Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Tvær konur taka við stjórnunarstöðum hjá Advania

Júlía Pálmadóttir Sighvats og Guðrún Þórey Sigurbjörnsdóttir hafa tekið við stjórnunarstöðum hjá Advania. Júlía er nýráðin til fyrirtækisins sem forstöðumaður hjá viðskiptalausnum. Guðrún Þórey er orðin deildarstjóri eftir sex ára starf sem forritari hjá viðskiptalausnum Advania.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Einar ráðinn fram­kvæmda­stjóri Sólar

Ræstingafyrirtækið Sólar ehf. hefur ráðið Einar Hannesson sem nýjan framkvæmdastjóra. Hann tók við starfinu 1. mars síðastliðinn af Þórsteini Ágústssyni sem verið hefur framkvæmdastjóri hjá félaginu frá árinu 2007.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Settur ríkis­sátta­semjari sækir um nýtt starf

Ástráður Haraldsson, héraðsdómari og settur ríkissáttasemjari, og Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, eru í hópi fjögurra sem hafa sótt um stöðu sem dómari við Landsrétt sem auglýst var laus til umsóknar á dögunum. Fjórir héraðsdómarar sóttu um stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Helga Rún og Erla Soffía til Swapp Agency

Swapp Agency hefur ráðið Helgu Rún Jónsdóttur og Erlu Soffíu Jóhannesdóttur í ört vaxandi teymi fyrirtækisins. Helga Rún gengur til liðs við Swapp Agency sem gæðastjóri en um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu. Erla Soffía hefur verið ráðin sem fjármálafulltrúi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Evolv í vexti og ræður þrjá starfsmenn

Hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækið Evolv hefur ráðið inn þrjá nýja starfsmenn í teymið, Karítas Etnu Elmarsdóttur, Egil Agnar Októsson og Rebekku Rán Eriksdóttur Figueras, og munu þau öll aðstoða viðskiptavini Evolv við innleiðingu á stafrænu vinnuafli.

Viðskipti
Fréttamynd

Geir fram­kvæmda­stjóri Leiknis

Íþróttafélagið Leiknir hefur svo sannarlega fengið reynslumikinn mann í starf framkvæmdastjóra félagsins því Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri KSÍ til fjölda ára, tekur við starfinu í mars.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þrír nýir stjórnendur hjá Coca-Cola á Íslandi

Vilborg Anna Garðarsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona framlegðar og tekjustýringar Coca-Cola á Íslandi. Vilborg kemur til Coca-Cola á Íslandi frá UN Women á Íslandi þar sem hún starfaði sem fjármálastjóri. Áður en hún starfaði hjá UN Women var hún framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sixt í tæp tíu ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jóna Árný tekur við af Jóni Birni sem bæjarstjóri

Jóna Árný Þórðardóttir mun taka við af Jóni Birni Hákonarssyni sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Jón Björn sagði af sér embætti bæjarstjóra á mánudag eftir að gögn bárust bæjarfulltrúum sem sýndu fram á að engin fasteignagjöld hefðu verið greidd af óskráðum fasteignum á lóðum Björns í sveitarfélaginu.  

Innlent
Fréttamynd

Nýir stjórn­endur hjá Nox Medi­cal

Íslenska tæknifyrirtækið Nox Medical hefur ráðið til sín fjóra nýja stjórnendur. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú níutíu talsins og hefur þeim fjölgað um fjörutíu prósent á síðustu tveimur árum. 

Viðskipti innlent