Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Odd­ný Mjöll verður dómari við MDE eftir langa fæðingu

Þing Evrópuráðsins kaus í dag Oddnýju Mjöll Arnardóttur dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Oddný Mjöll var ein af þremur sem tilnefnd voru sem dómaraefni af hálfu íslenskra stjórnvalda. Oddný tekur við af Róberti Spanó sem hefur verið fulltrúi Íslands hjá dómstólnum frá 2013.

Innlent
Fréttamynd

Steinunn frá Stígamótum til Aton JL

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir hefur senn störf sem ráðgjafi hjá samskiptafyrirtækinu Aton JL. Hún hefur um árabil verið talskona Stígamóta, sem leita nú nýrrar talskonu. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Björgvin ráðinn verkefnastjóri Sundabrautar

Björgvin Þorsteinsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Sundabrautar. Hann mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Skipaður for­stjóri Sjúkra­trygginga án aug­lýsingar

Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar.

Innlent
Fréttamynd

Sigþór ráðinn til Arctica Finance

Sigþór Jónsson, sem hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa og Landsbréfa, er að ganga til liðs við verðbréfafyrirtækið Arctica Finance.

Klinkið
Fréttamynd

Vera nýr fram­kvæmda­stjóri Lífs styrktar­fé­lags

Vera Víðisdóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Lífs styrktarfélags frá og með 1. janúar 2023. Áður starfaði Vera hjá hönnunarfyrirtækinu iglo+indi, en þar á undan rak hún eigin barnafataverslun. Undanfarin þrjú ár hefur Vera verið búsett í New York, ásamt fjölskyldu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Auður Hrefna fylgist með á­byrgum við­skipta­háttum á Ís­landi

Samtök Sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti, UN Global Compact, hafa ráðið Auði Hrefnu Guðmundsdóttur sem svæðisstjóra fyrir Ísland. Auður Hrefna starfaði áður hjá Landsbankanum á sviði fræðslu og þjálfunar og þar áður hjá Háskólanum í Reykjavík og Opna háskólanum. Auður Hrefna er með ML gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og B.Ed. gráðu frá Háskóla Íslands.

Viðskipti innlent