Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Ingunn og Snæfríður til Empower

Ingunn Guðmundsdóttir og Snæfríður Jónsdóttir hafa verið ráðnar til nýsköpunarfyrirtækisins Empower. Báðar munu þær starfa sem sérfræðingar í stafrænni þróun og markaðsmálum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kvika fyllir í skarð Fannars sem fer til Akta sjóða

Mikið er um mannabreytingar í fjármálageiranum um þessar mundir. Kvika hefur þannig brugðist við brotthvarfi Fannars Arnar Arnarssonar, sem hefur verið í eigin viðskiptum bankans síðustu ár, en hann er búinn að ráða sig yfir til Akta sjóða.

Klinkið
Fréttamynd

Nýir stjórnendur hjá ELKO

Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til ELKO. Sófús Árni Hafsteinsson tekur við nýju stöðugildi viðskiptaþróunarstjóra, Jónína Birgisdóttir hefur verið ráðin þjónustustjóri og Þórkell Þórðarson verður sérfræðingur í stafrænni þróun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rósa ráðin til sjóðastýringarfélagsins VEX

Rósa Kristinsdóttir hefur verið ráðin til VEX þar sem hún mun starfa sem sérfræðingur í framtaksfjárfestingum. Rósa kemur til félagsins frá Akta sjóðum þar sem hún starfaði sem yfirlögfræðingur og regluvörður auk þess að hafa sinnt starfi áhættustjóra.

Klinkið
Fréttamynd

Yfirmaður og sjóðstjórar framtakssjóða Stefnis segja upp störfum

Forstöðumaður og sjóðstjórar framtakssjóða Stefnis, dótturfélags Arion banka, hafa allir sagt upp störfum. Brotthvarf þeirra kemur í kjölfar þess að til skoðunar hafði verið að koma á fót nýju sjálfstæðu félagi, sem myndi annast rekstur sérhæfðu sjóðanna og yrði meðal annars að hluta í eigu sömu starfsmanna, en slíkar hugmyndir fengu ekki brautargengi hjá lífeyrissjóðum, helstu eigendum framtakssjóðanna.

Innherji
Fréttamynd

Skúli hættir hjá Kviku eignastýringu og fer yfir til LSR

Skúli Hrafn Harðarson, sjóðstjóri hlutabréfasjóða hjá Kviku eignastýringu síðustu ár, hefur sagt upp störfum hjá félaginu. Mun Skúli Hrafn í kjölfarið hefja störf hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR), stærsta lífeyrissjóði landsins, síðar á árinu, samkvæmt upplýsingum Innherja.

Klinkið
Fréttamynd

Sigurður hættir hjá Akta sjóðum

Sigurður Kr. Sigurðsson, sem hefur verið hjá Akta frá árinu 2019, er hættur störfum hjá sjóðastýringarfyrirtækinu. Hann starfaði á eignastýringarsviði félagsins, sem var komið á fót fyrr á þessu ári, sem sérfræðingur í fjárfestatengslum og viðskiptaþróun.

Klinkið
Fréttamynd

Ást­hildur nýr stjórnar­for­maður Empower

Ásthildur Otharsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku hjá nýsköpunarfyrirtækinu Empower. Hún tekur við stjórnarformennsku sem fulltrúi Frumtaks Ventures sem leiddi 300 milljóna króna fjármögnun í Empower til að byggja upp hugbúnaðarlausnina, Empower Now.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Edda til Akta

Edda Guðrún Sverrisdóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur og regluvörður Akta sjóða. Edda kemur til Akta frá Kviku banka. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjö ný til Stefnis

Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir hefur ráðið til sín sjö nýja starfsmenn sem munu starfa í nýju teymi sem ber heitið Greining, sala og samskipti. Framkvæmdastjórinn segir ánægjulegt að fá þennan liðsauka til sín. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjórir hug­búnaðar­sér­fræðingar til Empower

Nýtt starfsfólk nýsköpunarfyrirtækisins Empower vinnur að þróun hugbúnaðarlausnarinnar Empower Now, sem fer á alþjóðlegan markað á næsta ári. Lausnin gerir fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttis og fjölbreytni, setja mælanleg markmið og innleiða örfræðslu fyrir starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðin fram­kvæmda­stjóri Lofts­lags­ráðs

Þórunn Wolfram Pétursdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Loftslagsráðs. Hún er starfandi sviðsstjóri hjá Landgræðslunni og hefur verið staðgengill landgræðslustjóra. Þórunn mun hefja störf hjá Loftslagsráði í byrjun næsta árs.

Innlent
Fréttamynd

Notar eiginmanninn sem tilraunadýr í bakstrinum

„Ég ákvað að prófa að sækja um í skólanum Le cordon bleu, fékk inn og svo vorum við flutt til London rúmum tveimur mánuðum síðar,“ segir Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir í viðtali við Makamál. 

Makamál