Ólöf kveður Kviku og heilsar Íslandsbanka Árni Sæberg skrifar 18. desember 2023 08:20 Ólöf Jónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka. Kvika Ólöf Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Íslandsbanka. Hún hefur undanfarið verið framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka. Þar segir að Ólöf muni bera stjórnunarlega ábyrgð á sviðinu og leiða þar persónusniðna og stafræna þjónustu við viðskiptavini bankans og taka jafnframt virkan þátt í stjórnun og stefnumótun bankans í heild sinni. Ólöf var áður framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku, en hefur einnig gegnt þar ýmsum öðrum stjórnunarstörfum og leitt nýsköpun og þróun fjármálalausna. Ólöf er með B.Sc gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc gráðu í aðgerðargreiningu frá London School of Economics. Þá hefur hún einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. „Ég hlakka mikið til að fá Ólöfu til liðs við Íslandsbanka. Ólöf hefur mikla reynslu af fjármálamörkuðum, er reyndur stjórnandi og hefur einnig komið mikið að nýsköpun. Ég er sannfærður um að hún muni styrkja okkur í þeirri vegferð að skapa viðskiptavinum okkar virði með framúrskarandi þjónustu,“ er haft eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka. Lætur þegar af störfum Í tilkynningu frá Kviku segir að Ólöf hafi sagt starfi sínu lausu og þegar látið af störfum. Sigurður Viðarsson, aðstoðarforstjóri, muni gegna stöðu framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs þar til ráðið verður í starfið. „Ólöf kom fyrst til okkar í Kviku árið 2017 og hefur reynst öflugur stjórnandi og góður félagi. Hún var fyrst forstöðumaður stefnumótunar og rekstrarstjórnunar og síðar forstöðumaður fjártækni þar sem hún hóf þá vegferð sem bankinn hefur verið á í að þróa framúrskarandi fjártæknilausnir fyrir viðskiptavini okkar.Hún var um skeið framkvæmdastjóri Lykils fjármögnunar hf. og frá sameiningu Lykils við Kviku hefur hún leitt rekstrar og þróunarsvið og síðast viðskiptabankasvið með miklum árangri.Við viljum þakka Ólöfu fyrir afar farsælt samstarf í gegnum árin og vel unnin störf og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi,“ er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku. Vistaskipti Íslandsbanki Kvika banki Íslenskir bankar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka. Þar segir að Ólöf muni bera stjórnunarlega ábyrgð á sviðinu og leiða þar persónusniðna og stafræna þjónustu við viðskiptavini bankans og taka jafnframt virkan þátt í stjórnun og stefnumótun bankans í heild sinni. Ólöf var áður framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku, en hefur einnig gegnt þar ýmsum öðrum stjórnunarstörfum og leitt nýsköpun og þróun fjármálalausna. Ólöf er með B.Sc gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc gráðu í aðgerðargreiningu frá London School of Economics. Þá hefur hún einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. „Ég hlakka mikið til að fá Ólöfu til liðs við Íslandsbanka. Ólöf hefur mikla reynslu af fjármálamörkuðum, er reyndur stjórnandi og hefur einnig komið mikið að nýsköpun. Ég er sannfærður um að hún muni styrkja okkur í þeirri vegferð að skapa viðskiptavinum okkar virði með framúrskarandi þjónustu,“ er haft eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka. Lætur þegar af störfum Í tilkynningu frá Kviku segir að Ólöf hafi sagt starfi sínu lausu og þegar látið af störfum. Sigurður Viðarsson, aðstoðarforstjóri, muni gegna stöðu framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs þar til ráðið verður í starfið. „Ólöf kom fyrst til okkar í Kviku árið 2017 og hefur reynst öflugur stjórnandi og góður félagi. Hún var fyrst forstöðumaður stefnumótunar og rekstrarstjórnunar og síðar forstöðumaður fjártækni þar sem hún hóf þá vegferð sem bankinn hefur verið á í að þróa framúrskarandi fjártæknilausnir fyrir viðskiptavini okkar.Hún var um skeið framkvæmdastjóri Lykils fjármögnunar hf. og frá sameiningu Lykils við Kviku hefur hún leitt rekstrar og þróunarsvið og síðast viðskiptabankasvið með miklum árangri.Við viljum þakka Ólöfu fyrir afar farsælt samstarf í gegnum árin og vel unnin störf og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi,“ er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku.
Vistaskipti Íslandsbanki Kvika banki Íslenskir bankar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira