Forstjóraskipti hjá Origo Jón Þór Stefánsson skrifar 12. mars 2024 15:03 Jón Mikael Jónasson, Anton Egilsson, Ingimar Guðjón Bjarnason, Örn Þór Alfreðsson, Dröfn Guðmundsdóttir, Lóa Bára Magnúsdóttir, Jón Björnsson, og Ari Daníelsson, Arna Harðardóttir. Ari Daníelsson mun taka við starfi forstjóra Origo, en núverandi forstjóri, Jón Björnsson, mun láta af störfum í lok apríl 2024. Ari hefur setið í stjórn Origo frá árinu 2022 og gegnt stöðu stjórnarformanns frá árinu 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að vegferð og skipulag samstæðu Origo hafi tekið umtalsverðum breytingum að undanförnu. Sem dæmi er nefnt að á síðasta ári hafi rekstur Origo á sviði notendalausna verið aðskilinn og færður í sjálfstætt dótturfélag sem ber heitið Origo lausnir. „Þetta hafa verið lærdómsrík og góð fjögur ár með Origo. Löng saga Origo, þekking þess og sterk staða á markaði dró mig að þessu tækifæri fyrir fjórum árum. Ég var viss um að með auknum fókus og sjálfstæði eininga, væri hægt að skapa enn sterkari samstarfsaðila í upplýsingatækni. Til þess þurfti að ýta undir skýran fókus hjá hverju teymi, skapa framtíðarsýn á hverjum stað og setja aukna áherslu á rekstrarlega frammistöðu. Ég tel okkur komin á þann stað í þeirri árangursríku vegferð að það sé góður tími núna til að aðili með djúpa þekkingu og skarpa sýn taki við keflinu og þroski frekar þau hugbúnaðar- og tæknifyrirtæki sem mynda Origo. Ég mun halda áfram að styðja vegferðina í hlutverki stjórnarformanns Origo lausna, sem er nýstofnað sjálfstætt dótturfélag um þann þátt starfseminnar sem lítur að innflutningi og sölu á tölvu- og tæknibúnaði,“ er haft eftir Jóni, fráfarandi forstjóra. „Það hefur verið frábært að starfa með Origo í hlutverki stjórnarmanns síðustu ár og ég hlakka til að koma enn þéttar að áframhaldandi sókn félagsins í hlutverki forstjóra.Síðustu ár hafa verið tími uppbyggingar og umbreytinga og því starfi er hvergi nærri lokið,“ segir Ari sem mun taka við keflinu af Jóni sem mun láta af störfum í lok aprílmánaðar. Frá árinu 2010 hefur Ari gegnt starfi framkvæmdastjóra og stjórnarmanns hjá Reviva Capital S.A., sérhæfðu eignastýringar- og fjártæknifyrirtæki með höfuðstöðvar í Lúxemborg. Samhliða þessum störfum hefur Ari setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja á sviði fjármála og upplýsingatækni, þar á meðal eru Origo, Borgun, Íslandsbanki, Farsímagreiðslur, Median, Mentis og Fjölgreiðslumiðlun, auk fjölda fasteignafélaga og eignarhaldsfélaga í yfir 6 löndum. Ari er menntaður tölvunarfræðingur og rafeindavirki og er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík, auk þess að hafa lokið viðbótarnámi í stjórnun alþjóðlegra fyrirtækja (IDP) frá INSEAD viðskiptaháskólanum í Frakklandi. Vistaskipti Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Morgunverðarfundur um gæðakerfi Kynningar Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að vegferð og skipulag samstæðu Origo hafi tekið umtalsverðum breytingum að undanförnu. Sem dæmi er nefnt að á síðasta ári hafi rekstur Origo á sviði notendalausna verið aðskilinn og færður í sjálfstætt dótturfélag sem ber heitið Origo lausnir. „Þetta hafa verið lærdómsrík og góð fjögur ár með Origo. Löng saga Origo, þekking þess og sterk staða á markaði dró mig að þessu tækifæri fyrir fjórum árum. Ég var viss um að með auknum fókus og sjálfstæði eininga, væri hægt að skapa enn sterkari samstarfsaðila í upplýsingatækni. Til þess þurfti að ýta undir skýran fókus hjá hverju teymi, skapa framtíðarsýn á hverjum stað og setja aukna áherslu á rekstrarlega frammistöðu. Ég tel okkur komin á þann stað í þeirri árangursríku vegferð að það sé góður tími núna til að aðili með djúpa þekkingu og skarpa sýn taki við keflinu og þroski frekar þau hugbúnaðar- og tæknifyrirtæki sem mynda Origo. Ég mun halda áfram að styðja vegferðina í hlutverki stjórnarformanns Origo lausna, sem er nýstofnað sjálfstætt dótturfélag um þann þátt starfseminnar sem lítur að innflutningi og sölu á tölvu- og tæknibúnaði,“ er haft eftir Jóni, fráfarandi forstjóra. „Það hefur verið frábært að starfa með Origo í hlutverki stjórnarmanns síðustu ár og ég hlakka til að koma enn þéttar að áframhaldandi sókn félagsins í hlutverki forstjóra.Síðustu ár hafa verið tími uppbyggingar og umbreytinga og því starfi er hvergi nærri lokið,“ segir Ari sem mun taka við keflinu af Jóni sem mun láta af störfum í lok aprílmánaðar. Frá árinu 2010 hefur Ari gegnt starfi framkvæmdastjóra og stjórnarmanns hjá Reviva Capital S.A., sérhæfðu eignastýringar- og fjártæknifyrirtæki með höfuðstöðvar í Lúxemborg. Samhliða þessum störfum hefur Ari setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja á sviði fjármála og upplýsingatækni, þar á meðal eru Origo, Borgun, Íslandsbanki, Farsímagreiðslur, Median, Mentis og Fjölgreiðslumiðlun, auk fjölda fasteignafélaga og eignarhaldsfélaga í yfir 6 löndum. Ari er menntaður tölvunarfræðingur og rafeindavirki og er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík, auk þess að hafa lokið viðbótarnámi í stjórnun alþjóðlegra fyrirtækja (IDP) frá INSEAD viðskiptaháskólanum í Frakklandi.
Vistaskipti Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Morgunverðarfundur um gæðakerfi Kynningar Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira