyrirtækisins. Deloitte ehf. hafi verið kosið endurskoðunarfyrirtæki Landsvirkjunar. Auður Þórisdóttir, endurskoðandi, hafi verið kjörin utanaðkomandi nefndarmaður í endurskoðunarnefnd fyrirtækisins.
Landsvirkjun Orkumál Vistaskipti Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira